Vilja innheimta veggjald um helstu þjóðvegi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2017 21:47 Frá Suðurlandsvegi. vísir/andri marinó Hægt yrði að ljúka nauðsynlegum framkvæmdum á þremur helstu þjóðvegum landsins eftir 8 ár ef tekin verða gjöld af umferð ökutækja um vegina. Í niðurstöðum starfshóps samgönguráðherra, sem kynntar voru á samgönguþingi í Hveragerði í dag, kemur fram að nauðsynlegt meðalgjald á hverri leið yrði 300-600 krónur.Jón Gunnarsson samgönguráðherra ávarpaði samgönguþingið í Hveragerði í dag, þar sem niðurstöður starfshópsins voru kynntar.Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytiðBrýnt er að hefja framkvæmdir á þremur helstu þjóðvegum landsins, Vesturlandsvegi um Mosfellsbæ, Suðurlandsvegi um Selfoss og Reykjanesbraut að Keflavíkurflugvelli. Í greinargerð starfshópsins er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við framkvæmdir á vegunum þremur verði um 56 milljarðar króna. Með gjaldtöku af umferð ökutækja, þ.e. veggjöldum, gæti framkvæmdunum verið lokið eftir 8 ár, árið 2026. Þá yrði gjaldtakan enn fremur rafræn, álitlegast væri að hún hæfist um leið og framkvæmdir á viðeigandi leið og stofnað yrði til opinbers hlutafélags til að sjá um framkvæmdina. Nauðsynlegt meðalgjald 300 krónur en möguleiki á ódýrari ferðum Meginniðurstaða starfshópsins er sú að nauðsynlegt sé að innheimta meðalgjald á hverri leið, um 300 til rétt rúmlega 600 krónur. Þannig yrði meðalgjaldið sambærilegt meðalgjaldi Hvalfjarðarganga og jafnvel allt að helmingi lægra.Eyjólfur Árni Rafnsson.Fréttablaðið/GVAEyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins sem kynnti niðurstöðurnar í dag, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í kvöld að boðið yrði upp á eins konar magnafslátt líkt og fæst með kortakaupum í Hvalfjarðargöngin. „Ég á nú sjálfur 100 miða kort í Hvalfjarðargöng, borga fyrir hverja ferð 283 krónur. Ef við værum að tala um að fara austur fyrir Selfoss, eða til Keflavíkur eða upp í Borgarnes væri þetta sem sagt 140 krónur aðra leiðina,“ sagði Eyjólfur Árni í samtali við Ríkisútvarpið. Þá er heldur ekki gert ráð fyrir að greiða þurfi fyrir ferðir ökutækja innan höfuðborgarsvæðisins, til að mynda frá miðborg og upp í Mosfellsbæ. Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Hægt yrði að ljúka nauðsynlegum framkvæmdum á þremur helstu þjóðvegum landsins eftir 8 ár ef tekin verða gjöld af umferð ökutækja um vegina. Í niðurstöðum starfshóps samgönguráðherra, sem kynntar voru á samgönguþingi í Hveragerði í dag, kemur fram að nauðsynlegt meðalgjald á hverri leið yrði 300-600 krónur.Jón Gunnarsson samgönguráðherra ávarpaði samgönguþingið í Hveragerði í dag, þar sem niðurstöður starfshópsins voru kynntar.Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytiðBrýnt er að hefja framkvæmdir á þremur helstu þjóðvegum landsins, Vesturlandsvegi um Mosfellsbæ, Suðurlandsvegi um Selfoss og Reykjanesbraut að Keflavíkurflugvelli. Í greinargerð starfshópsins er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við framkvæmdir á vegunum þremur verði um 56 milljarðar króna. Með gjaldtöku af umferð ökutækja, þ.e. veggjöldum, gæti framkvæmdunum verið lokið eftir 8 ár, árið 2026. Þá yrði gjaldtakan enn fremur rafræn, álitlegast væri að hún hæfist um leið og framkvæmdir á viðeigandi leið og stofnað yrði til opinbers hlutafélags til að sjá um framkvæmdina. Nauðsynlegt meðalgjald 300 krónur en möguleiki á ódýrari ferðum Meginniðurstaða starfshópsins er sú að nauðsynlegt sé að innheimta meðalgjald á hverri leið, um 300 til rétt rúmlega 600 krónur. Þannig yrði meðalgjaldið sambærilegt meðalgjaldi Hvalfjarðarganga og jafnvel allt að helmingi lægra.Eyjólfur Árni Rafnsson.Fréttablaðið/GVAEyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins sem kynnti niðurstöðurnar í dag, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í kvöld að boðið yrði upp á eins konar magnafslátt líkt og fæst með kortakaupum í Hvalfjarðargöngin. „Ég á nú sjálfur 100 miða kort í Hvalfjarðargöng, borga fyrir hverja ferð 283 krónur. Ef við værum að tala um að fara austur fyrir Selfoss, eða til Keflavíkur eða upp í Borgarnes væri þetta sem sagt 140 krónur aðra leiðina,“ sagði Eyjólfur Árni í samtali við Ríkisútvarpið. Þá er heldur ekki gert ráð fyrir að greiða þurfi fyrir ferðir ökutækja innan höfuðborgarsvæðisins, til að mynda frá miðborg og upp í Mosfellsbæ.
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira