Röð kosninga kemur illa við pyngju flokka Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. september 2017 06:00 Frá sjónvarpskappræðum fyrir síðustu alþingiskosningar. Kosið verður aftur þann 28. október næstkomandi. vísir/vilhelm Einungis einn flokkur af átta stærstu stjórnmálaöflum landsins hefur ákveðið að efna til til prófkjörs til að velja á lista fyrir komandi kosningar. Fjórir flokkar stefna á uppstillingu. „Það verða prófkjör hjá okkur,“ segir Erla Hlynsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, og þannig verði það í öllum kjördæmum. Verið sé að reyna að finna tímasetningar á prófkjörin. „Við höfum alltaf verið með prófkjör og teljum það vera lýðræðislegustu leiðina.“ Samfylkingin hefur ákveðið að beina þeim tilmælum til kjördæmaráða að valið verði með uppstillingu. „Tíminn er mjög naumur og það er ein ástæðan,“ segir Margrét Lind Ólafsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar flokksins. Vinstri græn, Björt framtíð og Flokkur fólksins munu stilla upp listum. Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn hafa hins vegar ekki tekið ákvörðun um hvaða leið verður farin. Ekki hafa fengist svör frá Framsóknarflokknum. Framkvæmdastjórar stærstu flokkanna eru margir sammála um að flokkunum sé þröngur stakkur skorinn fjárhagslega til þess að ráðast í kosningabaráttuna í haust og svo að undirbúa sveitarstjórnarkosningar í vor. Kosningabarátta Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í fyrra kostaði tæplega 27 milljónir króna samkvæmt endurskoðuðum ársreikningi. Kosningabarátta Bjartrar framtíðar kostaði sléttar 27 milljónir og kosningabarátta Pírata kostaði tæpar 19 milljónir króna. Þá kostaði kosningabarátta Flokks fólksins sex milljónir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nam kostnaður við kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins á bilinu 30-40 milljónir. Ekki hafa fengist upplýsingar um kostnað hjá öðrum flokkum. „Ég geri ráð fyrir að við séum ekki verr stödd en sumir aðrir, en við erum samt alls ekki vel stödd fjárhagslega í svoleiðis stórræði. Þar vil ég sérstaklega taka fram að fjárframlög til stjórnmálaflokka hafa lækkað ár frá ári alveg frá hruni eða lengur. Það er áratugur sem framlög til flokka hafa alls ekki hækkað. Ekki einu sinni sem nemur vísitölu og á sama tíma hefur launakostnaður allur og allar vísitölur farið upp úr öllu. Við höfum ekki fengið leiðréttingu samkvæmt einni einustu vísitölu. Við höfum verið í frosti og það bitnar harkalega á flokkunum þegar það er verið að kjósa í sífellu,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG, í samtali við Fréttablaðið. „Það er eins komið fyrir öllum flokkunum held ég að sé óhætt að segja. Þeim er þröngur stakkur skorinn,“ segir Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er brattari. „Við erum miklu miklu sterkari en við vorum í fyrra. Við komumst á fjárlög eftir síðustu kosningar, höfum haldið úti skrifstofu og það hefur verið stærsti kostnaðarliðurinn okkar en við reynum að gera þetta ódýrt.“ Undir þetta tekur Erla Hlynsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. „Við höfum alltaf sýnt ráðdeild,“ segir hún. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Einungis einn flokkur af átta stærstu stjórnmálaöflum landsins hefur ákveðið að efna til til prófkjörs til að velja á lista fyrir komandi kosningar. Fjórir flokkar stefna á uppstillingu. „Það verða prófkjör hjá okkur,“ segir Erla Hlynsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, og þannig verði það í öllum kjördæmum. Verið sé að reyna að finna tímasetningar á prófkjörin. „Við höfum alltaf verið með prófkjör og teljum það vera lýðræðislegustu leiðina.“ Samfylkingin hefur ákveðið að beina þeim tilmælum til kjördæmaráða að valið verði með uppstillingu. „Tíminn er mjög naumur og það er ein ástæðan,“ segir Margrét Lind Ólafsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar flokksins. Vinstri græn, Björt framtíð og Flokkur fólksins munu stilla upp listum. Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn hafa hins vegar ekki tekið ákvörðun um hvaða leið verður farin. Ekki hafa fengist svör frá Framsóknarflokknum. Framkvæmdastjórar stærstu flokkanna eru margir sammála um að flokkunum sé þröngur stakkur skorinn fjárhagslega til þess að ráðast í kosningabaráttuna í haust og svo að undirbúa sveitarstjórnarkosningar í vor. Kosningabarátta Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í fyrra kostaði tæplega 27 milljónir króna samkvæmt endurskoðuðum ársreikningi. Kosningabarátta Bjartrar framtíðar kostaði sléttar 27 milljónir og kosningabarátta Pírata kostaði tæpar 19 milljónir króna. Þá kostaði kosningabarátta Flokks fólksins sex milljónir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nam kostnaður við kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins á bilinu 30-40 milljónir. Ekki hafa fengist upplýsingar um kostnað hjá öðrum flokkum. „Ég geri ráð fyrir að við séum ekki verr stödd en sumir aðrir, en við erum samt alls ekki vel stödd fjárhagslega í svoleiðis stórræði. Þar vil ég sérstaklega taka fram að fjárframlög til stjórnmálaflokka hafa lækkað ár frá ári alveg frá hruni eða lengur. Það er áratugur sem framlög til flokka hafa alls ekki hækkað. Ekki einu sinni sem nemur vísitölu og á sama tíma hefur launakostnaður allur og allar vísitölur farið upp úr öllu. Við höfum ekki fengið leiðréttingu samkvæmt einni einustu vísitölu. Við höfum verið í frosti og það bitnar harkalega á flokkunum þegar það er verið að kjósa í sífellu,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG, í samtali við Fréttablaðið. „Það er eins komið fyrir öllum flokkunum held ég að sé óhætt að segja. Þeim er þröngur stakkur skorinn,“ segir Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er brattari. „Við erum miklu miklu sterkari en við vorum í fyrra. Við komumst á fjárlög eftir síðustu kosningar, höfum haldið úti skrifstofu og það hefur verið stærsti kostnaðarliðurinn okkar en við reynum að gera þetta ódýrt.“ Undir þetta tekur Erla Hlynsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. „Við höfum alltaf sýnt ráðdeild,“ segir hún.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira