Sjúklingar fluttir suður vegna læknaskorts á Norðurlandi Sveinn Arnarsson skrifar 9. október 2017 06:00 Enginn sérfræðingur sótti um ellefu stöður sem sjúkrahúsið á Akureyri auglýsti lausar vorið 2015. vísir/pjetur Skortur á sérfræðilæknum á Akureyri veldur því að fólk þarf að leggjast inn á Landspítalann í Reykjavík. Sjúklingar eru því fluttir með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. Fyrir helgi var sjúklingur á Akureyri fluttur til Reykjavíkur með sýkingu í eyra vegna svæsinnar eyrnabólgu. Þar sem enginn háls-, nef- og eyrnalæknir er á kvöld- og helgarvöktum á Sjúkrahúsinu á Akureyri þurfti að flytja sjúklinginn með flugi til Reykjavíkur með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið.Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á SAKSigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri, segir að árið 2010 hafi verið tekin ákvörðun um að háls-, nef- og eyrnalæknar hættu að ganga vaktir við sjúkrahúsið. Nú séu tveir læknar með þessa menntun á svæðinu og séu þeir báðir í hlutastörfum við sjúkrahúsið. Báðir vinni þeir utan sjúkrahússins á einkastofu með samning við Sjúkratryggingar Íslands. „Það er mikil binding fyrir tvo einstaklinga að ganga vaktir annan hvern dag allan ársins hring,“ segir Sigurður. „Það hefur verið hægt að hringja í þá ef þeir eru á staðnum og þá koma þeir oftast. Hins vegar hefur það gerst líka að það sé enginn á staðnum og því þarf að flytja sjúklinga til Reykjavíkur ef það má ekki bíða. Nú er það þannig að enginn sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnalækningum er á svæðinu og verður ekki í einhverja daga í viðbót,“ bætir Sigurður við. Enginn sérfræðilæknir sótti um ellefu stöður sem sjúkrahúsið auglýsti lausar vorið 2015. Við það tilefni sagði Sigurður að erfiðlega gengi að ráða sérgreinalækna utan höfuðborgarsvæðisins og vonast væri eftir því að útlendingar kæmu til starfa til að leysa þá stöðu sem var uppi. Yrði hægt að manna lausar stöður nyrðra myndi það bæði minnka álagið á sjúkraflug Mýflugs sem og álagið á Landspítalanum í Reykjavík, að því ógleymdu hve þægilegra það er fyrir sjúklinga að geta fengið umönnun í heimabyggð. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Skortur á sérfræðilæknum á Akureyri veldur því að fólk þarf að leggjast inn á Landspítalann í Reykjavík. Sjúklingar eru því fluttir með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. Fyrir helgi var sjúklingur á Akureyri fluttur til Reykjavíkur með sýkingu í eyra vegna svæsinnar eyrnabólgu. Þar sem enginn háls-, nef- og eyrnalæknir er á kvöld- og helgarvöktum á Sjúkrahúsinu á Akureyri þurfti að flytja sjúklinginn með flugi til Reykjavíkur með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið.Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á SAKSigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri, segir að árið 2010 hafi verið tekin ákvörðun um að háls-, nef- og eyrnalæknar hættu að ganga vaktir við sjúkrahúsið. Nú séu tveir læknar með þessa menntun á svæðinu og séu þeir báðir í hlutastörfum við sjúkrahúsið. Báðir vinni þeir utan sjúkrahússins á einkastofu með samning við Sjúkratryggingar Íslands. „Það er mikil binding fyrir tvo einstaklinga að ganga vaktir annan hvern dag allan ársins hring,“ segir Sigurður. „Það hefur verið hægt að hringja í þá ef þeir eru á staðnum og þá koma þeir oftast. Hins vegar hefur það gerst líka að það sé enginn á staðnum og því þarf að flytja sjúklinga til Reykjavíkur ef það má ekki bíða. Nú er það þannig að enginn sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnalækningum er á svæðinu og verður ekki í einhverja daga í viðbót,“ bætir Sigurður við. Enginn sérfræðilæknir sótti um ellefu stöður sem sjúkrahúsið auglýsti lausar vorið 2015. Við það tilefni sagði Sigurður að erfiðlega gengi að ráða sérgreinalækna utan höfuðborgarsvæðisins og vonast væri eftir því að útlendingar kæmu til starfa til að leysa þá stöðu sem var uppi. Yrði hægt að manna lausar stöður nyrðra myndi það bæði minnka álagið á sjúkraflug Mýflugs sem og álagið á Landspítalanum í Reykjavík, að því ógleymdu hve þægilegra það er fyrir sjúklinga að geta fengið umönnun í heimabyggð.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira