RÚV taldi ódýrara að greiða Guðmundi Spartakus 2,5 milljónir króna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. september 2017 06:00 RÚV hefur neitað að afhenda fréttastofu sáttina sem gerð var við Guðmund Spartakus. Neitunin hefur verið kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Vísir Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins mátu það svo að það væri fjárhagslega hagkvæmara fyrir stofnunina að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir króna í miskabætur fremur en að láta reyna á fréttaflutning sinn fyrir dómstólum. Að sögn skrifstofustjóra Ríkisútvarpsins hefur stofnunin aldrei áður farið þá leið að greiða fyrir sátt vegna málshöfðunar. Guðmundur Spartakus Ómarsson höfðaði meiðyrðamál gegn Ríkisútvarpinu vegna á þriðja tugs ummæla sem birtust í fréttum í maí í fyrra og vörðuðu meinta aðkomu Guðmundar að fíkniefnaviðskiptum í Brasilíu og Paragvæ. Fréttir Ríkisútvarpsins byggðu á umfjöllun dagblaðsins ABC í Paragvæ og blaðamanni þess. Guðmundur krafðist alls 10 milljóna króna í bætur frá Ríkisútvarpinu frá fjórum starfsmönnum og átti að taka málið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Á mánudag barst fréttatilkynning frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, lögmanni Guðmundar, þess efnis að samkomulag hefði náðst um málalok. Það fól í sér að Guðmundur félli frá kröfum sínum en fengi greiddan málskostnað og miskabætur sem Vísir upplýsti síðar að næmu 2,5 milljónum króna. Þessi sáttagreiðsla hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars í ljósi þess að fjölmiðlamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson var nýverið sýknaður í héraðsdómi af kröfum Guðmundar vegna fréttaflutnings af sama máli. Fréttablaðið leitaði skýringa á því hvers vegna Ríkisútvarpið hefði ákveðið að semja um greiðslu bóta í stað þess að láta reyna á málið fyrir dómstólum og hvort það hefði verið talið ódýrara fyrir stofnunina.Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins.Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, segir í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins að vissulega byggi ákvörðunin á hagsmunamati. „Almennt séð er það vissulega svo, og líkt og leiðir af eðli málsins, að þegar málum er lokið með samkomulagi, líkt og hér um ræðir, þá byggir slíkt á hagsmunamati, þ.m.t. lögfræðilegu- og fjárhagslegu.“ Af þessum svari má ráða að forsvarsmenn Ríkisútvarpsins hafi metið það svo að staða þeirra fyrir dómi væri hugsanlega veik og því fjárhagslega hagstæðara að greiða 2,5 milljónir króna til að ljúka málinu utan dómstóla en að eiga á hættu að tapa því fyrir dómi og vera gert að greiða allt að 10 milljónir í skaðabætur. Að sögn Margrétar er henni aðeins kunnugt um að einu sinni áður hafi Ríkisútvarpið samið um málalok utan dómstóla, en þar hafi ekki komið til greiðslu af neinu tagi. „Þar var fallið frá hvers konar stefnukröfum á hendur stefndu málsins, þ.m.t. RÚV, að frumkvæði stefnenda og í því fólst eins og gefur að skilja engin greiðsla af neinu tagi.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi 2,5 milljónir króna Til stóð að samkomulagið yrði trúnaðarmál en í ljósi óska fjölmiðla var heimilað að upplýsa um fjárhæðina. 25. september 2017 18:08 RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Ríkisútvarpið greiðir milljónir fyrir að fá málið út úr heiminum. 25. september 2017 12:40 RÚV neitar að veita upplýsingar um greiðslur til Guðmundar Spartakusar Vísir leitar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 25. september 2017 14:37 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins mátu það svo að það væri fjárhagslega hagkvæmara fyrir stofnunina að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir króna í miskabætur fremur en að láta reyna á fréttaflutning sinn fyrir dómstólum. Að sögn skrifstofustjóra Ríkisútvarpsins hefur stofnunin aldrei áður farið þá leið að greiða fyrir sátt vegna málshöfðunar. Guðmundur Spartakus Ómarsson höfðaði meiðyrðamál gegn Ríkisútvarpinu vegna á þriðja tugs ummæla sem birtust í fréttum í maí í fyrra og vörðuðu meinta aðkomu Guðmundar að fíkniefnaviðskiptum í Brasilíu og Paragvæ. Fréttir Ríkisútvarpsins byggðu á umfjöllun dagblaðsins ABC í Paragvæ og blaðamanni þess. Guðmundur krafðist alls 10 milljóna króna í bætur frá Ríkisútvarpinu frá fjórum starfsmönnum og átti að taka málið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Á mánudag barst fréttatilkynning frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, lögmanni Guðmundar, þess efnis að samkomulag hefði náðst um málalok. Það fól í sér að Guðmundur félli frá kröfum sínum en fengi greiddan málskostnað og miskabætur sem Vísir upplýsti síðar að næmu 2,5 milljónum króna. Þessi sáttagreiðsla hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars í ljósi þess að fjölmiðlamaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson var nýverið sýknaður í héraðsdómi af kröfum Guðmundar vegna fréttaflutnings af sama máli. Fréttablaðið leitaði skýringa á því hvers vegna Ríkisútvarpið hefði ákveðið að semja um greiðslu bóta í stað þess að láta reyna á málið fyrir dómstólum og hvort það hefði verið talið ódýrara fyrir stofnunina.Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins.Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, segir í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins að vissulega byggi ákvörðunin á hagsmunamati. „Almennt séð er það vissulega svo, og líkt og leiðir af eðli málsins, að þegar málum er lokið með samkomulagi, líkt og hér um ræðir, þá byggir slíkt á hagsmunamati, þ.m.t. lögfræðilegu- og fjárhagslegu.“ Af þessum svari má ráða að forsvarsmenn Ríkisútvarpsins hafi metið það svo að staða þeirra fyrir dómi væri hugsanlega veik og því fjárhagslega hagstæðara að greiða 2,5 milljónir króna til að ljúka málinu utan dómstóla en að eiga á hættu að tapa því fyrir dómi og vera gert að greiða allt að 10 milljónir í skaðabætur. Að sögn Margrétar er henni aðeins kunnugt um að einu sinni áður hafi Ríkisútvarpið samið um málalok utan dómstóla, en þar hafi ekki komið til greiðslu af neinu tagi. „Þar var fallið frá hvers konar stefnukröfum á hendur stefndu málsins, þ.m.t. RÚV, að frumkvæði stefnenda og í því fólst eins og gefur að skilja engin greiðsla af neinu tagi.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi 2,5 milljónir króna Til stóð að samkomulagið yrði trúnaðarmál en í ljósi óska fjölmiðla var heimilað að upplýsa um fjárhæðina. 25. september 2017 18:08 RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Ríkisútvarpið greiðir milljónir fyrir að fá málið út úr heiminum. 25. september 2017 12:40 RÚV neitar að veita upplýsingar um greiðslur til Guðmundar Spartakusar Vísir leitar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 25. september 2017 14:37 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi 2,5 milljónir króna Til stóð að samkomulagið yrði trúnaðarmál en í ljósi óska fjölmiðla var heimilað að upplýsa um fjárhæðina. 25. september 2017 18:08
RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Ríkisútvarpið greiðir milljónir fyrir að fá málið út úr heiminum. 25. september 2017 12:40
RÚV neitar að veita upplýsingar um greiðslur til Guðmundar Spartakusar Vísir leitar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 25. september 2017 14:37