NFL-stjarna sakar lögregluna í Las Vegas um ofbeldi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2017 09:48 Michael Bennett, varnarmaður Seattle Seahawks, var handtekinn í Las Vegas helgina sem Mayweather og Conor börðust í borginni. vísir/getty Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar, Michael Bennett, varnarmaður Seattle Seahawks, sakar lögregluna í Las Vegas um að hafa beitt sig ofbeldi þegar hann var handtekinn í borginni eftir bardaga þeirra Floyd Mayweather og Conor McGregor þann 26. ágúst síðastliðinn. Bennett segir að lögreglan hafi beitt hann óhóflegu afli og verið móðgandi í hans garð við handtökuna sem Bennett segir hafa verið tilhæfulausa. Hann ýjar að því að lögreglan hafi handtekið hann vegna þess að hann er svartur en lögregluofbeldi í garð svartra hefur verið mikið í deiglunni í Bandaríkjunum undanfarin ár og hefur Bennett áður mótmælt kynþáttamisrétti í landinu.Myndband af handtökunni sem birt var á vef TMZ má sjá hér fyrir neðan.Lögreglan í Las Vegas sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær og hefur hafið rannsókn á handtökunni. Samkvæmt lögreglunni var Bennett handtekinn vegna tilkynningar sem barst um skotárás nálægt Drai-næturklúbbnum. Var hann handtekinn í tengslum við rannsókn þess máls en sleppt eftir 10 mínútur. Maðurinn sem grunaður var um skotárásina var ófundinn. Bennett lýsir því á Twitter hvernig hann upplifði handtökuna. Segir hann meðal annars að lögreglumaðurinn hefði beint byssu að höfði hans og hótað að skjóta það af ef hann svo mikið sem hreyfði sig. Bennett kveðst hafa verið dauðhræddur og ringlaður. Annar lögreglumaður hafi svo komið á staðinn og sett hnéð í bakið á honum þannig að Bennett átti erfitt með að anda. „Það eina sem ég gat hugsað var að ég myndi deyja fyrir það að eitt að vera svartur og að húðlitur minn væri á einhvern hátt ógn,“ skrifar Bennett.Equality. pic.twitter.com/NQ4pJt94AZ— Michael Bennett (@mosesbread72) September 6, 2017 PRESS RELEASE: Undersheriff Kevin McMahill Briefs the Media on Incident Involving Michael Bennett https://t.co/rWXMAo2sCm #LVMPDnews— LVMPD (@LVMPD) September 7, 2017 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar, Michael Bennett, varnarmaður Seattle Seahawks, sakar lögregluna í Las Vegas um að hafa beitt sig ofbeldi þegar hann var handtekinn í borginni eftir bardaga þeirra Floyd Mayweather og Conor McGregor þann 26. ágúst síðastliðinn. Bennett segir að lögreglan hafi beitt hann óhóflegu afli og verið móðgandi í hans garð við handtökuna sem Bennett segir hafa verið tilhæfulausa. Hann ýjar að því að lögreglan hafi handtekið hann vegna þess að hann er svartur en lögregluofbeldi í garð svartra hefur verið mikið í deiglunni í Bandaríkjunum undanfarin ár og hefur Bennett áður mótmælt kynþáttamisrétti í landinu.Myndband af handtökunni sem birt var á vef TMZ má sjá hér fyrir neðan.Lögreglan í Las Vegas sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær og hefur hafið rannsókn á handtökunni. Samkvæmt lögreglunni var Bennett handtekinn vegna tilkynningar sem barst um skotárás nálægt Drai-næturklúbbnum. Var hann handtekinn í tengslum við rannsókn þess máls en sleppt eftir 10 mínútur. Maðurinn sem grunaður var um skotárásina var ófundinn. Bennett lýsir því á Twitter hvernig hann upplifði handtökuna. Segir hann meðal annars að lögreglumaðurinn hefði beint byssu að höfði hans og hótað að skjóta það af ef hann svo mikið sem hreyfði sig. Bennett kveðst hafa verið dauðhræddur og ringlaður. Annar lögreglumaður hafi svo komið á staðinn og sett hnéð í bakið á honum þannig að Bennett átti erfitt með að anda. „Það eina sem ég gat hugsað var að ég myndi deyja fyrir það að eitt að vera svartur og að húðlitur minn væri á einhvern hátt ógn,“ skrifar Bennett.Equality. pic.twitter.com/NQ4pJt94AZ— Michael Bennett (@mosesbread72) September 6, 2017 PRESS RELEASE: Undersheriff Kevin McMahill Briefs the Media on Incident Involving Michael Bennett https://t.co/rWXMAo2sCm #LVMPDnews— LVMPD (@LVMPD) September 7, 2017
Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira