Vilja innheimta veggjald um helstu þjóðvegi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2017 21:47 Frá Suðurlandsvegi. vísir/andri marinó Hægt yrði að ljúka nauðsynlegum framkvæmdum á þremur helstu þjóðvegum landsins eftir 8 ár ef tekin verða gjöld af umferð ökutækja um vegina. Í niðurstöðum starfshóps samgönguráðherra, sem kynntar voru á samgönguþingi í Hveragerði í dag, kemur fram að nauðsynlegt meðalgjald á hverri leið yrði 300-600 krónur.Jón Gunnarsson samgönguráðherra ávarpaði samgönguþingið í Hveragerði í dag, þar sem niðurstöður starfshópsins voru kynntar.Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytiðBrýnt er að hefja framkvæmdir á þremur helstu þjóðvegum landsins, Vesturlandsvegi um Mosfellsbæ, Suðurlandsvegi um Selfoss og Reykjanesbraut að Keflavíkurflugvelli. Í greinargerð starfshópsins er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við framkvæmdir á vegunum þremur verði um 56 milljarðar króna. Með gjaldtöku af umferð ökutækja, þ.e. veggjöldum, gæti framkvæmdunum verið lokið eftir 8 ár, árið 2026. Þá yrði gjaldtakan enn fremur rafræn, álitlegast væri að hún hæfist um leið og framkvæmdir á viðeigandi leið og stofnað yrði til opinbers hlutafélags til að sjá um framkvæmdina. Nauðsynlegt meðalgjald 300 krónur en möguleiki á ódýrari ferðum Meginniðurstaða starfshópsins er sú að nauðsynlegt sé að innheimta meðalgjald á hverri leið, um 300 til rétt rúmlega 600 krónur. Þannig yrði meðalgjaldið sambærilegt meðalgjaldi Hvalfjarðarganga og jafnvel allt að helmingi lægra.Eyjólfur Árni Rafnsson.Fréttablaðið/GVAEyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins sem kynnti niðurstöðurnar í dag, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í kvöld að boðið yrði upp á eins konar magnafslátt líkt og fæst með kortakaupum í Hvalfjarðargöngin. „Ég á nú sjálfur 100 miða kort í Hvalfjarðargöng, borga fyrir hverja ferð 283 krónur. Ef við værum að tala um að fara austur fyrir Selfoss, eða til Keflavíkur eða upp í Borgarnes væri þetta sem sagt 140 krónur aðra leiðina,“ sagði Eyjólfur Árni í samtali við Ríkisútvarpið. Þá er heldur ekki gert ráð fyrir að greiða þurfi fyrir ferðir ökutækja innan höfuðborgarsvæðisins, til að mynda frá miðborg og upp í Mosfellsbæ. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Hægt yrði að ljúka nauðsynlegum framkvæmdum á þremur helstu þjóðvegum landsins eftir 8 ár ef tekin verða gjöld af umferð ökutækja um vegina. Í niðurstöðum starfshóps samgönguráðherra, sem kynntar voru á samgönguþingi í Hveragerði í dag, kemur fram að nauðsynlegt meðalgjald á hverri leið yrði 300-600 krónur.Jón Gunnarsson samgönguráðherra ávarpaði samgönguþingið í Hveragerði í dag, þar sem niðurstöður starfshópsins voru kynntar.Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytiðBrýnt er að hefja framkvæmdir á þremur helstu þjóðvegum landsins, Vesturlandsvegi um Mosfellsbæ, Suðurlandsvegi um Selfoss og Reykjanesbraut að Keflavíkurflugvelli. Í greinargerð starfshópsins er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við framkvæmdir á vegunum þremur verði um 56 milljarðar króna. Með gjaldtöku af umferð ökutækja, þ.e. veggjöldum, gæti framkvæmdunum verið lokið eftir 8 ár, árið 2026. Þá yrði gjaldtakan enn fremur rafræn, álitlegast væri að hún hæfist um leið og framkvæmdir á viðeigandi leið og stofnað yrði til opinbers hlutafélags til að sjá um framkvæmdina. Nauðsynlegt meðalgjald 300 krónur en möguleiki á ódýrari ferðum Meginniðurstaða starfshópsins er sú að nauðsynlegt sé að innheimta meðalgjald á hverri leið, um 300 til rétt rúmlega 600 krónur. Þannig yrði meðalgjaldið sambærilegt meðalgjaldi Hvalfjarðarganga og jafnvel allt að helmingi lægra.Eyjólfur Árni Rafnsson.Fréttablaðið/GVAEyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins sem kynnti niðurstöðurnar í dag, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í kvöld að boðið yrði upp á eins konar magnafslátt líkt og fæst með kortakaupum í Hvalfjarðargöngin. „Ég á nú sjálfur 100 miða kort í Hvalfjarðargöng, borga fyrir hverja ferð 283 krónur. Ef við værum að tala um að fara austur fyrir Selfoss, eða til Keflavíkur eða upp í Borgarnes væri þetta sem sagt 140 krónur aðra leiðina,“ sagði Eyjólfur Árni í samtali við Ríkisútvarpið. Þá er heldur ekki gert ráð fyrir að greiða þurfi fyrir ferðir ökutækja innan höfuðborgarsvæðisins, til að mynda frá miðborg og upp í Mosfellsbæ.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira