Meintur nauðgari víkur ekki úr dómsal því áhrif á líðan brotaþola þóttu ósönnuð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. september 2017 11:19 Maðurinn er meðal annars sakaður um að hafa dregið brotaþola upp í rúm á hárinu þegar hún reyndi að komast frá honum. Vísir/GVA Hæstiréttur sneri í gær við úrskurði héraðsdómara um að meintum nauðgara yrði gert skylt að víkja úr dómsal á meðan konan, sem hann á að hafa brotið gegn, gefur skýrslu. Taldi réttturinn að engin vottorð lækna eða sálfræðinga bentu til þess að aðstæður væru með þeim hætti að heimilt væri að láta manninn víkja. Brotið sem maðurinn er ákærður fyrir á að hafa átt sér stað í upphafi árs. Í ákæru er manninum gefið að sök að hafa þvingað konuna, sem þá var sambýliskona hans til nokkurra vikna en maðurinn hafði flutt sérstaklega til landsins til að búa með henni, til samræðis og síðan sofnað hjá henni. Þegar hann vaknaði er honum gefið að sök að hafa nauðgað henni aftur og í beinu framhaldi af því er hann sakaður um að hafa slegið hana í höfuðið, rifið í hár hennar og dregið hana aftur upp í rúm á hárinu þegar hún reyndi að komast undan honum. Þá er hann sakaður um að hafa hótað henni lífláti. Hlaut konan af þessu marbletti á augnlokum og undir augum, heilahristing, rof á hljóðhimnu auk marbletta víðsvegar um líkamann. Konan gaf skýrslu við rannsókn málsins fjórum dögum eftir atvik málsins. Héraðssaksóknari boðaði að konan myndi gefa skýrslu fyrir dómi og fór réttargæslumaður hennar fram á að ákærði viki úr salnum á meðan. Var það gert þar sem brotið hafi haft mjög alvarlegar afleiðingar á brotaþola, líkamlega, andlega og öryggistilfinningu hennar. Nærvera ákærða gæti orðið henni til mikillar íþynginar. „Ákærði og brotaþoli hafi verið í nánu sambandi þegar árásin hafi átt sér stað og þeim mun meiri neikvæð áhrif verði af nærveru ákærða, heldur en ef um ókunnugan mann væri að ræða. Þá beri gögn málsins með sér að brotaþoli hafi óttast um líf sitt á verkanaðarstundu, en brotaþoli hafi greint svo frá fyrir dómi að hún telji að hún væri ekki á lífi ef nágrannar hefðu ekki orðið varir við árásina og kallað á lögregluna,“ segir meðal annars í rökstuðningi réttargæslumannsins.Meint náið samband ekki til staðar Ákærði mótmælti kröfunni hins vegar. Í máli verjanda hans kom fram að brotaþoli hafi sent sér tölvubréf og lýst því yfir að hún hefði sagt ósatt um kynferðisbrotið. „Þá hafni ákærði því að hið meinta nána samband hans og brotaþola geti haft áhrif. [...] Staðreyndin sé sú að ákærði og brotaþoli höfðu þekkst í fjóra mánuði með samskiptum á interneti, þegar brotið átti sér stað, og höfðu deilt íbúð í örfáar vikur,“ segir í máli verjanda. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur segir að það sé meginregla að sakborningur eigi þess kost að vera viðstaddur aðalmeðferð og öll þinghöld í málum gegn honum. Undantekningar frá þeirri reglu skuli túlka þröngt og mjög ríkar ástæður vera uppi til að hægt sé að víkja frá henni. „Upplýst er í málinu að brotaþoli og ákærði höfðu haft samskipti á internetinu í um fjóra mánuði, áður en atvik þau sem ákært er út af áttu sér stað, og búið saman í einn mánuð. Þá liggur fyrir að brotaþoli yfirgaf landið eftir að hafa gefið skýrslu fyrir dómi við rannsókn málsins og hefur ekki snúið til baka. Að virtum atvikum málsins, aðstæðum og tengslum ákærða og brotaþola þykir í ljós leitt að nærvera ákærða við skýrslugjöf geti orðið brotaþola sérstaklega íþyngjandi og einnig haft áhrif á framburð hennar,“ segir í úrskurðinum. Hæstiréttur féllst hins vegar ekki á þessa niðurstöðu í ljósi þess að engin gögn eða vottorð um líðan konunnar liggja fyrir. Því þarf maðurinn ekki að víkja á meðan konan gefur skýrslu. Dómsmál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira
Hæstiréttur sneri í gær við úrskurði héraðsdómara um að meintum nauðgara yrði gert skylt að víkja úr dómsal á meðan konan, sem hann á að hafa brotið gegn, gefur skýrslu. Taldi réttturinn að engin vottorð lækna eða sálfræðinga bentu til þess að aðstæður væru með þeim hætti að heimilt væri að láta manninn víkja. Brotið sem maðurinn er ákærður fyrir á að hafa átt sér stað í upphafi árs. Í ákæru er manninum gefið að sök að hafa þvingað konuna, sem þá var sambýliskona hans til nokkurra vikna en maðurinn hafði flutt sérstaklega til landsins til að búa með henni, til samræðis og síðan sofnað hjá henni. Þegar hann vaknaði er honum gefið að sök að hafa nauðgað henni aftur og í beinu framhaldi af því er hann sakaður um að hafa slegið hana í höfuðið, rifið í hár hennar og dregið hana aftur upp í rúm á hárinu þegar hún reyndi að komast undan honum. Þá er hann sakaður um að hafa hótað henni lífláti. Hlaut konan af þessu marbletti á augnlokum og undir augum, heilahristing, rof á hljóðhimnu auk marbletta víðsvegar um líkamann. Konan gaf skýrslu við rannsókn málsins fjórum dögum eftir atvik málsins. Héraðssaksóknari boðaði að konan myndi gefa skýrslu fyrir dómi og fór réttargæslumaður hennar fram á að ákærði viki úr salnum á meðan. Var það gert þar sem brotið hafi haft mjög alvarlegar afleiðingar á brotaþola, líkamlega, andlega og öryggistilfinningu hennar. Nærvera ákærða gæti orðið henni til mikillar íþynginar. „Ákærði og brotaþoli hafi verið í nánu sambandi þegar árásin hafi átt sér stað og þeim mun meiri neikvæð áhrif verði af nærveru ákærða, heldur en ef um ókunnugan mann væri að ræða. Þá beri gögn málsins með sér að brotaþoli hafi óttast um líf sitt á verkanaðarstundu, en brotaþoli hafi greint svo frá fyrir dómi að hún telji að hún væri ekki á lífi ef nágrannar hefðu ekki orðið varir við árásina og kallað á lögregluna,“ segir meðal annars í rökstuðningi réttargæslumannsins.Meint náið samband ekki til staðar Ákærði mótmælti kröfunni hins vegar. Í máli verjanda hans kom fram að brotaþoli hafi sent sér tölvubréf og lýst því yfir að hún hefði sagt ósatt um kynferðisbrotið. „Þá hafni ákærði því að hið meinta nána samband hans og brotaþola geti haft áhrif. [...] Staðreyndin sé sú að ákærði og brotaþoli höfðu þekkst í fjóra mánuði með samskiptum á interneti, þegar brotið átti sér stað, og höfðu deilt íbúð í örfáar vikur,“ segir í máli verjanda. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur segir að það sé meginregla að sakborningur eigi þess kost að vera viðstaddur aðalmeðferð og öll þinghöld í málum gegn honum. Undantekningar frá þeirri reglu skuli túlka þröngt og mjög ríkar ástæður vera uppi til að hægt sé að víkja frá henni. „Upplýst er í málinu að brotaþoli og ákærði höfðu haft samskipti á internetinu í um fjóra mánuði, áður en atvik þau sem ákært er út af áttu sér stað, og búið saman í einn mánuð. Þá liggur fyrir að brotaþoli yfirgaf landið eftir að hafa gefið skýrslu fyrir dómi við rannsókn málsins og hefur ekki snúið til baka. Að virtum atvikum málsins, aðstæðum og tengslum ákærða og brotaþola þykir í ljós leitt að nærvera ákærða við skýrslugjöf geti orðið brotaþola sérstaklega íþyngjandi og einnig haft áhrif á framburð hennar,“ segir í úrskurðinum. Hæstiréttur féllst hins vegar ekki á þessa niðurstöðu í ljósi þess að engin gögn eða vottorð um líðan konunnar liggja fyrir. Því þarf maðurinn ekki að víkja á meðan konan gefur skýrslu.
Dómsmál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira