Sjúkrabíll í öngstræti með innilokaðan kjólameistara á Skólavörðustíg Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. september 2017 06:00 Að venju læstu borgarstarfsmenn Skólavörðustíg klukkan eitt í gær fyrir Hildi Bolladóttur og öðrum sem vilja fara þar um á bíl. vísir/anton brink „Ég held að það geti ekki verið löglegt að læsa mann svona inni,“ segir Hildur Bolladóttir kjólameistari sem lenti í mikill töf við að komast með sjúkrabíl á spítala vegna lokunar á Skólavörðustíg þar sem hún býr. Hildur og eiginmaður hennar, Ófeigur Björnsson gullsmiður, eiga húsið á Skólavörðustíg 5 og bæði búa þar og reka sína atvinnustarfsemi. Um miðjan ágúst veiktist Hildur skyndilega og þurfti á sjúkrabíl að halda. Þá vandaðist málið. „Hér er gatan lokuð við Bergstaðastræti fimm mánuði á ári með hengilás og þeir sem voru á sjúkrabílnum höfðu ekki lykil að hliðinu,“ segir Hildur. Þrátt fyrir að sjúkrabíll hafi verið nærri í miðbænum þegar hringt hafi verið fyrir hana hafi gengið seint að komast frá staðnum aftur. Sjúkrabílnum hafi verið ekið í öfuga akstursstefnu upp Skólavörðustíg og snúið þar við með herkjum til að koma Hildi á brott. „Sjúkrabílinn ætlaði að halda áfram upp eftir en gat ekki opnað hliðið og þurfti að snúa við,“ segir Hildur. Aðeins sé opið fyrir bíla niður Skólavörðustíginn milli klukkan átta og ellefu á morgnana svo hægt sé að aka með vörur að verslunum. Klukkan hafi verið eitt eftir hádegi þegar hún veiktist skyndilega, svo hún datt út og vissi ekki af sér. „Læknirinn í bílnum sagði mér að það benti allt til þess að það hefði blætt inn á heila og þá er þetta mínútuspursmál. Sem betur hafði ekki blætt inn á heila en það hefði getað farið verr því þetta náttúrlega tafði alveg heilmikið.“ Hildur segir áhrifin af lokunum gatna á verslun og þjónustu í miðbænum vera svakaleg. Þau hjónin finni vel fyrir því. „Við erum búin að missa Íslendingana. Það er hvergi hægt að fá bílastæði og þeir nenna ekki að standa í þessu. Ég er mest að sauma fyrir konur á besta aldri og þær bara treysta sér ekki í bæinn. Enda eru verslanir að gefast upp hér og flytja upp í Skipholt og inn í Skeifuna og annað eða eru hreinlega hættar.“ Þá segir Hildur að lokanirnar eigi sér jafnvel enn skuggalegri hliðar. „Hér á nóttunni þrífst alls konar ósómi,“ segir hún. „Það er verið að selja eiturlyf og það er veggjakrot og vitleysa vegna þess að lögreglan sést hér ekki. Hún kemst ekki á bílunum inn í þessar lokuðu götur og hún fer ekki fótgangandi að nóttu til af öryggisástæðum. Ástandið verður alltaf verra og verra.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
„Ég held að það geti ekki verið löglegt að læsa mann svona inni,“ segir Hildur Bolladóttir kjólameistari sem lenti í mikill töf við að komast með sjúkrabíl á spítala vegna lokunar á Skólavörðustíg þar sem hún býr. Hildur og eiginmaður hennar, Ófeigur Björnsson gullsmiður, eiga húsið á Skólavörðustíg 5 og bæði búa þar og reka sína atvinnustarfsemi. Um miðjan ágúst veiktist Hildur skyndilega og þurfti á sjúkrabíl að halda. Þá vandaðist málið. „Hér er gatan lokuð við Bergstaðastræti fimm mánuði á ári með hengilás og þeir sem voru á sjúkrabílnum höfðu ekki lykil að hliðinu,“ segir Hildur. Þrátt fyrir að sjúkrabíll hafi verið nærri í miðbænum þegar hringt hafi verið fyrir hana hafi gengið seint að komast frá staðnum aftur. Sjúkrabílnum hafi verið ekið í öfuga akstursstefnu upp Skólavörðustíg og snúið þar við með herkjum til að koma Hildi á brott. „Sjúkrabílinn ætlaði að halda áfram upp eftir en gat ekki opnað hliðið og þurfti að snúa við,“ segir Hildur. Aðeins sé opið fyrir bíla niður Skólavörðustíginn milli klukkan átta og ellefu á morgnana svo hægt sé að aka með vörur að verslunum. Klukkan hafi verið eitt eftir hádegi þegar hún veiktist skyndilega, svo hún datt út og vissi ekki af sér. „Læknirinn í bílnum sagði mér að það benti allt til þess að það hefði blætt inn á heila og þá er þetta mínútuspursmál. Sem betur hafði ekki blætt inn á heila en það hefði getað farið verr því þetta náttúrlega tafði alveg heilmikið.“ Hildur segir áhrifin af lokunum gatna á verslun og þjónustu í miðbænum vera svakaleg. Þau hjónin finni vel fyrir því. „Við erum búin að missa Íslendingana. Það er hvergi hægt að fá bílastæði og þeir nenna ekki að standa í þessu. Ég er mest að sauma fyrir konur á besta aldri og þær bara treysta sér ekki í bæinn. Enda eru verslanir að gefast upp hér og flytja upp í Skipholt og inn í Skeifuna og annað eða eru hreinlega hættar.“ Þá segir Hildur að lokanirnar eigi sér jafnvel enn skuggalegri hliðar. „Hér á nóttunni þrífst alls konar ósómi,“ segir hún. „Það er verið að selja eiturlyf og það er veggjakrot og vitleysa vegna þess að lögreglan sést hér ekki. Hún kemst ekki á bílunum inn í þessar lokuðu götur og hún fer ekki fótgangandi að nóttu til af öryggisástæðum. Ástandið verður alltaf verra og verra.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels