Sjúkrabíll í öngstræti með innilokaðan kjólameistara á Skólavörðustíg Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. september 2017 06:00 Að venju læstu borgarstarfsmenn Skólavörðustíg klukkan eitt í gær fyrir Hildi Bolladóttur og öðrum sem vilja fara þar um á bíl. vísir/anton brink „Ég held að það geti ekki verið löglegt að læsa mann svona inni,“ segir Hildur Bolladóttir kjólameistari sem lenti í mikill töf við að komast með sjúkrabíl á spítala vegna lokunar á Skólavörðustíg þar sem hún býr. Hildur og eiginmaður hennar, Ófeigur Björnsson gullsmiður, eiga húsið á Skólavörðustíg 5 og bæði búa þar og reka sína atvinnustarfsemi. Um miðjan ágúst veiktist Hildur skyndilega og þurfti á sjúkrabíl að halda. Þá vandaðist málið. „Hér er gatan lokuð við Bergstaðastræti fimm mánuði á ári með hengilás og þeir sem voru á sjúkrabílnum höfðu ekki lykil að hliðinu,“ segir Hildur. Þrátt fyrir að sjúkrabíll hafi verið nærri í miðbænum þegar hringt hafi verið fyrir hana hafi gengið seint að komast frá staðnum aftur. Sjúkrabílnum hafi verið ekið í öfuga akstursstefnu upp Skólavörðustíg og snúið þar við með herkjum til að koma Hildi á brott. „Sjúkrabílinn ætlaði að halda áfram upp eftir en gat ekki opnað hliðið og þurfti að snúa við,“ segir Hildur. Aðeins sé opið fyrir bíla niður Skólavörðustíginn milli klukkan átta og ellefu á morgnana svo hægt sé að aka með vörur að verslunum. Klukkan hafi verið eitt eftir hádegi þegar hún veiktist skyndilega, svo hún datt út og vissi ekki af sér. „Læknirinn í bílnum sagði mér að það benti allt til þess að það hefði blætt inn á heila og þá er þetta mínútuspursmál. Sem betur hafði ekki blætt inn á heila en það hefði getað farið verr því þetta náttúrlega tafði alveg heilmikið.“ Hildur segir áhrifin af lokunum gatna á verslun og þjónustu í miðbænum vera svakaleg. Þau hjónin finni vel fyrir því. „Við erum búin að missa Íslendingana. Það er hvergi hægt að fá bílastæði og þeir nenna ekki að standa í þessu. Ég er mest að sauma fyrir konur á besta aldri og þær bara treysta sér ekki í bæinn. Enda eru verslanir að gefast upp hér og flytja upp í Skipholt og inn í Skeifuna og annað eða eru hreinlega hættar.“ Þá segir Hildur að lokanirnar eigi sér jafnvel enn skuggalegri hliðar. „Hér á nóttunni þrífst alls konar ósómi,“ segir hún. „Það er verið að selja eiturlyf og það er veggjakrot og vitleysa vegna þess að lögreglan sést hér ekki. Hún kemst ekki á bílunum inn í þessar lokuðu götur og hún fer ekki fótgangandi að nóttu til af öryggisástæðum. Ástandið verður alltaf verra og verra.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
„Ég held að það geti ekki verið löglegt að læsa mann svona inni,“ segir Hildur Bolladóttir kjólameistari sem lenti í mikill töf við að komast með sjúkrabíl á spítala vegna lokunar á Skólavörðustíg þar sem hún býr. Hildur og eiginmaður hennar, Ófeigur Björnsson gullsmiður, eiga húsið á Skólavörðustíg 5 og bæði búa þar og reka sína atvinnustarfsemi. Um miðjan ágúst veiktist Hildur skyndilega og þurfti á sjúkrabíl að halda. Þá vandaðist málið. „Hér er gatan lokuð við Bergstaðastræti fimm mánuði á ári með hengilás og þeir sem voru á sjúkrabílnum höfðu ekki lykil að hliðinu,“ segir Hildur. Þrátt fyrir að sjúkrabíll hafi verið nærri í miðbænum þegar hringt hafi verið fyrir hana hafi gengið seint að komast frá staðnum aftur. Sjúkrabílnum hafi verið ekið í öfuga akstursstefnu upp Skólavörðustíg og snúið þar við með herkjum til að koma Hildi á brott. „Sjúkrabílinn ætlaði að halda áfram upp eftir en gat ekki opnað hliðið og þurfti að snúa við,“ segir Hildur. Aðeins sé opið fyrir bíla niður Skólavörðustíginn milli klukkan átta og ellefu á morgnana svo hægt sé að aka með vörur að verslunum. Klukkan hafi verið eitt eftir hádegi þegar hún veiktist skyndilega, svo hún datt út og vissi ekki af sér. „Læknirinn í bílnum sagði mér að það benti allt til þess að það hefði blætt inn á heila og þá er þetta mínútuspursmál. Sem betur hafði ekki blætt inn á heila en það hefði getað farið verr því þetta náttúrlega tafði alveg heilmikið.“ Hildur segir áhrifin af lokunum gatna á verslun og þjónustu í miðbænum vera svakaleg. Þau hjónin finni vel fyrir því. „Við erum búin að missa Íslendingana. Það er hvergi hægt að fá bílastæði og þeir nenna ekki að standa í þessu. Ég er mest að sauma fyrir konur á besta aldri og þær bara treysta sér ekki í bæinn. Enda eru verslanir að gefast upp hér og flytja upp í Skipholt og inn í Skeifuna og annað eða eru hreinlega hættar.“ Þá segir Hildur að lokanirnar eigi sér jafnvel enn skuggalegri hliðar. „Hér á nóttunni þrífst alls konar ósómi,“ segir hún. „Það er verið að selja eiturlyf og það er veggjakrot og vitleysa vegna þess að lögreglan sést hér ekki. Hún kemst ekki á bílunum inn í þessar lokuðu götur og hún fer ekki fótgangandi að nóttu til af öryggisástæðum. Ástandið verður alltaf verra og verra.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira