Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. september 2017 06:00 Frá sjónvarpskappræðum fyrir síðustu alþingiskosningar. Kosið verður aftur þann 28. október næstkomandi. vísir/vilhelm Einungis einn flokkur af átta stærstu stjórnmálaöflum landsins hefur ákveðið að efna til til prófkjörs til að velja á lista fyrir komandi kosningar. Fjórir flokkar stefna á uppstillingu. „Það verða prófkjör hjá okkur,“ segir Erla Hlynsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, og þannig verði það í öllum kjördæmum. Verið sé að reyna að finna tímasetningar á prófkjörin. „Við höfum alltaf verið með prófkjör og teljum það vera lýðræðislegustu leiðina.“ Samfylkingin hefur ákveðið að beina þeim tilmælum til kjördæmaráða að valið verði með uppstillingu. „Tíminn er mjög naumur og það er ein ástæðan,“ segir Margrét Lind Ólafsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar flokksins. Vinstri græn, Björt framtíð og Flokkur fólksins munu stilla upp listum. Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn hafa hins vegar ekki tekið ákvörðun um hvaða leið verður farin. Ekki hafa fengist svör frá Framsóknarflokknum. Framkvæmdastjórar stærstu flokkanna eru margir sammála um að flokkunum sé þröngur stakkur skorinn fjárhagslega til þess að ráðast í kosningabaráttuna í haust og svo að undirbúa sveitarstjórnarkosningar í vor. Kosningabarátta Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í fyrra kostaði tæplega 27 milljónir króna samkvæmt endurskoðuðum ársreikningi. Kosningabarátta Bjartrar framtíðar kostaði sléttar 27 milljónir og kosningabarátta Pírata kostaði tæpar 19 milljónir króna. Þá kostaði kosningabarátta Flokks fólksins sex milljónir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nam kostnaður við kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins á bilinu 30-40 milljónir. Ekki hafa fengist upplýsingar um kostnað hjá öðrum flokkum. „Ég geri ráð fyrir að við séum ekki verr stödd en sumir aðrir, en við erum samt alls ekki vel stödd fjárhagslega í svoleiðis stórræði. Þar vil ég sérstaklega taka fram að fjárframlög til stjórnmálaflokka hafa lækkað ár frá ári alveg frá hruni eða lengur. Það er áratugur sem framlög til flokka hafa alls ekki hækkað. Ekki einu sinni sem nemur vísitölu og á sama tíma hefur launakostnaður allur og allar vísitölur farið upp úr öllu. Við höfum ekki fengið leiðréttingu samkvæmt einni einustu vísitölu. Við höfum verið í frosti og það bitnar harkalega á flokkunum þegar það er verið að kjósa í sífellu,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG, í samtali við Fréttablaðið. „Það er eins komið fyrir öllum flokkunum held ég að sé óhætt að segja. Þeim er þröngur stakkur skorinn,“ segir Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er brattari. „Við erum miklu miklu sterkari en við vorum í fyrra. Við komumst á fjárlög eftir síðustu kosningar, höfum haldið úti skrifstofu og það hefur verið stærsti kostnaðarliðurinn okkar en við reynum að gera þetta ódýrt.“ Undir þetta tekur Erla Hlynsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. „Við höfum alltaf sýnt ráðdeild,“ segir hún. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Einungis einn flokkur af átta stærstu stjórnmálaöflum landsins hefur ákveðið að efna til til prófkjörs til að velja á lista fyrir komandi kosningar. Fjórir flokkar stefna á uppstillingu. „Það verða prófkjör hjá okkur,“ segir Erla Hlynsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, og þannig verði það í öllum kjördæmum. Verið sé að reyna að finna tímasetningar á prófkjörin. „Við höfum alltaf verið með prófkjör og teljum það vera lýðræðislegustu leiðina.“ Samfylkingin hefur ákveðið að beina þeim tilmælum til kjördæmaráða að valið verði með uppstillingu. „Tíminn er mjög naumur og það er ein ástæðan,“ segir Margrét Lind Ólafsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar flokksins. Vinstri græn, Björt framtíð og Flokkur fólksins munu stilla upp listum. Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn hafa hins vegar ekki tekið ákvörðun um hvaða leið verður farin. Ekki hafa fengist svör frá Framsóknarflokknum. Framkvæmdastjórar stærstu flokkanna eru margir sammála um að flokkunum sé þröngur stakkur skorinn fjárhagslega til þess að ráðast í kosningabaráttuna í haust og svo að undirbúa sveitarstjórnarkosningar í vor. Kosningabarátta Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í fyrra kostaði tæplega 27 milljónir króna samkvæmt endurskoðuðum ársreikningi. Kosningabarátta Bjartrar framtíðar kostaði sléttar 27 milljónir og kosningabarátta Pírata kostaði tæpar 19 milljónir króna. Þá kostaði kosningabarátta Flokks fólksins sex milljónir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nam kostnaður við kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins á bilinu 30-40 milljónir. Ekki hafa fengist upplýsingar um kostnað hjá öðrum flokkum. „Ég geri ráð fyrir að við séum ekki verr stödd en sumir aðrir, en við erum samt alls ekki vel stödd fjárhagslega í svoleiðis stórræði. Þar vil ég sérstaklega taka fram að fjárframlög til stjórnmálaflokka hafa lækkað ár frá ári alveg frá hruni eða lengur. Það er áratugur sem framlög til flokka hafa alls ekki hækkað. Ekki einu sinni sem nemur vísitölu og á sama tíma hefur launakostnaður allur og allar vísitölur farið upp úr öllu. Við höfum ekki fengið leiðréttingu samkvæmt einni einustu vísitölu. Við höfum verið í frosti og það bitnar harkalega á flokkunum þegar það er verið að kjósa í sífellu,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG, í samtali við Fréttablaðið. „Það er eins komið fyrir öllum flokkunum held ég að sé óhætt að segja. Þeim er þröngur stakkur skorinn,“ segir Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er brattari. „Við erum miklu miklu sterkari en við vorum í fyrra. Við komumst á fjárlög eftir síðustu kosningar, höfum haldið úti skrifstofu og það hefur verið stærsti kostnaðarliðurinn okkar en við reynum að gera þetta ódýrt.“ Undir þetta tekur Erla Hlynsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. „Við höfum alltaf sýnt ráðdeild,“ segir hún.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira