Eyðilagði Van Gaal hollenskan fótbolta? Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. september 2017 16:00 Van Gaal stýrði Hollendingum á HM 2014 Vísir/getty Hollendingar héldu vonum sínum um að komast í lokakeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á lofti með 3-1 sigri á Búlgaríu á sunnudaginn. Hollendingar eru í 3. sæti A-riðils þegar tvær umferðir eru eftir, þremur stigum frá Svíum sem sitja í öðru sætinu. En hvernig stendur á því að liðið sem var í úrslitum 2010 og undanúrslitum 2014 mun líklegast ekki komast í lokakeppnina 2018? Mark Ogden hjá ESPN tók saman áhugaverða samantekt um hollenska landsliðið. Holland var lengi talið eitt af stórveldum Evrópu í fótboltanum og hafa framleitt marga af bestu fótboltamönnum heims, eins og Arjen Robben, Johan Cruyff, Marco van Basten og lengi gæti áfram talið. En Hollendingar hafa verið á niðurleið undan farið, og þótti undankeppni Evrópumótsins 2016 þeim til skammar, þar sem þeir urðu í fjórða sæti í riðlinum, Íslendingum til góðra minninga. Kenningar fótboltaspekinga eru að Luis Van Gaal sé maðurinn á bak við hnignun Hollands, og að hana megi rekja allt til tíunda áratugs síðustu aldar þegar Van Gaal gerði Ajax að Evrópumeisturum félagsliða árið 1995. Þó að Van Gaal hafi sett Ajax og hollenskan fótbolta á toppinn á þeim tíma, þá hafi hans leikstíll leitt til kynslóðar af fótboltamönnum sem séu ekki með sama þor og sjálfstraust og einkenndi fyrirrennara þeirra. Á síðustu tveimur Heimsmeistaramótum voru leikmenn eins og Robben, Wesley Sneijder og Robin van Persie áberandi í liðinu og eru þeir allir búnir eiginleikum og getu í það að breyta leikjum og klára leiki upp á sitt einsdæmi. Þeir eru einmitt síðasta kynslóð ungra leikmanna sem komu fram áður en áhrifum Van Gaal fór að njóta við. Í dag er Robben enn skærasta stjarna hollenska liðsins, og van Persie var kallaður inn í liðið fyrir leikinn gegn Búlgaríu eftir tveggja ára fjarveru frá landsliðinu. Allir þeir ungu leikmenn sem Van Gaal gaf tækifæri með hollenska liðinu árið 2014 eru horfnir út af sjónarsviðinu í dag. Daley Blind spilar reglulega með Manchester United og Georginio Wijnaldum hefur staðið sig vel með Liverpool. Robben er enn að spila með þýska stórveldinu Bayern Munich og Jasper Cillessen er varamarkmaður Barcelona, en fleiri eru hollensku nöfnin í stórliðum í Evrópu ekki. Ajax leit út fyrir að ætla að koma hollenskum fótbolta aftur á kortið þegar þeir komust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili með unga og efnilega leikmenn innanborðs. En allt varð fyrir ekki og nú, 6 mánuðum seinna, bíður þeirra tímabil án Evrópukeppna þar sem liðið komst ekki í gegnum umspil Evrópudeildarinnar. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Hollenska kvennalandsliðsins í fótbolta tryggði sér sinn fyrsta Evrópumeistaratitil með 4-2 sigri á Dönum í úrslitaleik í Enschede í dag. 6. ágúst 2017 17:00 Blind lagði upp tvö í sigri Hollands Hollendingar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í A-riðli undankeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi í dag. 3. september 2017 17:52 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Hollendingar héldu vonum sínum um að komast í lokakeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á lofti með 3-1 sigri á Búlgaríu á sunnudaginn. Hollendingar eru í 3. sæti A-riðils þegar tvær umferðir eru eftir, þremur stigum frá Svíum sem sitja í öðru sætinu. En hvernig stendur á því að liðið sem var í úrslitum 2010 og undanúrslitum 2014 mun líklegast ekki komast í lokakeppnina 2018? Mark Ogden hjá ESPN tók saman áhugaverða samantekt um hollenska landsliðið. Holland var lengi talið eitt af stórveldum Evrópu í fótboltanum og hafa framleitt marga af bestu fótboltamönnum heims, eins og Arjen Robben, Johan Cruyff, Marco van Basten og lengi gæti áfram talið. En Hollendingar hafa verið á niðurleið undan farið, og þótti undankeppni Evrópumótsins 2016 þeim til skammar, þar sem þeir urðu í fjórða sæti í riðlinum, Íslendingum til góðra minninga. Kenningar fótboltaspekinga eru að Luis Van Gaal sé maðurinn á bak við hnignun Hollands, og að hana megi rekja allt til tíunda áratugs síðustu aldar þegar Van Gaal gerði Ajax að Evrópumeisturum félagsliða árið 1995. Þó að Van Gaal hafi sett Ajax og hollenskan fótbolta á toppinn á þeim tíma, þá hafi hans leikstíll leitt til kynslóðar af fótboltamönnum sem séu ekki með sama þor og sjálfstraust og einkenndi fyrirrennara þeirra. Á síðustu tveimur Heimsmeistaramótum voru leikmenn eins og Robben, Wesley Sneijder og Robin van Persie áberandi í liðinu og eru þeir allir búnir eiginleikum og getu í það að breyta leikjum og klára leiki upp á sitt einsdæmi. Þeir eru einmitt síðasta kynslóð ungra leikmanna sem komu fram áður en áhrifum Van Gaal fór að njóta við. Í dag er Robben enn skærasta stjarna hollenska liðsins, og van Persie var kallaður inn í liðið fyrir leikinn gegn Búlgaríu eftir tveggja ára fjarveru frá landsliðinu. Allir þeir ungu leikmenn sem Van Gaal gaf tækifæri með hollenska liðinu árið 2014 eru horfnir út af sjónarsviðinu í dag. Daley Blind spilar reglulega með Manchester United og Georginio Wijnaldum hefur staðið sig vel með Liverpool. Robben er enn að spila með þýska stórveldinu Bayern Munich og Jasper Cillessen er varamarkmaður Barcelona, en fleiri eru hollensku nöfnin í stórliðum í Evrópu ekki. Ajax leit út fyrir að ætla að koma hollenskum fótbolta aftur á kortið þegar þeir komust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili með unga og efnilega leikmenn innanborðs. En allt varð fyrir ekki og nú, 6 mánuðum seinna, bíður þeirra tímabil án Evrópukeppna þar sem liðið komst ekki í gegnum umspil Evrópudeildarinnar.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Hollenska kvennalandsliðsins í fótbolta tryggði sér sinn fyrsta Evrópumeistaratitil með 4-2 sigri á Dönum í úrslitaleik í Enschede í dag. 6. ágúst 2017 17:00 Blind lagði upp tvö í sigri Hollands Hollendingar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í A-riðli undankeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi í dag. 3. september 2017 17:52 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Hollenska kvennalandsliðsins í fótbolta tryggði sér sinn fyrsta Evrópumeistaratitil með 4-2 sigri á Dönum í úrslitaleik í Enschede í dag. 6. ágúst 2017 17:00
Blind lagði upp tvö í sigri Hollands Hollendingar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í A-riðli undankeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi í dag. 3. september 2017 17:52