Innlent

Hringvegurinn lokaður á tveimur stöðum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Brúin yfir Steinavötn er lokuð. Hún er hluti af þjóðvegi 1.
Brúin yfir Steinavötn er lokuð. Hún er hluti af þjóðvegi 1. loftmyndir
Búið er að loka fyrir alla umferð yfir brúna á þjóðvegi 1 yfir Steinavötn í Suðursveit. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi en mælst hefur sig á brúargólfi frá síðustu athugun svo rétt þykir að loka fyrir alla umferð yfir brúna.

 

Miklir vatnavextir hafa verið á Suðausturlandi í gær og í dag vegna gríðarlegrar úrkomu. Þannig var þjóðvegi 1 loka á vegakafla milli Hoffellsár og Flateyjar á Mýrum og hefur hann ekki verið opnaður.

Hringvegurinn er því lokaður á tveimur stöðum og segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, alveg ljóst að hringvegurinn verði lokaður um einhvern tíma.

Verkfræðingar frá Vegagerðinni eru nú á leiðinni austur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til að kanna og meta aðstæður á brúnni. Oddur segir að það skýrist væntanlega betur í dag hversu lengi hringvegurinn verði lokaður.

Veðurspáin gerir ráð fyrir að það stytti eitthvað upp fyrir austan í dag en svo á að byrja að rigna strax aftur á morgun.


Tengdar fréttir

Alvarlegt ástand fyrir austan

Alls komu um fimmtíu manns í fjöldarhjálparstöðvar í gærkvöldi sem opnaðar voru vegna veðursins, annars vegar í Hofgarði og hins í Mánagarði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×