Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2017 17:09 Viðreisn hafði ekki gefið út hvort að hún myndi taka þátt í starfsstjórn eftir stjórnarslitin. Vísir/Anton brink Ráðgjafaráð Viðreisnar telur nauðsynlegt að rannsaka embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra sem leiddu til stjórnarslita áður en gengið verður til kosninga. Það telur einnig rétt að Viðreisn taki þátt í starfsstjórn. Í ályktun sem ráðgjafaráðið sendi frá sér nú síðdegis kemur fram að það telji að ráðherrum flokksins sé rétt og skylt að verða við tilmælum forseta um að sitja áfram í ráðuneytum sínum enda byggi það á langri stjórnskipulegri hefð á vesturlöndum. „Jafnframt ítrekar ráðið að nauðsynlegt sé að embættisfærsla ráðherra í málum sem leiddu til stjórnarslitanna verði rannsökuð og að niðurstaða liggi fyrir áður en gengið verður til kosninga,“ segir í ályktuninni. Vísar ráðið þar til uppljóstrana um að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafi upplýst Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, um að faðir hans hefði skrifað undir meðmæli fyrir uppreist æru dæmds barnaníðings á sama tíma og ráðuneyti hennar hafnaði að opinbera upplýsingar um hverjir hefðu skrifað undir slík meðmæli. Ráðgjafaráðsfundinn sóttu yfir 40 manns úr stjórn Viðreisnar, þingflokknum, varaþingmenn, formenn málefnanefnda, stjórnir landshlutaráða og stjórn ungliðahreyfingarinnar.Brynjar ekki aukið traust með yfirlýsingum sínum Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra Viðreisnar, segir við Vísi að flokksmenn telji rétt að rannsóknin fari fram á vettvangi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin ætti að kalla eftir öllum upplýsingum um málið og ganga úr skugga um að allt sé uppi á borðum. „Það verði þá yfir allan vafa hafið að allar upplýsingar um málsmeðferðina hafi komið fram,“ segir Þorsteinn við Vísi. Telur hann það eðilega kröfu sem almenningar og fórnarlömb eigi skilið að fá uppfyllta. Niðurstaða rannsóknarinnar ætti að liggja fyrir vel tímanlega fyrir kosningar. Brynjar Níelsson, formaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sætt gagnrýni fyrir hvernig hann hélt á málum þegar nefndin fjallaði um uppreist æru Roberts Downey fyrr í sumar. Þorsteinn telur að rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar ætti að fara fram undir formennsku annars þingmanns. „Það hefur verið mjög gagnrýnt hvernig haldið var á málinu á sínum tíma. Hans yfirlýsingar um málið hafa heldur ekki verið til þess fallnar að auka á traust til hans um að þarna yrði vel haldið á málum og ríkur vilji væri til að upplýsa málið að fullu,“ segir Þorsteinn.Fréttin hefur verið uppfærð með ummælum Þorsteins Víglundssonar. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Sjá meira
Ráðgjafaráð Viðreisnar telur nauðsynlegt að rannsaka embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra sem leiddu til stjórnarslita áður en gengið verður til kosninga. Það telur einnig rétt að Viðreisn taki þátt í starfsstjórn. Í ályktun sem ráðgjafaráðið sendi frá sér nú síðdegis kemur fram að það telji að ráðherrum flokksins sé rétt og skylt að verða við tilmælum forseta um að sitja áfram í ráðuneytum sínum enda byggi það á langri stjórnskipulegri hefð á vesturlöndum. „Jafnframt ítrekar ráðið að nauðsynlegt sé að embættisfærsla ráðherra í málum sem leiddu til stjórnarslitanna verði rannsökuð og að niðurstaða liggi fyrir áður en gengið verður til kosninga,“ segir í ályktuninni. Vísar ráðið þar til uppljóstrana um að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafi upplýst Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, um að faðir hans hefði skrifað undir meðmæli fyrir uppreist æru dæmds barnaníðings á sama tíma og ráðuneyti hennar hafnaði að opinbera upplýsingar um hverjir hefðu skrifað undir slík meðmæli. Ráðgjafaráðsfundinn sóttu yfir 40 manns úr stjórn Viðreisnar, þingflokknum, varaþingmenn, formenn málefnanefnda, stjórnir landshlutaráða og stjórn ungliðahreyfingarinnar.Brynjar ekki aukið traust með yfirlýsingum sínum Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra Viðreisnar, segir við Vísi að flokksmenn telji rétt að rannsóknin fari fram á vettvangi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin ætti að kalla eftir öllum upplýsingum um málið og ganga úr skugga um að allt sé uppi á borðum. „Það verði þá yfir allan vafa hafið að allar upplýsingar um málsmeðferðina hafi komið fram,“ segir Þorsteinn við Vísi. Telur hann það eðilega kröfu sem almenningar og fórnarlömb eigi skilið að fá uppfyllta. Niðurstaða rannsóknarinnar ætti að liggja fyrir vel tímanlega fyrir kosningar. Brynjar Níelsson, formaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sætt gagnrýni fyrir hvernig hann hélt á málum þegar nefndin fjallaði um uppreist æru Roberts Downey fyrr í sumar. Þorsteinn telur að rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar ætti að fara fram undir formennsku annars þingmanns. „Það hefur verið mjög gagnrýnt hvernig haldið var á málinu á sínum tíma. Hans yfirlýsingar um málið hafa heldur ekki verið til þess fallnar að auka á traust til hans um að þarna yrði vel haldið á málum og ríkur vilji væri til að upplýsa málið að fullu,“ segir Þorsteinn.Fréttin hefur verið uppfærð með ummælum Þorsteins Víglundssonar.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Sjá meira