Forsetinn hvetur kjósendur til að nýta atkvæðisréttinn þrátt fyrir leiða, óþreyju og vonbrigði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2017 12:05 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, á fundi á Bessastöðum í morgun þar sem sá síðarnefndi lagði fram tillögu um þingrof sem forsetinn féllst á. vísir/anton brink Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnir þá sem ná munu kjöri í næstu þingkosningum á þá ábyrgð og skyldu sem á herðum þeirra hvílir að stuðla að stöðugu stjórnarfari í landinu. Innan við ár er síðan kosið var til Alþingis síðast en Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn á fimmtudaginn í síðustu viku. Forsetinn hvetur alla sem atkvæðisrétt hafa að nýta hann. Þá segir hann þá þingmenn sem nú eiga sæti á Alþingi geti áfram reynt að mynda ríkisstjórn þó að hann hafi fallist á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið þann 28. október næstkomandi og gengið til kosninga. Þó kom fram í máli hans að nokkuð snemma hefði orðið ljóst eftir samtöl hans við formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi að ekki yrði farið í að reyna að mynda ríkisstjórn. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsetans á Bessastöðum nú skömmu fyrir hádegi að loknum fundi hans og forsætisráðherra þar sem ráðherrann lagði fram tillögu sína um þingrof. Guðni minnti jafnframt á mikilvægi þess að Alþingi nyti virðingar. „Þingið er þungamiðja okkar og því mikilvægt að þingið njóti virðingar og að þingheimur sé traustsins verður,“ sagði Guðni. Guðni vildi aðspurður ekki leggja mat á það hvaða áhrif það hafi á samfélagið að hafa þingkosningar svo ört en kosningar nú í haust verða þriðju Alþingiskosningar á um fjórum árum. „En hins vegar hvet ég alla sem atkvæðisrétt hafa að nýta hann þrátt fyrir að einhvers konar leiði og óþreyja og vonbrigði sé kannski farin að grípa um sig í hugum fólks.“ Forsetinn tók undir það að atburðarás síðustu daga hefði verið með hreinum ólíkindum. „En við verðum þá að taka því sem að höndum ber og þær aðstæður geta alltaf komið upp að þeir flokkar sem ákveða að setjast í ríkisstjórn telja að samstarfinu verði að ljúka. Þá er svo brýnt að við getum tekið næstu skref án þess að allt fari um koll því stjórnskipun er eitt og stjórnmálin annað.“Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund Guðna í heild sinni. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Kjördagur hefur áhrif á valdatafl innan Sjálfstæðisflokksins Flest bendir til þess að kosið verið til Alþingis 28. október næstkomandi. Upphaflega virtist samkomulag um að kosið yrði viku síðar. 18. september 2017 06:00 Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnir þá sem ná munu kjöri í næstu þingkosningum á þá ábyrgð og skyldu sem á herðum þeirra hvílir að stuðla að stöðugu stjórnarfari í landinu. Innan við ár er síðan kosið var til Alþingis síðast en Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn á fimmtudaginn í síðustu viku. Forsetinn hvetur alla sem atkvæðisrétt hafa að nýta hann. Þá segir hann þá þingmenn sem nú eiga sæti á Alþingi geti áfram reynt að mynda ríkisstjórn þó að hann hafi fallist á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið þann 28. október næstkomandi og gengið til kosninga. Þó kom fram í máli hans að nokkuð snemma hefði orðið ljóst eftir samtöl hans við formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi að ekki yrði farið í að reyna að mynda ríkisstjórn. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsetans á Bessastöðum nú skömmu fyrir hádegi að loknum fundi hans og forsætisráðherra þar sem ráðherrann lagði fram tillögu sína um þingrof. Guðni minnti jafnframt á mikilvægi þess að Alþingi nyti virðingar. „Þingið er þungamiðja okkar og því mikilvægt að þingið njóti virðingar og að þingheimur sé traustsins verður,“ sagði Guðni. Guðni vildi aðspurður ekki leggja mat á það hvaða áhrif það hafi á samfélagið að hafa þingkosningar svo ört en kosningar nú í haust verða þriðju Alþingiskosningar á um fjórum árum. „En hins vegar hvet ég alla sem atkvæðisrétt hafa að nýta hann þrátt fyrir að einhvers konar leiði og óþreyja og vonbrigði sé kannski farin að grípa um sig í hugum fólks.“ Forsetinn tók undir það að atburðarás síðustu daga hefði verið með hreinum ólíkindum. „En við verðum þá að taka því sem að höndum ber og þær aðstæður geta alltaf komið upp að þeir flokkar sem ákveða að setjast í ríkisstjórn telja að samstarfinu verði að ljúka. Þá er svo brýnt að við getum tekið næstu skref án þess að allt fari um koll því stjórnskipun er eitt og stjórnmálin annað.“Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund Guðna í heild sinni.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Kjördagur hefur áhrif á valdatafl innan Sjálfstæðisflokksins Flest bendir til þess að kosið verið til Alþingis 28. október næstkomandi. Upphaflega virtist samkomulag um að kosið yrði viku síðar. 18. september 2017 06:00 Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59
Kjördagur hefur áhrif á valdatafl innan Sjálfstæðisflokksins Flest bendir til þess að kosið verið til Alþingis 28. október næstkomandi. Upphaflega virtist samkomulag um að kosið yrði viku síðar. 18. september 2017 06:00
Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08