Áfram varað við vatnavöxtum og skriðuföllum fyrir austan Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2017 08:36 Á þriðja tug kinda sem lentu undir aurskriðu í Hamarsfirði var bjargað í gær. Enn er talin hætta á skriðuföllum á austanverðu og suðaustanverðu landinu vegna mikilla vatnavaxta sem hefur fylgt hefur gríðarlegri úrkomu á svæðinu síðustu daga. Spáð er áframhaldandi úrkomu í dag með tilheyrandi vatnavöxtum og hættu á skriðuföllum. landsbjörg Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. Spáð er rigningu með köflum víðast hvar í dag, en samfelldri og jafnvel talsverðri úrkomu á suðaustan til og á Austfjörðum. Áfram er því talin hætta á skriðuföllum þar og er óvissustig almannavarna enn í gildi. Þyrla Landhelgisgæslunnar heldur áfram aðgerðum á flóðasvæðunum í dag en í gær fluttu flugmenn þyrlunnar 121 einstakling til og frá hinum ýmsu stöðum innan þess svæðis sem lokað er milli Steinavatna í vestri og Hólabrekku í austri með þyrlunni og nutu aðstoðar björgunarsveita og lögreglu. 97 einstaklingar voru fluttir vestur yfir Steinavötn að Hala í Suðursveit þangað sem þeir voru sóttir á fólksflutningabílum og ferjaðir vestur, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar. Þar kemur jafnframt fram að enn séu einhverjir ferðamenn innans þess svæðis sem er lokað en þeir munu ætla að vera þar áfram þar til um hægist og njóta lífsins í sveitinni. Brúin yfir Steinavötn er mikið skemmd vegna vatnavaxtanna og var henni því lokað í gær. Ekki er víst að hún standi af sér flóðið sem væntanlega mun fylgja rigningunni í dag. Þá er þjóðvegur 1 eitt einnig lokaður við Hólmsá á Mýrum og ekki útlit fyrir að það takist að opna að nýju á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Stöðufundur verður núna klukkan níu áður en haldið verður inn í daginn. Áætlað er að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, heimsæki flóðasvæðin í dag auk Hreins Haraldssonar, vegamálastjóra, og kynni sér aðstæður að því gefnu að það viðri til flugs.Veðurhorfur í dag og næstu daga:Austan 8-15 m/s við suðaustur og austurströndina annars norðaustan 5-13 m/s. Rigning með köflum víðast hvar í dag, en samfelld og jafnvel talsverð úrkoma suðaustanlands og á Austfjörðum. Hæg vestlæg átt og úrkomulítið vestantil á landinu á morgun en snýst í sunnan 5-10 og dregur úr úrkomu austantil annað kvöld. Hiti 7 til 13 stig hlýjast sunnanlands.Á sunnudag:Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og dálítil væta á köflum. Hiti 6 til 10 stig.Á mánudag:Norðlæg átt, 5-13 m/s. Skýjað og dálítil væta austantil og með norðurströndinni en bjartviðri sunnan jökla. Hiti 4 til 10 stig, mildast syðst.Á þriðjudag:Vestlæg átt með rigningu á norðanverðu landinu en og skúrir með suðurströndinni. Þurrt að kalla á Austfjörðum og suðaustanlands. Kólnar í veðri. Veður Tengdar fréttir Á þriðja tug kinda bjargað undan aurskriðu Talið er að enn sé eitthvert fé undir skriðunni en gríðarlegir vatnavextir eru á Suðaustur- og Austurlandi vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 18:00 Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57 Þyrlan flýgur með nauðsynjavörur á bæi sem eru innlyksa vegna vatnavaxta Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 12:23 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Útlit er fyrir áframhaldandi votviðri og vatnavexti á Suðausturlandi og Austfjörðum fram eftir laugardegi og því lítið lát á vatnavöxtunum sem verið hafa á svæðinu síðustu daga. Spáð er rigningu með köflum víðast hvar í dag, en samfelldri og jafnvel talsverðri úrkomu á suðaustan til og á Austfjörðum. Áfram er því talin hætta á skriðuföllum þar og er óvissustig almannavarna enn í gildi. Þyrla Landhelgisgæslunnar heldur áfram aðgerðum á flóðasvæðunum í dag en í gær fluttu flugmenn þyrlunnar 121 einstakling til og frá hinum ýmsu stöðum innan þess svæðis sem lokað er milli Steinavatna í vestri og Hólabrekku í austri með þyrlunni og nutu aðstoðar björgunarsveita og lögreglu. 97 einstaklingar voru fluttir vestur yfir Steinavötn að Hala í Suðursveit þangað sem þeir voru sóttir á fólksflutningabílum og ferjaðir vestur, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar. Þar kemur jafnframt fram að enn séu einhverjir ferðamenn innans þess svæðis sem er lokað en þeir munu ætla að vera þar áfram þar til um hægist og njóta lífsins í sveitinni. Brúin yfir Steinavötn er mikið skemmd vegna vatnavaxtanna og var henni því lokað í gær. Ekki er víst að hún standi af sér flóðið sem væntanlega mun fylgja rigningunni í dag. Þá er þjóðvegur 1 eitt einnig lokaður við Hólmsá á Mýrum og ekki útlit fyrir að það takist að opna að nýju á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Stöðufundur verður núna klukkan níu áður en haldið verður inn í daginn. Áætlað er að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, heimsæki flóðasvæðin í dag auk Hreins Haraldssonar, vegamálastjóra, og kynni sér aðstæður að því gefnu að það viðri til flugs.Veðurhorfur í dag og næstu daga:Austan 8-15 m/s við suðaustur og austurströndina annars norðaustan 5-13 m/s. Rigning með köflum víðast hvar í dag, en samfelld og jafnvel talsverð úrkoma suðaustanlands og á Austfjörðum. Hæg vestlæg átt og úrkomulítið vestantil á landinu á morgun en snýst í sunnan 5-10 og dregur úr úrkomu austantil annað kvöld. Hiti 7 til 13 stig hlýjast sunnanlands.Á sunnudag:Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og dálítil væta á köflum. Hiti 6 til 10 stig.Á mánudag:Norðlæg átt, 5-13 m/s. Skýjað og dálítil væta austantil og með norðurströndinni en bjartviðri sunnan jökla. Hiti 4 til 10 stig, mildast syðst.Á þriðjudag:Vestlæg átt með rigningu á norðanverðu landinu en og skúrir með suðurströndinni. Þurrt að kalla á Austfjörðum og suðaustanlands. Kólnar í veðri.
Veður Tengdar fréttir Á þriðja tug kinda bjargað undan aurskriðu Talið er að enn sé eitthvert fé undir skriðunni en gríðarlegir vatnavextir eru á Suðaustur- og Austurlandi vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 18:00 Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57 Þyrlan flýgur með nauðsynjavörur á bæi sem eru innlyksa vegna vatnavaxta Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 12:23 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Á þriðja tug kinda bjargað undan aurskriðu Talið er að enn sé eitthvert fé undir skriðunni en gríðarlegir vatnavextir eru á Suðaustur- og Austurlandi vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 18:00
Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57
Þyrlan flýgur með nauðsynjavörur á bæi sem eru innlyksa vegna vatnavaxta Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. 28. september 2017 12:23