Stendur ekki til að malbika malarstæði Landspítalans Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. september 2017 06:00 Bílastæðið var í slæmu ástandi á mánudag þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. vísir/ernir Malarbílastæði við Landspítalann í Fossvogi er illa farið og vætutíð undanfarinna daga hefur leikið það illa. Í mestu rigningunum hafa djúpar holur malarstæðisins fyllst af vatni og planið allt verið sem eitt stórt forarsvað. Kallað hefur verið eftir því að planið verði malbikað en engar áætlanir eru um það. Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, vakti athygli á skelfilegu ástandinu í harðorðri færslu á Facebook-síðu sinni í vikunni þar sem hann benti meðal annars á að malarstæðið hefði fengið að standa í nánast óbreyttri mynd frá opnun spítalans fyrir fimmtíu árum. Þá skoraði hann á Dag B. Eggertsson borgarstjóra eða Óttar Proppé heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir því að planið yrði malbikað og stakk upp á að það gæti verið fyrirtaks fimmtugsafmælisgjöf til spítalans. Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans, segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að malarstæðið hafi verið heflað tíu dögum áður en meðfylgjandi mynd var tekin á mánudag.Eftir lagfæringar á mánudagskvöld leit planið svona út. Spurning er hversu lengi það helst svona Vísir/Ernir„Vætutíð hefur leikið það illa,“ segir Ingólfur en farið var í lagfæringar á planinu á ný á mánudagskvöld. Fyrir utan þunga umferð sem jafnan er um bílastæðið verður ástand malarstæðisins enn verra í mikilli úrkomu því vatnselgur sem rennur niður götuna Áland við innkeyrsluna að bráðamóttöku Landspítalans endar að stórum hluta inni á malarplaninu. Fjársvelti Landspítalans er vel þekkt og þar hefur þurft að halda fast í hverja krónu þegar kemur að viðhaldi og framkvæmdum af einhverju tagi. Aðspurður segir Ingólfur það á forræði spítalans að gera úrbætur á planinu þar sem það sé innan lóðar hans. „Það er ekki á framkvæmdaáætlun ársins að malbika það.“ Hann segir að kostnaður við lagfæringar líkt og þær sem farið var í á mánudag sé minniháttar. Þær séu gerðar með eigin vélum og mannskap. Kostnaður við að malbika muni án efa nema tugum milljóna. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Malarbílastæði við Landspítalann í Fossvogi er illa farið og vætutíð undanfarinna daga hefur leikið það illa. Í mestu rigningunum hafa djúpar holur malarstæðisins fyllst af vatni og planið allt verið sem eitt stórt forarsvað. Kallað hefur verið eftir því að planið verði malbikað en engar áætlanir eru um það. Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, vakti athygli á skelfilegu ástandinu í harðorðri færslu á Facebook-síðu sinni í vikunni þar sem hann benti meðal annars á að malarstæðið hefði fengið að standa í nánast óbreyttri mynd frá opnun spítalans fyrir fimmtíu árum. Þá skoraði hann á Dag B. Eggertsson borgarstjóra eða Óttar Proppé heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir því að planið yrði malbikað og stakk upp á að það gæti verið fyrirtaks fimmtugsafmælisgjöf til spítalans. Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans, segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að malarstæðið hafi verið heflað tíu dögum áður en meðfylgjandi mynd var tekin á mánudag.Eftir lagfæringar á mánudagskvöld leit planið svona út. Spurning er hversu lengi það helst svona Vísir/Ernir„Vætutíð hefur leikið það illa,“ segir Ingólfur en farið var í lagfæringar á planinu á ný á mánudagskvöld. Fyrir utan þunga umferð sem jafnan er um bílastæðið verður ástand malarstæðisins enn verra í mikilli úrkomu því vatnselgur sem rennur niður götuna Áland við innkeyrsluna að bráðamóttöku Landspítalans endar að stórum hluta inni á malarplaninu. Fjársvelti Landspítalans er vel þekkt og þar hefur þurft að halda fast í hverja krónu þegar kemur að viðhaldi og framkvæmdum af einhverju tagi. Aðspurður segir Ingólfur það á forræði spítalans að gera úrbætur á planinu þar sem það sé innan lóðar hans. „Það er ekki á framkvæmdaáætlun ársins að malbika það.“ Hann segir að kostnaður við lagfæringar líkt og þær sem farið var í á mánudag sé minniháttar. Þær séu gerðar með eigin vélum og mannskap. Kostnaður við að malbika muni án efa nema tugum milljóna.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira