Fótbolti

Blind lagði upp tvö í sigri Hollands

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Daley Blind í landsleik með Hollandi
Daley Blind í landsleik með Hollandi
Hollendingar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í A-riðli undankeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi í dag.

Davy Propper, leikmaður nýliða Brighton í ensku úrvalsdeildinni, kom Hollendingum yfir strax á 7. mínútu eftir stoðsendingu frá Daley Blind.

Blind var svo aftur á ferðinni á 67. mínútu þegar hann gaf stoðsendingu á Arjen Robben sem kom Hollandi í 2-0.

Georgi Kostadinov kom Búlgaríu inn í leikinn á 69. mínútu, en Davy Propper sá til þess að Hollendingar færu með sigur af hólmi þegar hann skoraði annað mark sitt og þriðja mark Hollands á 80. mínútu.

Hollendingar eru með 13. stig í þriðja sætinu, þremur stigum á eftir Svíþjóð og Frakklandi.

Færeyingar sigruðu Andorra 1-0 á heimavelli í frekar tilgangslitlum leik. Færeyingar eru eftir sigurinn með 8 stig í fjórða sæti B-riðils. Sviss situr í fyrsta sætinu með 21 stig og Portúgal í 2. sæti með 18 stig. Bæði lið eiga leik til góða á Færeyinga.

Gilli Rolantsson Sorensen skoraði sigurmarkið fyrir Færeyjar á 32. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×