Fimmta stigs fellibylur ógnar Ameríku Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. september 2017 06:00 Irma er feiknarstór fellibylur. vísir/afp Fellibylurinn Irma mun á næstu dögum ferðast yfir eða fram hjá meðal annars Púertó Ríkó, Hispanjólu, Kúbu, Bahama-eyjum og stefna á bandaríska ríkið Flórída. Irma mældist snemma í gær á þriðja stigi en var fljótt hækkuð upp í fjórða stig og þaðan í fimmta, sem er hæsta stig fellibylja. Mældist vindur bylsins um 78 metrar á sekúndu og er Irma talin ákaflega hættuleg. Um þessar mundir eru Texas- og Louisiana-ríki Bandaríkjanna að jafna sig eftir að fellibylurinn Harvey gekk þar á land. Þegar Harvey skall á Houston-borg var hann fjórða stigs fellibylur og kostaði tugi fólks lífið og eyðilagði þúsundir heimila og hundruð þúsunda bíla. Irma er eins og stendur öflugri en Harvey og svo gæti farið að hún gangi á land á fyrrnefndum eyjum sem og Flórída og valdi gríðarlegum skaða. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Flórída og bandaríska fellibyljastofnunin NHC hefur gefið út fellibylsviðvaranir fyrir eyjarnar Antígva, Barbúda, Anguilla, Montserrat, St. Kitts, Nevis, Saba, St. Eustatius, Sint Maarten, Saint Martin, Saint Barthelemy, Bresku jómfrúaeyjar, Bandarísku jómfrúaeyjar, Púertó Ríkó, Vieques og Culebra.NHC sagði þó í gær að enn væri óvíst hver áhrif Irmu verða á meginland Bandaríkjanna. Spár gera ráð fyrir því að eftir fjóra til fimm daga, þegar stormurinn verður kominn að ströndum Flórída, verði meðalvindhraði hans um 67 metrar á sekúndu. Til samanburðar er mesta vindhviða sem hefur mælst á Íslandi 74,2 metrar á sekúndu en hún mældist við Gagnheiðarhnúk árið 1995. Mesti tíu mínútna meðalvindhraði mældist við Skálafell við Esju árið 1992, 62,5 metrar á sekúndu. Þá hefur formleg viðvörun ekki verið gefin út á Guadeloupe og í Dóminíska lýðveldinu en viðbúnaðarstigið þar er hátt. Neyðarástand ríkir á Púertó Ríkó en það er fyrsta eyjan sem gert er ráð fyrir að stormurinn ferðist yfir. Evan Myers, stjórnarformaður bandarísku veðurstofunnar AccuWeather, sagði í samtali við Guardian í gær að mögulegt væri að fellibylurinn myndi fara langt með að klára sjóði FEMA, Hamfarastofnunar Bandaríkjanna, þar sem svo stutt væri frá því að Harvey hrelldi Texas og Louisiana. Ricardo Rosello, ríkisstjóri eyjunnar, sagði í yfirlýsingu í gær að þrátt fyrir efnahagsörðugleika væru fimmtán milljónir dala í neyðarsjóðum. Ríkisstjórn eyjunnar hefur nú fryst verð á nauðsynjavörum og Ricardo Ramos, forstjóri orkuveitu eyjunnar, sagði í gær að mögulega yrði stormurinn til þess að stór hluti borgara yrði án rafmagns mánuðum saman. Bahamaeyjar Birtist í Fréttablaðinu Fellibylurinn Harvey Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Grannt fylgst með Irmu Sérfræðingar óttast að fellibylurinn Irma muni ná sama vindhraða og Harvey. 2. september 2017 20:22 Fellibylurinn Irma stefnir á Karíbahafið Er orðinn fimmta stigs fellibylur og vindhraði er 78 metrar á sekúndu. 5. september 2017 13:59 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Fellibylurinn Irma mun á næstu dögum ferðast yfir eða fram hjá meðal annars Púertó Ríkó, Hispanjólu, Kúbu, Bahama-eyjum og stefna á bandaríska ríkið Flórída. Irma mældist snemma í gær á þriðja stigi en var fljótt hækkuð upp í fjórða stig og þaðan í fimmta, sem er hæsta stig fellibylja. Mældist vindur bylsins um 78 metrar á sekúndu og er Irma talin ákaflega hættuleg. Um þessar mundir eru Texas- og Louisiana-ríki Bandaríkjanna að jafna sig eftir að fellibylurinn Harvey gekk þar á land. Þegar Harvey skall á Houston-borg var hann fjórða stigs fellibylur og kostaði tugi fólks lífið og eyðilagði þúsundir heimila og hundruð þúsunda bíla. Irma er eins og stendur öflugri en Harvey og svo gæti farið að hún gangi á land á fyrrnefndum eyjum sem og Flórída og valdi gríðarlegum skaða. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Flórída og bandaríska fellibyljastofnunin NHC hefur gefið út fellibylsviðvaranir fyrir eyjarnar Antígva, Barbúda, Anguilla, Montserrat, St. Kitts, Nevis, Saba, St. Eustatius, Sint Maarten, Saint Martin, Saint Barthelemy, Bresku jómfrúaeyjar, Bandarísku jómfrúaeyjar, Púertó Ríkó, Vieques og Culebra.NHC sagði þó í gær að enn væri óvíst hver áhrif Irmu verða á meginland Bandaríkjanna. Spár gera ráð fyrir því að eftir fjóra til fimm daga, þegar stormurinn verður kominn að ströndum Flórída, verði meðalvindhraði hans um 67 metrar á sekúndu. Til samanburðar er mesta vindhviða sem hefur mælst á Íslandi 74,2 metrar á sekúndu en hún mældist við Gagnheiðarhnúk árið 1995. Mesti tíu mínútna meðalvindhraði mældist við Skálafell við Esju árið 1992, 62,5 metrar á sekúndu. Þá hefur formleg viðvörun ekki verið gefin út á Guadeloupe og í Dóminíska lýðveldinu en viðbúnaðarstigið þar er hátt. Neyðarástand ríkir á Púertó Ríkó en það er fyrsta eyjan sem gert er ráð fyrir að stormurinn ferðist yfir. Evan Myers, stjórnarformaður bandarísku veðurstofunnar AccuWeather, sagði í samtali við Guardian í gær að mögulegt væri að fellibylurinn myndi fara langt með að klára sjóði FEMA, Hamfarastofnunar Bandaríkjanna, þar sem svo stutt væri frá því að Harvey hrelldi Texas og Louisiana. Ricardo Rosello, ríkisstjóri eyjunnar, sagði í yfirlýsingu í gær að þrátt fyrir efnahagsörðugleika væru fimmtán milljónir dala í neyðarsjóðum. Ríkisstjórn eyjunnar hefur nú fryst verð á nauðsynjavörum og Ricardo Ramos, forstjóri orkuveitu eyjunnar, sagði í gær að mögulega yrði stormurinn til þess að stór hluti borgara yrði án rafmagns mánuðum saman.
Bahamaeyjar Birtist í Fréttablaðinu Fellibylurinn Harvey Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Grannt fylgst með Irmu Sérfræðingar óttast að fellibylurinn Irma muni ná sama vindhraða og Harvey. 2. september 2017 20:22 Fellibylurinn Irma stefnir á Karíbahafið Er orðinn fimmta stigs fellibylur og vindhraði er 78 metrar á sekúndu. 5. september 2017 13:59 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Grannt fylgst með Irmu Sérfræðingar óttast að fellibylurinn Irma muni ná sama vindhraða og Harvey. 2. september 2017 20:22
Fellibylurinn Irma stefnir á Karíbahafið Er orðinn fimmta stigs fellibylur og vindhraði er 78 metrar á sekúndu. 5. september 2017 13:59