Innlent

Óvissustig almannavarna vegna úrkomu og vatnavaxta á Mýrum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Svona leit göngubrúin yfir Hólmsá á Mýrum út eftir hamfarirnar í gær.
Svona leit göngubrúin yfir Hólmsá á Mýrum út eftir hamfarirnar í gær. Jón Kjartansson
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna vegan úrkomu og vatnavaxta á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. 

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að þjóðvegur 1 sé í sundur austan við Hólmsá á Mýrum í Hornafirði. Þá er brúin yfir Steinavötn í Suðursveit lokuð fyrir allri umferð. 

„Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. 

Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. 

Rauði punkturinn vinstra megin sýnir staðsetningu brúarinnar yfir Steinavötn. Sá hægra megin sýnir hvar Hólmsá rennur til áleiðis til sjávar en rétt austan við hana er þjóðvegurinn í sundur.Loftmyndir.is
Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að óvissustigið þýði að verið sé að skoða og meta allar aðstæður. 

„Þyrla Landhelgisgæslunnar er núna að fara að fljúga yfir og skoða ástand brúm, vegum, girðingum og varnarmannvirkjum. Þannig að það er bara verið að fara yfir þetta allt,“ segir Sveinn. 

Með Landhelgisgæslunni í för eru verkfræðingar frá Vegagerðinni sem munu meðal annars kanna ástandið á brúnni yfir Steinavötn.


Tengdar fréttir

Alvarlegt ástand fyrir austan

Alls komu um fimmtíu manns í fjöldarhjálparstöðvar í gærkvöldi sem opnaðar voru vegna veðursins, annars vegar í Hofgarði og hins í Mánagarði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×