Aðstaða fyrir ferðalanga í neyð opnuð á suðausturlandi Þórdís Valsdóttir skrifar 27. september 2017 18:00 Á myndinni má sjá staðsetningu félagsheimilanna sem Lögreglan á Suðurlandi hefur opnað fyrir ferðalanga sem ekki hafa í önnur hús að vernda. Vísir Gríðarleg úrkoma hefur verið á Suðausturlandi og Austfjörðum undanfarna daga og hafa vegir skemmst víða vegna vatnavaxta. Þjóðvegi 1 var lokað í dag við Hólmsá á Mýrum og hefur Lögreglan á Suðurlandi brugðið á það ráð að opna aðstöðu fyrir ferðalanga sem komast ekki leiða sinna. Tvö félagsheimili hafa verið útbúin á svæðinu, annað í Hofgarði og hitt í Mánagarði. Húsin eru staðsett sitt hvorum megin við lokun þjóðvegarins.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, sagði að enginn væri kominn í húsin nú á sjötta tímanum og ekki er vitað við hversu mörgum megi búast. „Við hvetjum fólk til þess að finna sér aðra gistingu, ef mögulegt er.“ Lögreglan býst við því að fá innlenda jafnt sem erlenda ferðamenn en aðstaðan er opin öllum þeim sem ekki eiga í önnur hús að vernda. Gunnar Ingi Valgeirsson, forstöðumaður á Mánagarði, segir að íþróttahúsið og samkomuhúsið sé vel útbúið til að taka á móti fólki. „Þetta er fimleikasalur svo það er nóg af dýnum og eldhúsið er vel útbúið,“ sagði Gunnar Ingi. Úrhellisrigning hefur verið á svæðinu síðustu daga og arað hafði verið við vatnavöxtum. Þrátt fyrir að útlit hafi verið fyrir mikið regn sagði veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í dag að vatnavextirnir á Fljótsdalshéraði hafi komið á óvart. Sveinn Kristján segir að óvíst sé hvenær vegurinn muni verða opnaður aftur en útlit er fyrir að hann verði ekki opnaður fyrr en seinnipart fimmtudags. Tengdar fréttir Hæð yfir Finnlandi heldur Austurlandi í járngreipum úrhellisins Miklir vatnavextir á Fljótsdalshéraði komu á óvart, þrátt fyrir viðvaranir. 27. september 2017 16:30 Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira
Gríðarleg úrkoma hefur verið á Suðausturlandi og Austfjörðum undanfarna daga og hafa vegir skemmst víða vegna vatnavaxta. Þjóðvegi 1 var lokað í dag við Hólmsá á Mýrum og hefur Lögreglan á Suðurlandi brugðið á það ráð að opna aðstöðu fyrir ferðalanga sem komast ekki leiða sinna. Tvö félagsheimili hafa verið útbúin á svæðinu, annað í Hofgarði og hitt í Mánagarði. Húsin eru staðsett sitt hvorum megin við lokun þjóðvegarins.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, sagði að enginn væri kominn í húsin nú á sjötta tímanum og ekki er vitað við hversu mörgum megi búast. „Við hvetjum fólk til þess að finna sér aðra gistingu, ef mögulegt er.“ Lögreglan býst við því að fá innlenda jafnt sem erlenda ferðamenn en aðstaðan er opin öllum þeim sem ekki eiga í önnur hús að vernda. Gunnar Ingi Valgeirsson, forstöðumaður á Mánagarði, segir að íþróttahúsið og samkomuhúsið sé vel útbúið til að taka á móti fólki. „Þetta er fimleikasalur svo það er nóg af dýnum og eldhúsið er vel útbúið,“ sagði Gunnar Ingi. Úrhellisrigning hefur verið á svæðinu síðustu daga og arað hafði verið við vatnavöxtum. Þrátt fyrir að útlit hafi verið fyrir mikið regn sagði veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í dag að vatnavextirnir á Fljótsdalshéraði hafi komið á óvart. Sveinn Kristján segir að óvíst sé hvenær vegurinn muni verða opnaður aftur en útlit er fyrir að hann verði ekki opnaður fyrr en seinnipart fimmtudags.
Tengdar fréttir Hæð yfir Finnlandi heldur Austurlandi í járngreipum úrhellisins Miklir vatnavextir á Fljótsdalshéraði komu á óvart, þrátt fyrir viðvaranir. 27. september 2017 16:30 Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira
Hæð yfir Finnlandi heldur Austurlandi í járngreipum úrhellisins Miklir vatnavextir á Fljótsdalshéraði komu á óvart, þrátt fyrir viðvaranir. 27. september 2017 16:30
Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30
Aldrei séð svona mikið úrhelli Þetta er það mesta sem ég nokkurn tímann séð. Sama segir pabbi, segir Eiður Ragnarsson á Bragðavöllum í Hamarsfirði á Austurlandi. 27. september 2017 14:45