Tók sjúkrabíl klukkutíma að komast á Ólafsfjörð: „Þetta er ófremdarástand“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. september 2017 22:26 Sjúkrabíllinn þurfti að koma frá Dalvík, sækja sjúklinginn á Ólafsfjörð og flytja hann svo til Siglufjarðar. Það tók því rúman klukkutíma frá því að hringt var á Neyðarlínuna og þar til sjúklingurinn var kominn undir læknishendur. loftmyndir.is Það tók sjúkrabíl heilan klukkutíma að komast í útkall á Ólafsfirði í hádeginu í dag en bakvakt sjúkrabíls í bænum var lögð af í sumar. Sjúkrabílar eru nú tiltækir á Siglufirði og Dalvík. Nanna Árnadóttir, íbúi á Ólafsfirði, hringdi klukkan 12:39 í dag í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl fyrir bakveikan föður sinn sem var kvalinn af verkjum. „Við biðum og biðum og svo klukkan 13:10 þá hringir læknirinn í föður minn og spyr hann út í hvernig hann er og segir að það verði sendur bíll. En ég vissi að það myndi taka tíma því við vorum búin að sjá að bíllinn sem er staðsettur á Siglufirði fór í gegnum bæinn hjá okkur en hann var ekki að koma til okkar heldur að fara með annan sjúkling á Akureyri,“ segir Nanna í samtali við Vísi. Sjúkrabíllinn þurfti því að koma frá Dalvík og því leið klukkutími þar til hann kom og náði í föður Nönnu. Þá átti síðan eftir að keyra honum á heilbrigðisstofnunina á Siglufirði en 17 kílómetrar eru frá Ólafsfirði til Siglufjarðar. Því leið í raun meira en klukkutími frá því að Nanna hringdi á sjúkrabílinn og þar til faðir hennar var kominn undir læknishendur. „Þetta er ófremdarástand og fólk hér í bænum er mjög reitt og sárt yfir því að bílnum skuli hafa verið lagt. Þetta er örugglega ekkert einsdæmi því heilbrigðiskerfinu okkar er alltaf að hraka. Bæjarbúar eru frekar óttaslegnir og bíða bara eftir því að eitthvað komi upp á,“ segir Nanna og bendir á að fyrsti vetur íbúa Ólafsfjarðar án sjúkrabíls sé framundan.Klukkutími alls ekki ásættanlegur tími Jón Valgeir Baldursson er einn í minnihluta í bæjarstjórn Fjallabyggðar og íbúi á Ólafsfirði. Hann segir það leggjast mjög illa í bæjarbúa að enginn sjúkrabíll sé í bænum og þó að hann geti ekki talað fyrir meirihlutann í bæjarstjórn þá viti hann að þetta leggist heldur ekki vel í bæjarfulltrúana. Upphaflega átti að leggja sjúkrabílnum á Ólafsfirði á seinasta ári en íbúar mótmæltu því harðlega og söfnuðu undirskriftum gegn þeirri ákvörðun. Nú er bíllinn hins vegar farinn og segir Jón Valgeir ákvörðunin liggja hjá stjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Hann segist ekki hafa fengið skýr svör varðandi það hvers vegna bílnum var lagt. „Við fáum ekki þau svör að þetta sé til þess að spara pening heldur að þetta hafi með menntun sjúkraflutningamannanna að gera. Ég var einn af þeim sem var í sjúkraflutningunum og er með grunnmenntunina auk fleiri manna og svo voru aðrir sem voru að bíða eftir því að taka grunnmenntunina til að geta sinnt þessu starfi. Forstjóri HSN bar samt menntun sjúkraflutningamanna fyrir sig en það er bara ekki rétt þannig að við fengum aldrei nein skýr svör um þetta,“ segir Jón Valgeir. Þá hafi hann leitað til heilbrigðisráðherra vegna málsins en ekki fengið nein svör þaðan. Jón Valgeir segir það alls ekki ásættanlegt að það taki sjúkrabíl klukkutíma að komast á staðinn og að málið varði allan Tröllaskaga. „Þegar við vorum í þessu þá var okkur sagt að ásættanlegur tími væri tíu mínútur.“ Heilbrigðismál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Það tók sjúkrabíl heilan klukkutíma að komast í útkall á Ólafsfirði í hádeginu í dag en bakvakt sjúkrabíls í bænum var lögð af í sumar. Sjúkrabílar eru nú tiltækir á Siglufirði og Dalvík. Nanna Árnadóttir, íbúi á Ólafsfirði, hringdi klukkan 12:39 í dag í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl fyrir bakveikan föður sinn sem var kvalinn af verkjum. „Við biðum og biðum og svo klukkan 13:10 þá hringir læknirinn í föður minn og spyr hann út í hvernig hann er og segir að það verði sendur bíll. En ég vissi að það myndi taka tíma því við vorum búin að sjá að bíllinn sem er staðsettur á Siglufirði fór í gegnum bæinn hjá okkur en hann var ekki að koma til okkar heldur að fara með annan sjúkling á Akureyri,“ segir Nanna í samtali við Vísi. Sjúkrabíllinn þurfti því að koma frá Dalvík og því leið klukkutími þar til hann kom og náði í föður Nönnu. Þá átti síðan eftir að keyra honum á heilbrigðisstofnunina á Siglufirði en 17 kílómetrar eru frá Ólafsfirði til Siglufjarðar. Því leið í raun meira en klukkutími frá því að Nanna hringdi á sjúkrabílinn og þar til faðir hennar var kominn undir læknishendur. „Þetta er ófremdarástand og fólk hér í bænum er mjög reitt og sárt yfir því að bílnum skuli hafa verið lagt. Þetta er örugglega ekkert einsdæmi því heilbrigðiskerfinu okkar er alltaf að hraka. Bæjarbúar eru frekar óttaslegnir og bíða bara eftir því að eitthvað komi upp á,“ segir Nanna og bendir á að fyrsti vetur íbúa Ólafsfjarðar án sjúkrabíls sé framundan.Klukkutími alls ekki ásættanlegur tími Jón Valgeir Baldursson er einn í minnihluta í bæjarstjórn Fjallabyggðar og íbúi á Ólafsfirði. Hann segir það leggjast mjög illa í bæjarbúa að enginn sjúkrabíll sé í bænum og þó að hann geti ekki talað fyrir meirihlutann í bæjarstjórn þá viti hann að þetta leggist heldur ekki vel í bæjarfulltrúana. Upphaflega átti að leggja sjúkrabílnum á Ólafsfirði á seinasta ári en íbúar mótmæltu því harðlega og söfnuðu undirskriftum gegn þeirri ákvörðun. Nú er bíllinn hins vegar farinn og segir Jón Valgeir ákvörðunin liggja hjá stjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Hann segist ekki hafa fengið skýr svör varðandi það hvers vegna bílnum var lagt. „Við fáum ekki þau svör að þetta sé til þess að spara pening heldur að þetta hafi með menntun sjúkraflutningamannanna að gera. Ég var einn af þeim sem var í sjúkraflutningunum og er með grunnmenntunina auk fleiri manna og svo voru aðrir sem voru að bíða eftir því að taka grunnmenntunina til að geta sinnt þessu starfi. Forstjóri HSN bar samt menntun sjúkraflutningamanna fyrir sig en það er bara ekki rétt þannig að við fengum aldrei nein skýr svör um þetta,“ segir Jón Valgeir. Þá hafi hann leitað til heilbrigðisráðherra vegna málsins en ekki fengið nein svör þaðan. Jón Valgeir segir það alls ekki ásættanlegt að það taki sjúkrabíl klukkutíma að komast á staðinn og að málið varði allan Tröllaskaga. „Þegar við vorum í þessu þá var okkur sagt að ásættanlegur tími væri tíu mínútur.“
Heilbrigðismál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira