Alvarlegt ástand fyrir austan Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2017 08:33 Á meðal þess sem hefur skemmst í vatnavöxtunum er göngubrú yfir Hólmsá á Mýrum. jón kjartansson Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveitanna á Suðausturlandi, segir að ekki þurfi að fara í grafgötur með það að ástandið fyrir austan sé alvarlegt vegna gríðarlegra vatnavaxta og flóða sem fylgt hafa mikilli úrkomu þar í gær og í nótt. Ekki stytti upp í nótt á svæðinu og enn rignir. Þá er þjóðvegur 1 á vegakafla milli Hoffellsár og Flateyjar á Mýrum enn lokaður. Landhelgisgæslan mun í dag fljúga yfir svæðið og kanna ástand vega og brúa. Þá funda viðbragðsaðilar klukkan níu. „Hér er bara rok og rigning og svipuð staða og gærkvöldi. Það er jákvæð veðurspá fyrir daginn í dag en svo á að byrja að rigna aftur á morgun,“ segir Friðrik í samtali við Vísi sem staddur er á Höfn. Sjá einnig:Áfram mun rigna á Austurland Alls komu um fimmtíu manns í fjöldarhjálparstöðvar í gærkvöldi sem opnaðar voru vegna veðursins, annars vegar í Hofgarði og hins í Mánagarði. Friðrik segir að allt hafi þetta verið erlendir ferðamenn sem fundin var gisting annars staðar svo enginn dvaldi í hjálparstöðvunum í dag. Þá eru fimm bæir innlyksa á milli Árbæjar og Hóls á Mýrum en Friðrik segir að ekki væsi um fólk þar. „Það eru ferðamenn á einum bænum sem verður reynt að losa um í dag,“ segir hann. Aðspurður segir hann lítið vitað um tjón á vegum og brúm þar sem enginn hafi komist inn á svæðið. Þess vegna sé þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út svo hægt sé að fljúga yfir og kanna og meta aðstæður. „Það þarf ekkert að fara í grafgötur með að þetta er alvarlegt ástand.“ Þar sem þjóðvegur 1 er lokaður var vegurinn rofinn á þremur stöðum svo hleypa mætti vatni niður fyrir veg sem brotið hafði sér leið í gegnum varnargarða Hólmsár og fundið sér leið fimm kílómetra austur með þjóðveginum. Veður Tengdar fréttir Nýja göngubrúin fallin eftir aðeins fjórar vikur Göngubrú yfir Hólmsá á Mýrum í Hornafirði, sem var hluti nýrrar gönguleiðar sem opnuð var fyrir aðeins fjórum vikum, er fallin í vatnavöxtum dagsins. 27. september 2017 23:04 Hæð yfir Finnlandi heldur Austurlandi í járngreipum úrhellisins Miklir vatnavextir á Fljótsdalshéraði komu á óvart, þrátt fyrir viðvaranir. 27. september 2017 16:30 Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveitanna á Suðausturlandi, segir að ekki þurfi að fara í grafgötur með það að ástandið fyrir austan sé alvarlegt vegna gríðarlegra vatnavaxta og flóða sem fylgt hafa mikilli úrkomu þar í gær og í nótt. Ekki stytti upp í nótt á svæðinu og enn rignir. Þá er þjóðvegur 1 á vegakafla milli Hoffellsár og Flateyjar á Mýrum enn lokaður. Landhelgisgæslan mun í dag fljúga yfir svæðið og kanna ástand vega og brúa. Þá funda viðbragðsaðilar klukkan níu. „Hér er bara rok og rigning og svipuð staða og gærkvöldi. Það er jákvæð veðurspá fyrir daginn í dag en svo á að byrja að rigna aftur á morgun,“ segir Friðrik í samtali við Vísi sem staddur er á Höfn. Sjá einnig:Áfram mun rigna á Austurland Alls komu um fimmtíu manns í fjöldarhjálparstöðvar í gærkvöldi sem opnaðar voru vegna veðursins, annars vegar í Hofgarði og hins í Mánagarði. Friðrik segir að allt hafi þetta verið erlendir ferðamenn sem fundin var gisting annars staðar svo enginn dvaldi í hjálparstöðvunum í dag. Þá eru fimm bæir innlyksa á milli Árbæjar og Hóls á Mýrum en Friðrik segir að ekki væsi um fólk þar. „Það eru ferðamenn á einum bænum sem verður reynt að losa um í dag,“ segir hann. Aðspurður segir hann lítið vitað um tjón á vegum og brúm þar sem enginn hafi komist inn á svæðið. Þess vegna sé þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út svo hægt sé að fljúga yfir og kanna og meta aðstæður. „Það þarf ekkert að fara í grafgötur með að þetta er alvarlegt ástand.“ Þar sem þjóðvegur 1 er lokaður var vegurinn rofinn á þremur stöðum svo hleypa mætti vatni niður fyrir veg sem brotið hafði sér leið í gegnum varnargarða Hólmsár og fundið sér leið fimm kílómetra austur með þjóðveginum.
Veður Tengdar fréttir Nýja göngubrúin fallin eftir aðeins fjórar vikur Göngubrú yfir Hólmsá á Mýrum í Hornafirði, sem var hluti nýrrar gönguleiðar sem opnuð var fyrir aðeins fjórum vikum, er fallin í vatnavöxtum dagsins. 27. september 2017 23:04 Hæð yfir Finnlandi heldur Austurlandi í járngreipum úrhellisins Miklir vatnavextir á Fljótsdalshéraði komu á óvart, þrátt fyrir viðvaranir. 27. september 2017 16:30 Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Nýja göngubrúin fallin eftir aðeins fjórar vikur Göngubrú yfir Hólmsá á Mýrum í Hornafirði, sem var hluti nýrrar gönguleiðar sem opnuð var fyrir aðeins fjórum vikum, er fallin í vatnavöxtum dagsins. 27. september 2017 23:04
Hæð yfir Finnlandi heldur Austurlandi í járngreipum úrhellisins Miklir vatnavextir á Fljótsdalshéraði komu á óvart, þrátt fyrir viðvaranir. 27. september 2017 16:30
Sigla um tún og bjarga lömbum eftir mikla vatnavexti Óttast er að lömb hafi drukknað eftir að Jökulsá í Fljótsdal fór yfir bakka sína í morgun eftir mikið vatnsveður. Líklegt er að þjóðvegur eitt lokist vegna vatnavaxta. 27. september 2017 14:30