Herða eftirlit með lyfseðilsskyldum lyfjum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. september 2017 20:00 Lyfjastofnun hyggst herða eftirlit með ávísunum lyfseðilsskyldra lyfja vegna aukinnar misnotkunar á þeim. Forstjóri Lyfjastofnunar segir dauðsföllum af völdum lyfjaeitrunar hafa fjölgað undanfarin misseri og að núverandi eftirlit nægi ekki. Lyfjamisnotkun hefur aukist mjög hér á landi, þrátt fyrir að dregið hafi úr henni á öðrum Norðurlöndum. Heilbrigðisyfirvöld hafa reynt að grípa inn í og aukið eftirlit – meðal annars með því að setja á fót sérstakan lyfjagagnagrunn sem á að koma í veg fyrir svokallað læknaráp. Lyfjastofnun hefur nú boðað aðgerðir vegna málsins, en um er að ræða takmörkun á heimild til ávísunar eftirritunarskyldra lyfja sem á að taka gildi fyrsta nóvember næstkomandi. Almennt verður horft til þrjátíu daga magns en í þeim tilvikum þar sem skammtar lyfs eru breytilegir verður tekin ákvörðun á forsendum hvers lyfs fyrir sig. Verkefninu verður skipt upp í áfanga og nær í fyrstu til ávanabindandi lyfja á borð við concerta, fentanýl, morfín, oxýkódon og tramadol. „Það hefur verið umræða um fjölgun dauðsfalla vegna lyfjaeitrana og það eru ákveðin lyf sem eru tilgreind þar, og eru meðal annars þau lyf sem við erum að horfa til,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvanndal, forstjóri Lyfjastofnunar. „Þetta mun hafa áhrif bæði á sjúklinga og lækna. Fólk fær minna afgreitt og þarf hugsanlega að fara oftar til lækna og læknar þurfa að ávísa, en við höfum óskað eftir athugasemdum og umsögnum um þessar aðgerðir, við erum ekki að fara í þetta bara einhliða,“ segir Rúna, en umsagnarfrestur er til 30. september næstkomandi. Rúna segir að eftirlit með lyfjaávísunum og lyfjanotkun sé almennt öflugt – en að það dugi þó ekki, enda sýni nýlegar tölur fram á aukningu á misnotkun lyfja hér á landi, á sama tíma og dregið hefur úr misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja í öðrum Norðurlöndum. Hún segir að þrátt fyrir að lyfjagagnagrunnurinn hafi gefið góða raun, þurfi að gera betur. „Við teljum að það dugi að einhverju leyti til, en við höfum umsjón með afgreiðslu lyfja og hvað má ávísa miklu. Þeir [landlæknisembættið] skoða ávísunarvenjur lækna og það er mjög mikilvægt að öll heilbrigðisyfirvöld sem koma að þessu taki höndum saman. Við höfum kynnt þetta fyrir landlækni, gerðum það í byrjun mánaðarins á sameiginlegum fundi. Þeir eru meðvitaðir um þessar aðgerðir og þeir eru með sínar aðgerðir og sitt eftirlit, en þetta verður allt að styðja hvert annað,“ segir hún. Rúna bendir sömuleiðis á að auka þurfi fræðslu, með lyfjanotkun og lyfjaskilum, og bendir á að hægt sé að skila gömlum lyfjum í apótek til eyðingar, líkt og sjá má á vefnum Lyfjaskil.is. Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Lyfjastofnun hyggst herða eftirlit með ávísunum lyfseðilsskyldra lyfja vegna aukinnar misnotkunar á þeim. Forstjóri Lyfjastofnunar segir dauðsföllum af völdum lyfjaeitrunar hafa fjölgað undanfarin misseri og að núverandi eftirlit nægi ekki. Lyfjamisnotkun hefur aukist mjög hér á landi, þrátt fyrir að dregið hafi úr henni á öðrum Norðurlöndum. Heilbrigðisyfirvöld hafa reynt að grípa inn í og aukið eftirlit – meðal annars með því að setja á fót sérstakan lyfjagagnagrunn sem á að koma í veg fyrir svokallað læknaráp. Lyfjastofnun hefur nú boðað aðgerðir vegna málsins, en um er að ræða takmörkun á heimild til ávísunar eftirritunarskyldra lyfja sem á að taka gildi fyrsta nóvember næstkomandi. Almennt verður horft til þrjátíu daga magns en í þeim tilvikum þar sem skammtar lyfs eru breytilegir verður tekin ákvörðun á forsendum hvers lyfs fyrir sig. Verkefninu verður skipt upp í áfanga og nær í fyrstu til ávanabindandi lyfja á borð við concerta, fentanýl, morfín, oxýkódon og tramadol. „Það hefur verið umræða um fjölgun dauðsfalla vegna lyfjaeitrana og það eru ákveðin lyf sem eru tilgreind þar, og eru meðal annars þau lyf sem við erum að horfa til,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvanndal, forstjóri Lyfjastofnunar. „Þetta mun hafa áhrif bæði á sjúklinga og lækna. Fólk fær minna afgreitt og þarf hugsanlega að fara oftar til lækna og læknar þurfa að ávísa, en við höfum óskað eftir athugasemdum og umsögnum um þessar aðgerðir, við erum ekki að fara í þetta bara einhliða,“ segir Rúna, en umsagnarfrestur er til 30. september næstkomandi. Rúna segir að eftirlit með lyfjaávísunum og lyfjanotkun sé almennt öflugt – en að það dugi þó ekki, enda sýni nýlegar tölur fram á aukningu á misnotkun lyfja hér á landi, á sama tíma og dregið hefur úr misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja í öðrum Norðurlöndum. Hún segir að þrátt fyrir að lyfjagagnagrunnurinn hafi gefið góða raun, þurfi að gera betur. „Við teljum að það dugi að einhverju leyti til, en við höfum umsjón með afgreiðslu lyfja og hvað má ávísa miklu. Þeir [landlæknisembættið] skoða ávísunarvenjur lækna og það er mjög mikilvægt að öll heilbrigðisyfirvöld sem koma að þessu taki höndum saman. Við höfum kynnt þetta fyrir landlækni, gerðum það í byrjun mánaðarins á sameiginlegum fundi. Þeir eru meðvitaðir um þessar aðgerðir og þeir eru með sínar aðgerðir og sitt eftirlit, en þetta verður allt að styðja hvert annað,“ segir hún. Rúna bendir sömuleiðis á að auka þurfi fræðslu, með lyfjanotkun og lyfjaskilum, og bendir á að hægt sé að skila gömlum lyfjum í apótek til eyðingar, líkt og sjá má á vefnum Lyfjaskil.is.
Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira