Innlent

Formenn flokkanna funda með forseta Alþingis

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti þingsins, situr við enda borðsins. Henni á vinstri hönd situr Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þá kemur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar og fremst á myndinni er Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Unni á hægri hönd situr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sem sést þó ekki á myndinni þar sem hún er á bakvið Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar. Við hlið hans situr Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti þingsins, situr við enda borðsins. Henni á vinstri hönd situr Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þá kemur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar og fremst á myndinni er Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Unni á hægri hönd situr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sem sést þó ekki á myndinni þar sem hún er á bakvið Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar. Við hlið hans situr Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. vísir/anton brink
Fundur formanna þeirra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi með forseta þingsins, Unni Brá Konráðsdóttur, hófst klukkan 12:30 í þinghúsinu.

Formennirnir fara nú með forseta yfir næstu skref varðandi störf þingsins í ljósi þess að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, féllst í morgun á þingrofstillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Að óbreyttu verður þing rofið þann 28. október næstkomandi og gengið til kosninga.

Eins og fjallað hefur verið um sleit Björt framtíð ríkisstjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn síðastliðið fimmtudagskvöld. Ástæðan var trúnaðarbrestur sem þau töldu hafa orðið í ríkisstjórninni þegar Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, miðlaði þeim upplýsingum til Bjarna að faðir hans hefði skrifað undir umsögn fyrir dæmdan kynferðisbrotamann á umsókn hans um uppreist æru.

Á laugardag baðst Bjarni lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt og féllst Guðni á það en bað ráðherrann og aðra í ríkisstjórninni að sitja í starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð.


Tengdar fréttir

Þing rofið 28. október og gengið til kosninga

Guðni Th. Jóhannesso, forseti Íslands, féllst í dag á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið og gengið til kosninga þann 28. október næstkomandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.