Innlent

Stjórn Strætó samþykkir akstur næturstrætós um helgar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Leið sex, sem gengur frá miðbæ Reykjavíkur og upp í Mosfellsbæ, mun ganga á tíu mínútna fresti á álagstímum. Þá hyggst Strætó bæta leiðakerfi innan sveitarfélaganna.
Leið sex, sem gengur frá miðbæ Reykjavíkur og upp í Mosfellsbæ, mun ganga á tíu mínútna fresti á álagstímum. Þá hyggst Strætó bæta leiðakerfi innan sveitarfélaganna. Vísir/Pjetur
Strætó hyggst stórbæta þjónustu sína á komandi ári. Vagnar eiga að ganga til eitt á kvöldin, strætó mun ganga á næturnar um helgar og ekki verður dregið úr þjónustu yfir sumartímann.  

Leið sex, sem gengur frá miðbæ Reykjavíkur og upp í Mosfellsbæ, mun ganga á tíu mínútna fresti á álagstímum. Þá hyggst Strætó bæta leiðakerfi innan sveitarfélaganna.

Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarformaður Strætó, segist gríðarlega ánægð með áfangann og vonar að nágrannasveitarfélögin sameinist Reykjavík um þetta stóra skref.

„Ef við fáum fjármagn í þetta frá sveitarfélögunum eins og við erum að óska eftir þá erum við að miða við að þessar breytingar taki gildi um áramót,“ segir Heiða í samtali við Vísi.

Hún segir að enn eigi eftir að útfæra það hvaða leiðir það verði sem gangi á næturnar um helgar en segir að þegar stjórn Strætó hafi fyrst byrjað að skoða þetta hafi verið miðað við að það yrðu leiðir eitt til sex.

Aðspurð hvenær stjórnin eigi von á svörum frá sveitarfélögunum varðandi fjármagnið segir Heiða vonast til þess að fá svör núna í byrjun september.

„Sveitarfélögin eru núna að ganga frá fjárhagsáætlunum næsta árs og þetta er svo sem ekki stærstu upphæðirnar þannig. Það gengur líka betur hjá sveitarfélögunum þannig að ég held að það sé frábært að fjárfesta svona í almenningssamgöngum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×