NFL-stjarna sakar lögregluna í Las Vegas um ofbeldi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2017 09:48 Michael Bennett, varnarmaður Seattle Seahawks, var handtekinn í Las Vegas helgina sem Mayweather og Conor börðust í borginni. vísir/getty Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar, Michael Bennett, varnarmaður Seattle Seahawks, sakar lögregluna í Las Vegas um að hafa beitt sig ofbeldi þegar hann var handtekinn í borginni eftir bardaga þeirra Floyd Mayweather og Conor McGregor þann 26. ágúst síðastliðinn. Bennett segir að lögreglan hafi beitt hann óhóflegu afli og verið móðgandi í hans garð við handtökuna sem Bennett segir hafa verið tilhæfulausa. Hann ýjar að því að lögreglan hafi handtekið hann vegna þess að hann er svartur en lögregluofbeldi í garð svartra hefur verið mikið í deiglunni í Bandaríkjunum undanfarin ár og hefur Bennett áður mótmælt kynþáttamisrétti í landinu.Myndband af handtökunni sem birt var á vef TMZ má sjá hér fyrir neðan.Lögreglan í Las Vegas sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær og hefur hafið rannsókn á handtökunni. Samkvæmt lögreglunni var Bennett handtekinn vegna tilkynningar sem barst um skotárás nálægt Drai-næturklúbbnum. Var hann handtekinn í tengslum við rannsókn þess máls en sleppt eftir 10 mínútur. Maðurinn sem grunaður var um skotárásina var ófundinn. Bennett lýsir því á Twitter hvernig hann upplifði handtökuna. Segir hann meðal annars að lögreglumaðurinn hefði beint byssu að höfði hans og hótað að skjóta það af ef hann svo mikið sem hreyfði sig. Bennett kveðst hafa verið dauðhræddur og ringlaður. Annar lögreglumaður hafi svo komið á staðinn og sett hnéð í bakið á honum þannig að Bennett átti erfitt með að anda. „Það eina sem ég gat hugsað var að ég myndi deyja fyrir það að eitt að vera svartur og að húðlitur minn væri á einhvern hátt ógn,“ skrifar Bennett.Equality. pic.twitter.com/NQ4pJt94AZ— Michael Bennett (@mosesbread72) September 6, 2017 PRESS RELEASE: Undersheriff Kevin McMahill Briefs the Media on Incident Involving Michael Bennett https://t.co/rWXMAo2sCm #LVMPDnews— LVMPD (@LVMPD) September 7, 2017 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Sjá meira
Ein skærasta stjarna NFL-deildarinnar, Michael Bennett, varnarmaður Seattle Seahawks, sakar lögregluna í Las Vegas um að hafa beitt sig ofbeldi þegar hann var handtekinn í borginni eftir bardaga þeirra Floyd Mayweather og Conor McGregor þann 26. ágúst síðastliðinn. Bennett segir að lögreglan hafi beitt hann óhóflegu afli og verið móðgandi í hans garð við handtökuna sem Bennett segir hafa verið tilhæfulausa. Hann ýjar að því að lögreglan hafi handtekið hann vegna þess að hann er svartur en lögregluofbeldi í garð svartra hefur verið mikið í deiglunni í Bandaríkjunum undanfarin ár og hefur Bennett áður mótmælt kynþáttamisrétti í landinu.Myndband af handtökunni sem birt var á vef TMZ má sjá hér fyrir neðan.Lögreglan í Las Vegas sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær og hefur hafið rannsókn á handtökunni. Samkvæmt lögreglunni var Bennett handtekinn vegna tilkynningar sem barst um skotárás nálægt Drai-næturklúbbnum. Var hann handtekinn í tengslum við rannsókn þess máls en sleppt eftir 10 mínútur. Maðurinn sem grunaður var um skotárásina var ófundinn. Bennett lýsir því á Twitter hvernig hann upplifði handtökuna. Segir hann meðal annars að lögreglumaðurinn hefði beint byssu að höfði hans og hótað að skjóta það af ef hann svo mikið sem hreyfði sig. Bennett kveðst hafa verið dauðhræddur og ringlaður. Annar lögreglumaður hafi svo komið á staðinn og sett hnéð í bakið á honum þannig að Bennett átti erfitt með að anda. „Það eina sem ég gat hugsað var að ég myndi deyja fyrir það að eitt að vera svartur og að húðlitur minn væri á einhvern hátt ógn,“ skrifar Bennett.Equality. pic.twitter.com/NQ4pJt94AZ— Michael Bennett (@mosesbread72) September 6, 2017 PRESS RELEASE: Undersheriff Kevin McMahill Briefs the Media on Incident Involving Michael Bennett https://t.co/rWXMAo2sCm #LVMPDnews— LVMPD (@LVMPD) September 7, 2017
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Sjá meira