Innlent

Kosningar leggjast vel í Katrínu

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Katrín fór á fund Guðna Th. Jóhannessonar upp úr hádegi í dag.
Katrín fór á fund Guðna Th. Jóhannessonar upp úr hádegi í dag. visir/daníel ágústsson
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur að kosningarnar nú í haust skapi tækifæri til þess að breyta þeim stjórnarháttum sem tíðkast hafa á síðasta kjörtímabili og einblína á uppbyggingu innviða velferðarsamfélagsins. Hún lýsti því jafnframt yfir að kosningar í haust legðust vel í sig. 

„Uppbygging innviða í velferðasamfélaginu er það sem á að setja á oddinn, við skuldum samfélaginu það,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í kjölfar fundarsetu með Guðna Th. Jóhannessyni. 

Katrín fullyrti að flokkurinn sé reynslunni ríkari eftir örðugleikana sem uppi voru við stjórnarmyndun síðasta haust. „Það sem skiptir helstu máli er að flokkarnir geri það upp við sig fyrir kosningar hvaða málamiðlanir þeir eru tilbúnir að gera við stjórnarmyndun.“ 

Katrín sagði að hún fyndi fyrir ágætis samstöðu innan stjórnarandstöðunni þrátt fyrir að um ólíka flokka sé að ræða og að samtalið milli flokkanna sé gott. 

Forseti Íslands fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í morgun og féllst þar á lausnarbeiðni hans og ráðuneytisins. Guðni kemur til með að hitta fyrir formenn allra flokka í dag til þess að hlýða á þeirra sjónarmið varðandi þá aðstöðu sem upp er komin. 






Tengdar fréttir

Helgi Hrafn ætlar í framboð fyrir Pírata

Helgi Hrafn Gunnarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í kosningum til Alþingis sem allt bendir til að fari fram í nóvember. Helgi greindi frá þessu í Pírataspjallinu á Facebook í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×