Sjúkrabíll í öngstræti með innilokaðan kjólameistara á Skólavörðustíg Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. september 2017 06:00 Að venju læstu borgarstarfsmenn Skólavörðustíg klukkan eitt í gær fyrir Hildi Bolladóttur og öðrum sem vilja fara þar um á bíl. vísir/anton brink „Ég held að það geti ekki verið löglegt að læsa mann svona inni,“ segir Hildur Bolladóttir kjólameistari sem lenti í mikill töf við að komast með sjúkrabíl á spítala vegna lokunar á Skólavörðustíg þar sem hún býr. Hildur og eiginmaður hennar, Ófeigur Björnsson gullsmiður, eiga húsið á Skólavörðustíg 5 og bæði búa þar og reka sína atvinnustarfsemi. Um miðjan ágúst veiktist Hildur skyndilega og þurfti á sjúkrabíl að halda. Þá vandaðist málið. „Hér er gatan lokuð við Bergstaðastræti fimm mánuði á ári með hengilás og þeir sem voru á sjúkrabílnum höfðu ekki lykil að hliðinu,“ segir Hildur. Þrátt fyrir að sjúkrabíll hafi verið nærri í miðbænum þegar hringt hafi verið fyrir hana hafi gengið seint að komast frá staðnum aftur. Sjúkrabílnum hafi verið ekið í öfuga akstursstefnu upp Skólavörðustíg og snúið þar við með herkjum til að koma Hildi á brott. „Sjúkrabílinn ætlaði að halda áfram upp eftir en gat ekki opnað hliðið og þurfti að snúa við,“ segir Hildur. Aðeins sé opið fyrir bíla niður Skólavörðustíginn milli klukkan átta og ellefu á morgnana svo hægt sé að aka með vörur að verslunum. Klukkan hafi verið eitt eftir hádegi þegar hún veiktist skyndilega, svo hún datt út og vissi ekki af sér. „Læknirinn í bílnum sagði mér að það benti allt til þess að það hefði blætt inn á heila og þá er þetta mínútuspursmál. Sem betur hafði ekki blætt inn á heila en það hefði getað farið verr því þetta náttúrlega tafði alveg heilmikið.“ Hildur segir áhrifin af lokunum gatna á verslun og þjónustu í miðbænum vera svakaleg. Þau hjónin finni vel fyrir því. „Við erum búin að missa Íslendingana. Það er hvergi hægt að fá bílastæði og þeir nenna ekki að standa í þessu. Ég er mest að sauma fyrir konur á besta aldri og þær bara treysta sér ekki í bæinn. Enda eru verslanir að gefast upp hér og flytja upp í Skipholt og inn í Skeifuna og annað eða eru hreinlega hættar.“ Þá segir Hildur að lokanirnar eigi sér jafnvel enn skuggalegri hliðar. „Hér á nóttunni þrífst alls konar ósómi,“ segir hún. „Það er verið að selja eiturlyf og það er veggjakrot og vitleysa vegna þess að lögreglan sést hér ekki. Hún kemst ekki á bílunum inn í þessar lokuðu götur og hún fer ekki fótgangandi að nóttu til af öryggisástæðum. Ástandið verður alltaf verra og verra.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
„Ég held að það geti ekki verið löglegt að læsa mann svona inni,“ segir Hildur Bolladóttir kjólameistari sem lenti í mikill töf við að komast með sjúkrabíl á spítala vegna lokunar á Skólavörðustíg þar sem hún býr. Hildur og eiginmaður hennar, Ófeigur Björnsson gullsmiður, eiga húsið á Skólavörðustíg 5 og bæði búa þar og reka sína atvinnustarfsemi. Um miðjan ágúst veiktist Hildur skyndilega og þurfti á sjúkrabíl að halda. Þá vandaðist málið. „Hér er gatan lokuð við Bergstaðastræti fimm mánuði á ári með hengilás og þeir sem voru á sjúkrabílnum höfðu ekki lykil að hliðinu,“ segir Hildur. Þrátt fyrir að sjúkrabíll hafi verið nærri í miðbænum þegar hringt hafi verið fyrir hana hafi gengið seint að komast frá staðnum aftur. Sjúkrabílnum hafi verið ekið í öfuga akstursstefnu upp Skólavörðustíg og snúið þar við með herkjum til að koma Hildi á brott. „Sjúkrabílinn ætlaði að halda áfram upp eftir en gat ekki opnað hliðið og þurfti að snúa við,“ segir Hildur. Aðeins sé opið fyrir bíla niður Skólavörðustíginn milli klukkan átta og ellefu á morgnana svo hægt sé að aka með vörur að verslunum. Klukkan hafi verið eitt eftir hádegi þegar hún veiktist skyndilega, svo hún datt út og vissi ekki af sér. „Læknirinn í bílnum sagði mér að það benti allt til þess að það hefði blætt inn á heila og þá er þetta mínútuspursmál. Sem betur hafði ekki blætt inn á heila en það hefði getað farið verr því þetta náttúrlega tafði alveg heilmikið.“ Hildur segir áhrifin af lokunum gatna á verslun og þjónustu í miðbænum vera svakaleg. Þau hjónin finni vel fyrir því. „Við erum búin að missa Íslendingana. Það er hvergi hægt að fá bílastæði og þeir nenna ekki að standa í þessu. Ég er mest að sauma fyrir konur á besta aldri og þær bara treysta sér ekki í bæinn. Enda eru verslanir að gefast upp hér og flytja upp í Skipholt og inn í Skeifuna og annað eða eru hreinlega hættar.“ Þá segir Hildur að lokanirnar eigi sér jafnvel enn skuggalegri hliðar. „Hér á nóttunni þrífst alls konar ósómi,“ segir hún. „Það er verið að selja eiturlyf og það er veggjakrot og vitleysa vegna þess að lögreglan sést hér ekki. Hún kemst ekki á bílunum inn í þessar lokuðu götur og hún fer ekki fótgangandi að nóttu til af öryggisástæðum. Ástandið verður alltaf verra og verra.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira