Þurfa strákarnir okkar að taka eyrnatappa með til Tyrklands? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2017 13:45 Timo Werner leið mjög illa í gærkvöldi en hávaðinn á vellinum var svakalegur. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar næst út í Tyrklandi í undankeppni HM í Rússland 2018 og ef marka má hávaðann á leik í Tyrklandi í Meistaradeildinni í gærkvöldi þá eiga strákarnir okkar von á alvöru áreiti í þessum leik. Stuðningsmenn Beskitas gerðu lífið óbærilegt fyrir einn besta leikmann Leipzig liðsins í leiknum og það er ekki á hverjum degi sem háværir stuðningsmenn framkalla skiptingu í alþjóðlegum fótbolta. Þýski landsliðsmaðurinn Timo Werner þurfti hinsvegar að biðja um skiptingu eftir aðeins 32 mínútur í leik Beskitas og Leipzig í Meistaradeildinni í gær. Werner hafði áður reynt að spila með eyrnatappa og sást setja hendurnar fyrir eyrun áður en hann varð að yfirgefa leikinn. Beskitas vann leikinn 2-0 og hefur nú ekki tapað í tíu heimaleikjum í röð í Evrópukeppninni.timo werner vs tiner pic.twitter.com/d8V4WazahP — bilalJK (@koyicinden) September 26, 2017 Ísland mætir Tyrklandi á nýja Eskisehir leikvanginum í Eskisehir eftir níu daga þar sem Tyrkir unnu 1-0 sigur á Króötum í síðasta leik. Leikur íslenska liðsins fer fram föstudagskvöldið 6. október næstkomandi. Nú er bara spurning um hvort að íslensku strákarnir þurfi að taka eyrnatappa með til Tyrklands. Það er í það minnsta ljóst að þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið og íslenska liðið má ekki við að missa leikmenn útaf vellinum vegna hávaða. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, þarf jafnvel að leita einhverra leiða til að undirbúa leikmenn liðsins fyrir að spila í svona miklum hávaða. Íslenska liðið tapaði 1-0 á móti Tyrklandi þegar liðið var á sömu slóðum í undankeppni EM 2016. Þá hafði íslenska liðið reyndar þegar tryggt sig inn á EM en Tyrkir komust þangað með sigrinum á Íslandi. Tyrkneska liðið byrjaði undankeppnina illa en liðinu hefur tekist að snúa við blaðinu með því að vinna fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Tyrkir komust upp í þriðja sæti riðilsins með sigrinum á Króötum og komast upp fyrir Ísland með sigri. Króatía og Ísland eru efst í riðlinum með tveimur stigum meira en Tyrkland og Úkraína en Króatar eru með fimm marka forskot á íslenska liðið í markatölu. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar næst út í Tyrklandi í undankeppni HM í Rússland 2018 og ef marka má hávaðann á leik í Tyrklandi í Meistaradeildinni í gærkvöldi þá eiga strákarnir okkar von á alvöru áreiti í þessum leik. Stuðningsmenn Beskitas gerðu lífið óbærilegt fyrir einn besta leikmann Leipzig liðsins í leiknum og það er ekki á hverjum degi sem háværir stuðningsmenn framkalla skiptingu í alþjóðlegum fótbolta. Þýski landsliðsmaðurinn Timo Werner þurfti hinsvegar að biðja um skiptingu eftir aðeins 32 mínútur í leik Beskitas og Leipzig í Meistaradeildinni í gær. Werner hafði áður reynt að spila með eyrnatappa og sást setja hendurnar fyrir eyrun áður en hann varð að yfirgefa leikinn. Beskitas vann leikinn 2-0 og hefur nú ekki tapað í tíu heimaleikjum í röð í Evrópukeppninni.timo werner vs tiner pic.twitter.com/d8V4WazahP — bilalJK (@koyicinden) September 26, 2017 Ísland mætir Tyrklandi á nýja Eskisehir leikvanginum í Eskisehir eftir níu daga þar sem Tyrkir unnu 1-0 sigur á Króötum í síðasta leik. Leikur íslenska liðsins fer fram föstudagskvöldið 6. október næstkomandi. Nú er bara spurning um hvort að íslensku strákarnir þurfi að taka eyrnatappa með til Tyrklands. Það er í það minnsta ljóst að þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið og íslenska liðið má ekki við að missa leikmenn útaf vellinum vegna hávaða. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, þarf jafnvel að leita einhverra leiða til að undirbúa leikmenn liðsins fyrir að spila í svona miklum hávaða. Íslenska liðið tapaði 1-0 á móti Tyrklandi þegar liðið var á sömu slóðum í undankeppni EM 2016. Þá hafði íslenska liðið reyndar þegar tryggt sig inn á EM en Tyrkir komust þangað með sigrinum á Íslandi. Tyrkneska liðið byrjaði undankeppnina illa en liðinu hefur tekist að snúa við blaðinu með því að vinna fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Tyrkir komust upp í þriðja sæti riðilsins með sigrinum á Króötum og komast upp fyrir Ísland með sigri. Króatía og Ísland eru efst í riðlinum með tveimur stigum meira en Tyrkland og Úkraína en Króatar eru með fimm marka forskot á íslenska liðið í markatölu.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Sjá meira