Sveitarfélögin ekki sammála um akstur næturstrætós um helgar Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2017 10:00 Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarformaður Strætó, segir að boðað verði til nýs fundar hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á næstu dögum. Vísir/eyþór Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru ekki sammála um að veita auknu fé til reksturs Strætós þannig að hægt verði að stórbæta þjónustuna á næsta ári. Þetta segir Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarformaður Strætó, en fulltrúar sveitarfélaganna hittust á fundi á mánudag til að ræða málið. Boðað verður til nýs fundar á næstu dögum. Stjórn Strætó samþykkti í lok síðasta mánaðar að vagnar myndu ganga til eitt á kvöldin, strætó muni ganga á næturnar um helgar og ekki yrði dregið úr þjónustu yfir sumartímann. Þá ætti leið 6, sem gengur frá miðbæ Reykjavíkur og upp í Mosfellsbæ, að ganga á tíu mínútna fresti á álagstímum, auk þess að Strætó myndi bæta leiðakerfi innan sveitarfélaganna. Heiða Björg segir að einhver sveitarfélögin hafi viljað annan fund þar sem farið yrði dýpra í málið. „Það var ákveðið að hafa annan fund þar sem við getum komið með betur útfærðar tillögur. Fundurinn verður mjög fljótlega þar sem sveitarfélög eru að ganga frá fjármálaáætlun þessa dagana.“ Hún segist vonast til að ekki þurfi að draga úr þeim tillögum sem stjórn Strætó hefur samþykkt. „Við vonum ennþá að þetta náist. Við erum að vinna að því að okkar áherslur nái fram að ganga. En auðvitað verða að vera til peningar fyrir því,“ segir Heiða Björg, sem kveðst þó bjartsýn á að samkomulag náist. Samgöngur Tengdar fréttir Stjórn Strætó samþykkir akstur næturstrætós um helgar Strætó hyggst stórbæta þjónustu sína á komandi ári. Vagnar eiga að ganga til eitt á kvöldin, strætó mun ganga á næturnar um helgar og ekki verður dregið úr þjónustu yfir sumartímann. 25. ágúst 2017 16:26 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru ekki sammála um að veita auknu fé til reksturs Strætós þannig að hægt verði að stórbæta þjónustuna á næsta ári. Þetta segir Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarformaður Strætó, en fulltrúar sveitarfélaganna hittust á fundi á mánudag til að ræða málið. Boðað verður til nýs fundar á næstu dögum. Stjórn Strætó samþykkti í lok síðasta mánaðar að vagnar myndu ganga til eitt á kvöldin, strætó muni ganga á næturnar um helgar og ekki yrði dregið úr þjónustu yfir sumartímann. Þá ætti leið 6, sem gengur frá miðbæ Reykjavíkur og upp í Mosfellsbæ, að ganga á tíu mínútna fresti á álagstímum, auk þess að Strætó myndi bæta leiðakerfi innan sveitarfélaganna. Heiða Björg segir að einhver sveitarfélögin hafi viljað annan fund þar sem farið yrði dýpra í málið. „Það var ákveðið að hafa annan fund þar sem við getum komið með betur útfærðar tillögur. Fundurinn verður mjög fljótlega þar sem sveitarfélög eru að ganga frá fjármálaáætlun þessa dagana.“ Hún segist vonast til að ekki þurfi að draga úr þeim tillögum sem stjórn Strætó hefur samþykkt. „Við vonum ennþá að þetta náist. Við erum að vinna að því að okkar áherslur nái fram að ganga. En auðvitað verða að vera til peningar fyrir því,“ segir Heiða Björg, sem kveðst þó bjartsýn á að samkomulag náist.
Samgöngur Tengdar fréttir Stjórn Strætó samþykkir akstur næturstrætós um helgar Strætó hyggst stórbæta þjónustu sína á komandi ári. Vagnar eiga að ganga til eitt á kvöldin, strætó mun ganga á næturnar um helgar og ekki verður dregið úr þjónustu yfir sumartímann. 25. ágúst 2017 16:26 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Stjórn Strætó samþykkir akstur næturstrætós um helgar Strætó hyggst stórbæta þjónustu sína á komandi ári. Vagnar eiga að ganga til eitt á kvöldin, strætó mun ganga á næturnar um helgar og ekki verður dregið úr þjónustu yfir sumartímann. 25. ágúst 2017 16:26