Sjúkrabíll í öngstræti með innilokaðan kjólameistara á Skólavörðustíg Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. september 2017 06:00 Að venju læstu borgarstarfsmenn Skólavörðustíg klukkan eitt í gær fyrir Hildi Bolladóttur og öðrum sem vilja fara þar um á bíl. vísir/anton brink „Ég held að það geti ekki verið löglegt að læsa mann svona inni,“ segir Hildur Bolladóttir kjólameistari sem lenti í mikill töf við að komast með sjúkrabíl á spítala vegna lokunar á Skólavörðustíg þar sem hún býr. Hildur og eiginmaður hennar, Ófeigur Björnsson gullsmiður, eiga húsið á Skólavörðustíg 5 og bæði búa þar og reka sína atvinnustarfsemi. Um miðjan ágúst veiktist Hildur skyndilega og þurfti á sjúkrabíl að halda. Þá vandaðist málið. „Hér er gatan lokuð við Bergstaðastræti fimm mánuði á ári með hengilás og þeir sem voru á sjúkrabílnum höfðu ekki lykil að hliðinu,“ segir Hildur. Þrátt fyrir að sjúkrabíll hafi verið nærri í miðbænum þegar hringt hafi verið fyrir hana hafi gengið seint að komast frá staðnum aftur. Sjúkrabílnum hafi verið ekið í öfuga akstursstefnu upp Skólavörðustíg og snúið þar við með herkjum til að koma Hildi á brott. „Sjúkrabílinn ætlaði að halda áfram upp eftir en gat ekki opnað hliðið og þurfti að snúa við,“ segir Hildur. Aðeins sé opið fyrir bíla niður Skólavörðustíginn milli klukkan átta og ellefu á morgnana svo hægt sé að aka með vörur að verslunum. Klukkan hafi verið eitt eftir hádegi þegar hún veiktist skyndilega, svo hún datt út og vissi ekki af sér. „Læknirinn í bílnum sagði mér að það benti allt til þess að það hefði blætt inn á heila og þá er þetta mínútuspursmál. Sem betur hafði ekki blætt inn á heila en það hefði getað farið verr því þetta náttúrlega tafði alveg heilmikið.“ Hildur segir áhrifin af lokunum gatna á verslun og þjónustu í miðbænum vera svakaleg. Þau hjónin finni vel fyrir því. „Við erum búin að missa Íslendingana. Það er hvergi hægt að fá bílastæði og þeir nenna ekki að standa í þessu. Ég er mest að sauma fyrir konur á besta aldri og þær bara treysta sér ekki í bæinn. Enda eru verslanir að gefast upp hér og flytja upp í Skipholt og inn í Skeifuna og annað eða eru hreinlega hættar.“ Þá segir Hildur að lokanirnar eigi sér jafnvel enn skuggalegri hliðar. „Hér á nóttunni þrífst alls konar ósómi,“ segir hún. „Það er verið að selja eiturlyf og það er veggjakrot og vitleysa vegna þess að lögreglan sést hér ekki. Hún kemst ekki á bílunum inn í þessar lokuðu götur og hún fer ekki fótgangandi að nóttu til af öryggisástæðum. Ástandið verður alltaf verra og verra.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
„Ég held að það geti ekki verið löglegt að læsa mann svona inni,“ segir Hildur Bolladóttir kjólameistari sem lenti í mikill töf við að komast með sjúkrabíl á spítala vegna lokunar á Skólavörðustíg þar sem hún býr. Hildur og eiginmaður hennar, Ófeigur Björnsson gullsmiður, eiga húsið á Skólavörðustíg 5 og bæði búa þar og reka sína atvinnustarfsemi. Um miðjan ágúst veiktist Hildur skyndilega og þurfti á sjúkrabíl að halda. Þá vandaðist málið. „Hér er gatan lokuð við Bergstaðastræti fimm mánuði á ári með hengilás og þeir sem voru á sjúkrabílnum höfðu ekki lykil að hliðinu,“ segir Hildur. Þrátt fyrir að sjúkrabíll hafi verið nærri í miðbænum þegar hringt hafi verið fyrir hana hafi gengið seint að komast frá staðnum aftur. Sjúkrabílnum hafi verið ekið í öfuga akstursstefnu upp Skólavörðustíg og snúið þar við með herkjum til að koma Hildi á brott. „Sjúkrabílinn ætlaði að halda áfram upp eftir en gat ekki opnað hliðið og þurfti að snúa við,“ segir Hildur. Aðeins sé opið fyrir bíla niður Skólavörðustíginn milli klukkan átta og ellefu á morgnana svo hægt sé að aka með vörur að verslunum. Klukkan hafi verið eitt eftir hádegi þegar hún veiktist skyndilega, svo hún datt út og vissi ekki af sér. „Læknirinn í bílnum sagði mér að það benti allt til þess að það hefði blætt inn á heila og þá er þetta mínútuspursmál. Sem betur hafði ekki blætt inn á heila en það hefði getað farið verr því þetta náttúrlega tafði alveg heilmikið.“ Hildur segir áhrifin af lokunum gatna á verslun og þjónustu í miðbænum vera svakaleg. Þau hjónin finni vel fyrir því. „Við erum búin að missa Íslendingana. Það er hvergi hægt að fá bílastæði og þeir nenna ekki að standa í þessu. Ég er mest að sauma fyrir konur á besta aldri og þær bara treysta sér ekki í bæinn. Enda eru verslanir að gefast upp hér og flytja upp í Skipholt og inn í Skeifuna og annað eða eru hreinlega hættar.“ Þá segir Hildur að lokanirnar eigi sér jafnvel enn skuggalegri hliðar. „Hér á nóttunni þrífst alls konar ósómi,“ segir hún. „Það er verið að selja eiturlyf og það er veggjakrot og vitleysa vegna þess að lögreglan sést hér ekki. Hún kemst ekki á bílunum inn í þessar lokuðu götur og hún fer ekki fótgangandi að nóttu til af öryggisástæðum. Ástandið verður alltaf verra og verra.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira