Engin leið að greina uppruna Fresco-músarinnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. september 2017 15:00 Tveggja til þriggja vikna músarungi fannst í Fresco salati í vikunni. Talið er að hún hafi borist til landsins í spínatpoka. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur „Engir ytri áverkar voru á dýrinu og dánarorsök var óþekkt,“ segir Óskar Ísfeld Sigurðsson deildarstjóri matvælaeftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í samtali við Vísi um músarungann sem fannst í Fresco salati á þriðjudag. Unginn var sendur í greiningu þar sem átti að reyna að kanna hvort hann sé íslenskur eða hafi borist hingað til lands með matvælum. Í dag fékk Heilbrigðiseftirlitið skriflega skýrslu frá sérfræðingnum sem rannsakaði málið hjá Keldum, tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði.Spínatið innkallað til að tryggja öryggiÓskar segir að í skýrslunni komi fram að nagdýrið var 6,1 gramm að þyngd og 111 millímetrar að lengd, þar af var skottið 55 millímetrar. Útfrá lengd og þyngd er talið að músarunginn hafi verið tveggja til þriggja vikna gamall þegar hann drapst, ef tekið er mið af vaxtarkúrfu. Ekki var hægt að greina hvenær dýrið hafði drepist eða hvernig, engir ytri áverkar voru á því. Unnið var út frá þeirri kenningu að músarunginn hafi borist hingað í lokuðum spínatpoka. Azora spínatið var innkallað í kjölfarið í varúðarsjónarmiði eftir að tilkynnt var um aðskotahlutinn í salatinu. „Við unnum útfrá þessari tilgátu til þess að tryggja öryggi þessara matvæla og tryggja öryggi neytenda,“ segir Óskar. Í skýrslunni kemur fram að ekki var hægt að greina hvort dýrið hafi verið innlent eða nýlega innflutt. „Þar kemur fram að þetta sé húsamús að latneska heitinu Mus mus culus.“Telja enn að líklegast hafi músin komið með spínatinuInnihald maga ungans var skoðaður og allur meltingarvefur dýrsins var fullur af því sem virtist vera korn og fræ. Engin fersk græn blöð var að finna í maga músarungans svo ef hún kom til Íslands í spínatpoka var hún væntanlega ekki lifandi í pokanum, dýrið hafði nýlega borðað áður en það drapst. „Það verður aldrei hægt að segja raunverulega af eða á um það,“ svarar Óskar aðspurður um það hvort hægt sé að staðfesta að kenningin sem unnið er út frá sé rétt. „Við teljum ennþá að okkar tilgáta sé líklegasta skýringin á því sem hafi gerst.“ Hann segir að salatfyrirtækið hafi nú breytt um verklag hvað varðar þvott á spínati og öðrum matjurtum sem höfðu ekki verið þvegnar. Spínat verður nú alltaf þvegið á veitingastaðnum. „Það kom alveg skýrt fram að það hefur ekki verið þvegið. Við fengum upplýsingar um það strax sama kvöld að þessu verklagi verður breytt. Það var búið að eyða allri þessari vöru sem lá undir grun og það var engin ástæða til þess að staðurinn væri lokaður áfram.“ Tengdar fréttir Spínat innkallað vegna músarmálsins Innes hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað innflutt spínat í 150 gr. og 500 gr. einingum vegna gruns um aðskotahlut. 19. september 2017 13:49 „Músin kom í salatið af völdum manna sem vilja okkur eitthvað illt“ Einar Ásgeirsson, einn eigenda og stjórnarformaður Fresco, segi algjörlega útilokað að músarungi sem karlmaður um þrítugt segist hafa fundið í salati sem hann keypti hjá Fresco, hafi verið í salatinu þegar maðurinn yfirgaf staðinn. 19. september 2017 12:54 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
„Engir ytri áverkar voru á dýrinu og dánarorsök var óþekkt,“ segir Óskar Ísfeld Sigurðsson deildarstjóri matvælaeftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í samtali við Vísi um músarungann sem fannst í Fresco salati á þriðjudag. Unginn var sendur í greiningu þar sem átti að reyna að kanna hvort hann sé íslenskur eða hafi borist hingað til lands með matvælum. Í dag fékk Heilbrigðiseftirlitið skriflega skýrslu frá sérfræðingnum sem rannsakaði málið hjá Keldum, tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði.Spínatið innkallað til að tryggja öryggiÓskar segir að í skýrslunni komi fram að nagdýrið var 6,1 gramm að þyngd og 111 millímetrar að lengd, þar af var skottið 55 millímetrar. Útfrá lengd og þyngd er talið að músarunginn hafi verið tveggja til þriggja vikna gamall þegar hann drapst, ef tekið er mið af vaxtarkúrfu. Ekki var hægt að greina hvenær dýrið hafði drepist eða hvernig, engir ytri áverkar voru á því. Unnið var út frá þeirri kenningu að músarunginn hafi borist hingað í lokuðum spínatpoka. Azora spínatið var innkallað í kjölfarið í varúðarsjónarmiði eftir að tilkynnt var um aðskotahlutinn í salatinu. „Við unnum útfrá þessari tilgátu til þess að tryggja öryggi þessara matvæla og tryggja öryggi neytenda,“ segir Óskar. Í skýrslunni kemur fram að ekki var hægt að greina hvort dýrið hafi verið innlent eða nýlega innflutt. „Þar kemur fram að þetta sé húsamús að latneska heitinu Mus mus culus.“Telja enn að líklegast hafi músin komið með spínatinuInnihald maga ungans var skoðaður og allur meltingarvefur dýrsins var fullur af því sem virtist vera korn og fræ. Engin fersk græn blöð var að finna í maga músarungans svo ef hún kom til Íslands í spínatpoka var hún væntanlega ekki lifandi í pokanum, dýrið hafði nýlega borðað áður en það drapst. „Það verður aldrei hægt að segja raunverulega af eða á um það,“ svarar Óskar aðspurður um það hvort hægt sé að staðfesta að kenningin sem unnið er út frá sé rétt. „Við teljum ennþá að okkar tilgáta sé líklegasta skýringin á því sem hafi gerst.“ Hann segir að salatfyrirtækið hafi nú breytt um verklag hvað varðar þvott á spínati og öðrum matjurtum sem höfðu ekki verið þvegnar. Spínat verður nú alltaf þvegið á veitingastaðnum. „Það kom alveg skýrt fram að það hefur ekki verið þvegið. Við fengum upplýsingar um það strax sama kvöld að þessu verklagi verður breytt. Það var búið að eyða allri þessari vöru sem lá undir grun og það var engin ástæða til þess að staðurinn væri lokaður áfram.“
Tengdar fréttir Spínat innkallað vegna músarmálsins Innes hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað innflutt spínat í 150 gr. og 500 gr. einingum vegna gruns um aðskotahlut. 19. september 2017 13:49 „Músin kom í salatið af völdum manna sem vilja okkur eitthvað illt“ Einar Ásgeirsson, einn eigenda og stjórnarformaður Fresco, segi algjörlega útilokað að músarungi sem karlmaður um þrítugt segist hafa fundið í salati sem hann keypti hjá Fresco, hafi verið í salatinu þegar maðurinn yfirgaf staðinn. 19. september 2017 12:54 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Spínat innkallað vegna músarmálsins Innes hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað innflutt spínat í 150 gr. og 500 gr. einingum vegna gruns um aðskotahlut. 19. september 2017 13:49
„Músin kom í salatið af völdum manna sem vilja okkur eitthvað illt“ Einar Ásgeirsson, einn eigenda og stjórnarformaður Fresco, segi algjörlega útilokað að músarungi sem karlmaður um þrítugt segist hafa fundið í salati sem hann keypti hjá Fresco, hafi verið í salatinu þegar maðurinn yfirgaf staðinn. 19. september 2017 12:54