Nemendur hafa verið án námsgagna í fimm vikur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. september 2017 20:00 Í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði eru 710 nemendur sem hafa verið í skólanum í fimm vikur án þess að hafa stílabækur eða ritföng. Um miðjan júlí síðastliðinn ákvað fræðsluráð Hafnarfjarðar að gera grunnskóla bæjarins gjaldfrjálsa og útvega nemendum öll námsgögn endurgjaldslaust. Víðistaðaskóli hefur aftur á móti eingöngu fengið brotabrot af þeim gögnum og í vikunni misstu kennarar þolinmæðina og létu foreldra vita á Facebook. Þar segir að ekkert bóli á stílabókum og barist sé um örfáar reikningsbækur sem hafi borist. Einnig að kennarar hafi þurft að finna til blýantsstubba í skrifborðsskúffum og skápum. Skólastjórinn, Hrönn Bergþórsdóttir, segir mistökin vera hjá birgi.Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri, segir mistökin vera hjá Pennanum.vísir/sigurjón„Við fengum alltaf þau svör frá Pennanum að þetta væri að koma öðru hvoru megin við helgina. Svo kom kannski svolítið og við reyndum að deila því út en við erum búin að vera með mikið langlundargeð. Ég verð að segja það," segir Hrönn. En birgirinn staðfesti þó í dag að gögnin komi á morgun, nú er að sjá hvort það standist. Hrönn hrósar kennurum fyrir útsjónarsemi, til að mynda útikennslu, og ótrúlega þolinmæði síðustu vikur. „Þetta reynir á. Þetta reynir mjög á. Og í dag eða þessa viku var þolinmæðin á þrotum," segir Hrönn. Jónatan Hertel, formaður foreldrafélags Víðistaðaskóla segir foreldra undrast hve langan tíma það hefur tekið að leysa málið. „Okkur finnst þetta bara óþolandi og ólíðandi. Þetta er sérstaklega slæmt því þetta hefur verið svo lengi. Börnin eiga ekki einu sinni blýanta, hins vegar eru þau komin með strokleður. Ég veit ekki hvað þau eiga að nota það í," segir Jónatan. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði eru 710 nemendur sem hafa verið í skólanum í fimm vikur án þess að hafa stílabækur eða ritföng. Um miðjan júlí síðastliðinn ákvað fræðsluráð Hafnarfjarðar að gera grunnskóla bæjarins gjaldfrjálsa og útvega nemendum öll námsgögn endurgjaldslaust. Víðistaðaskóli hefur aftur á móti eingöngu fengið brotabrot af þeim gögnum og í vikunni misstu kennarar þolinmæðina og létu foreldra vita á Facebook. Þar segir að ekkert bóli á stílabókum og barist sé um örfáar reikningsbækur sem hafi borist. Einnig að kennarar hafi þurft að finna til blýantsstubba í skrifborðsskúffum og skápum. Skólastjórinn, Hrönn Bergþórsdóttir, segir mistökin vera hjá birgi.Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri, segir mistökin vera hjá Pennanum.vísir/sigurjón„Við fengum alltaf þau svör frá Pennanum að þetta væri að koma öðru hvoru megin við helgina. Svo kom kannski svolítið og við reyndum að deila því út en við erum búin að vera með mikið langlundargeð. Ég verð að segja það," segir Hrönn. En birgirinn staðfesti þó í dag að gögnin komi á morgun, nú er að sjá hvort það standist. Hrönn hrósar kennurum fyrir útsjónarsemi, til að mynda útikennslu, og ótrúlega þolinmæði síðustu vikur. „Þetta reynir á. Þetta reynir mjög á. Og í dag eða þessa viku var þolinmæðin á þrotum," segir Hrönn. Jónatan Hertel, formaður foreldrafélags Víðistaðaskóla segir foreldra undrast hve langan tíma það hefur tekið að leysa málið. „Okkur finnst þetta bara óþolandi og ólíðandi. Þetta er sérstaklega slæmt því þetta hefur verið svo lengi. Börnin eiga ekki einu sinni blýanta, hins vegar eru þau komin með strokleður. Ég veit ekki hvað þau eiga að nota það í," segir Jónatan.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira