Moskva bíður eftir Manchester United Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. september 2017 06:00 Það var létt yfir Mourinho á fundinum í gær. vísir/getty Manchester United á góðar minningar frá Moskvu. Þar varð félagið Meistaradeildarmeistari árið 2008 eftir dramatískan úrslitaleik gegn Chelsea þar sem úrslit réðust ekki fyrr en eftir vítaspyrnukeppni. Það eru engin slík verðlaun í boði í kvöld er liðið sækir CSKA Moskvu heim í A-riðli Meistaradeildarinnar. Þetta er toppslagur í riðlinum enda unnu bæði lið sína leiki í fyrstu umferð. Man. Utd lagði Basel á heimavelli á meðan CSKA sótti sterkan útisigur gegn Benfica í Portúgal. Þetta er í þriðja sinn sem þessi lið lenda saman í riðli í Meistaradeildinni og CSKA hefur aldrei náð að vinna. Liðin hafa þó tvisvar gert jafntefli í fjórum leikjum. Í Moskvu fór 0-1 fyrir United en árið 2015 gerðu liðin 1-1 jafntefli. Man. Utd verður án Paul Pogba, Marouane Fellaini og Michael Carrick en þeir eru allir meiddir. Allt miðjumenn og munar um minna. „Við eigum ekki margar lausnir en munum reyna að setja saman lið fyrir þennan leik sem hefur gæði og jafnvægi. Takmarkið er alltaf að sækja til sigurs,“ segir Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, en hann segist eiga eftir að sakna Fellaini sérstaklega mikið en hann meiddist í leiknum gegn Southampton á dögunum. „Hann var heppinn að meiðast ekki verr en ella. Hann hefði getað verið lengur frá en ég reikna ekki með honum næstu vikurnar.“ Margir bíða slefandi af spennu fyrir leik PSG og Bayern en þar fær franska ofurliðið loksins verðugan andstæðing í vetur. Lið PSG var mjög gott en viðbótin með Neymar og Kylian Mbappé gerir liðið auðvitað stórkostlegt. Joshua Kimmich, varnarmaður Bayern, bíður mjög spenntur eftir því að fá tækifæri til þess að glíma við Neymar. „Ég er ekkert hræddur við að mæta Neymar. Bara spenntur. Neymar er sá besti í heiminum einn á einn þannig að það verður einstaklega gaman að glíma við hann,“ sagði Þjóðverjinn brattur. „Maður æfir alla daga fyrir svona leiki. Svona leikir eru ástæðan fyrir því að maður er í fótbolta.“ Þessi lið munu klárlega berjast um toppsætið í þessum riðli en PSG valtaði yfir Celtic í fyrstu umferð, 5-0, á meðan Bayern vann sannfærandi 3-0 sigur á Anderlecht. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Manchester United á góðar minningar frá Moskvu. Þar varð félagið Meistaradeildarmeistari árið 2008 eftir dramatískan úrslitaleik gegn Chelsea þar sem úrslit réðust ekki fyrr en eftir vítaspyrnukeppni. Það eru engin slík verðlaun í boði í kvöld er liðið sækir CSKA Moskvu heim í A-riðli Meistaradeildarinnar. Þetta er toppslagur í riðlinum enda unnu bæði lið sína leiki í fyrstu umferð. Man. Utd lagði Basel á heimavelli á meðan CSKA sótti sterkan útisigur gegn Benfica í Portúgal. Þetta er í þriðja sinn sem þessi lið lenda saman í riðli í Meistaradeildinni og CSKA hefur aldrei náð að vinna. Liðin hafa þó tvisvar gert jafntefli í fjórum leikjum. Í Moskvu fór 0-1 fyrir United en árið 2015 gerðu liðin 1-1 jafntefli. Man. Utd verður án Paul Pogba, Marouane Fellaini og Michael Carrick en þeir eru allir meiddir. Allt miðjumenn og munar um minna. „Við eigum ekki margar lausnir en munum reyna að setja saman lið fyrir þennan leik sem hefur gæði og jafnvægi. Takmarkið er alltaf að sækja til sigurs,“ segir Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, en hann segist eiga eftir að sakna Fellaini sérstaklega mikið en hann meiddist í leiknum gegn Southampton á dögunum. „Hann var heppinn að meiðast ekki verr en ella. Hann hefði getað verið lengur frá en ég reikna ekki með honum næstu vikurnar.“ Margir bíða slefandi af spennu fyrir leik PSG og Bayern en þar fær franska ofurliðið loksins verðugan andstæðing í vetur. Lið PSG var mjög gott en viðbótin með Neymar og Kylian Mbappé gerir liðið auðvitað stórkostlegt. Joshua Kimmich, varnarmaður Bayern, bíður mjög spenntur eftir því að fá tækifæri til þess að glíma við Neymar. „Ég er ekkert hræddur við að mæta Neymar. Bara spenntur. Neymar er sá besti í heiminum einn á einn þannig að það verður einstaklega gaman að glíma við hann,“ sagði Þjóðverjinn brattur. „Maður æfir alla daga fyrir svona leiki. Svona leikir eru ástæðan fyrir því að maður er í fótbolta.“ Þessi lið munu klárlega berjast um toppsætið í þessum riðli en PSG valtaði yfir Celtic í fyrstu umferð, 5-0, á meðan Bayern vann sannfærandi 3-0 sigur á Anderlecht.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira