Erlent

Íbúar Karíbaeyja búa sig undir José

Þórdís Valsdóttir skrifar
Fellibylurinn Irma hefur valdið gríðarlegu tjóni á eyjum Karíbahafsins og búist er við að fellibylurinn José muni valda enn meiri skaða.
Fellibylurinn Irma hefur valdið gríðarlegu tjóni á eyjum Karíbahafsins og búist er við að fellibylurinn José muni valda enn meiri skaða. Vísir/AFP
Fellibylurinn José nálgast nú þær eyjar í Karíbahafi sem nú þegar hafa orðið fyrir barðinu á fellibylnum Irmu. Búist er við því að José, sem nú er skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur, verði öflugri á næstu dögum.

Irma hefur nú þegar valdið miklu tjóni á eyjum Karíbahafsins og kostað í það minnsta tuttugu manns lífið. Íbúar eyjanna búa sig nú undir næsta storm.

Vindhraði José nær nú 67 metrum á sekúndu og hefur fellibylsviðvörun verið gefin út fyrir eyjurnar Barbúda, Angvíla, St. Martin og St. Barthelemy. Í fellibylsviðvörun er fólgið að búist er við fellibylsástandi á næsta sólarhring og fólk er hvatt til að undirbúa sig.

Bæði yfirvöld og einkarekin ferðaþjónustufyrirtæki hafa unnið hörðum höndum við að flytja alla íbúa eyjarinnar Barbúda til nágrannaeyjunnar Antígva þar til José fer hjá. Íbúar Barbúda eru 1.600 talsins og hefur þeim verið komið fyrir í neyðarskýlum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×