Thomas sagði vinnufélaga sínum að hann hefði kysst konuna sem kom í bílinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 14:29 Thomas hefur hulið andlit sitt í dómssal þegar myndatökur eru leyfðar. Vísir/Eyþór Thomas Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að bana Birnu Brjánsdóttur, sagði vinnufélaga sínum á Polar Nanoq að hann hefði kysst konu sem hefði komið upp í bíl sem hann hafði á leigu aðfaranótt 14. janúar. Þetta kom fram í skýrslutöku yfir vinnufélaganum, Inuk Kristiansen, en þeir Thomas unnu saman á grænlenska togaranum Polar Nanoq. Thomas sagði fyrir dómi í dag að hann hefði ekki kysst stúlkuna sem kom í bílinn en hann bar í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði gert það. Bæði Thomas og Nikolaj Olsen, sem einnig er skipverji á Polar Nanoq, báru fyrir dómi í morgun að Inuk hafi verið með þeim hluta föstudagskvöldsins 13. janúar.Fylgst er með öllu því sem fram fer í dómssal í beinni textalýsingu í vaktinni á Vísi.Úlpan þvegin og þurr Inuk, sem gaf skýrslu í gegnum síma, fór með Thomasi á föstudeginum að leigja bíl. Þeir hefðu farið á æfingu og síðan farið í skipið. Um kvöldið hefðu þeir Thomas svo skutlað Nikolaj niður í bæ og svo farið aftur að skipinu sem var við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. Kolbrún Benediktsdóttir, sækjandi, spurði hvort það hefði staðið til að þeir færu aftur niður í bæ. Inuk sagði að Thomas hefði talað um að hann ætlaði að fara niður í bæ. Aðspurður sagði Inuk að hann hefði skilið úlpuna sína eftir í bílnum sem Thomas hefði tekið á leigu. Þegar Thomas hafi látið hann fá úlpuna var búið að þvo hana og þurrka hana.Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, verjandi Thomasar, fara yfir málin í dómssal í dag.Vísir/EyþórKonan hefði ælt á úlpuna „Hann sagði að konan hefði ælt á úlpuna og þess vegna hafði hann tekið hana og þurrkað hana,“ sagði Inuk. Kolbrún sækjandi spurði hann þá um hvaða konu væri að ræða. „Ég man ekki nákvæmlega hvort það var ein eða tvær konur en allavega sagði hann að það hefði verið ælt á hana,“ sagði Inuk. „Sagði Thomas þér að það hefði verið kona í bílnum sem hefði ælt á úlpuna?“ „Já, hann sagði mér að það var kona í bílnum sem hefði ælt á úlpuna,“ svaraði Inuk. Inuk sagði að Thomas hefði ekki sagt mikið meira um konuna en svaraði því játandi þegar hann var spurður að því hvort að Thomas hefði sagt að hann hefði kysst konuna. Thomas hefði hins vegar ekki sagt honum hvar það hefði gerst. Aðspurður sagði Inuk að Thomas hefði líklegast sagt honum þetta á laugardeginum, það er 14. janúar.Man vel eftir skilum á úlpunni Thomas sagði fyrir dómi í morgun að hann hefði þrifið ælu í bílnum og fyrir dómi í dag sagði Inuk að þegar hann fór með Thomasi að skila bílnum á laugardeginum þá hefði hann sagt honum að það hefði verið æla í bílnum. „Þegar ég kom inn í bílinn fann ég að það var blettur og ég get ekki útskýrt hvernig lykt en það var já, smá lykt.“ Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, spurði Inuk hvort það gæti verið að úlpunni hans hefði verið skilað þannig að hún var hengd upp fyrir utan káetuna hans. „Nei, ég man vel eftir því að hann gaf mér úlpuna sjálfur,“ sagði Inuk. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Læknisskoðun á Thomasi eftir handtökuna: Var með klórför á bringunni og höndunum Fingrafar Thomasar fannst á ökuskírteini Birnu en aðspurður kvaðst Thomas aldrei hafa séð það. 21. ágúst 2017 12:20 Gjörbreyttur framburður Thomasar: Segir Nikolaj hafa keyrt burt með stúlkuna sem kom inn í bílinn Þeir notuðu kærustuna mína og sögðust ætla að sýna kærustunni minni myndirnar til að sýna hvers konar skrímsli ég er, segir Thomas Møller Olsen sem sakaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 21. ágúst 2017 11:11 Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15 Nikolaj Olsen fyrir dómi: „Ef ég hefði keyrt bílinn svona fullur hefði ég sennilega lent í slysi“ Nikolaj Olsen, skipverjinn af Polar Nanoq sem var með Thomasi Møller Olsen nóttina sem Birna Brjánsdóttir hvarf, mundi lítið um málsatvik þegar hann bar vitni fyrir dómi í dag. 21. ágúst 2017 13:37 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Thomas Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að bana Birnu Brjánsdóttur, sagði vinnufélaga sínum á Polar Nanoq að hann hefði kysst konu sem hefði komið upp í bíl sem hann hafði á leigu aðfaranótt 14. janúar. Þetta kom fram í skýrslutöku yfir vinnufélaganum, Inuk Kristiansen, en þeir Thomas unnu saman á grænlenska togaranum Polar Nanoq. Thomas sagði fyrir dómi í dag að hann hefði ekki kysst stúlkuna sem kom í bílinn en hann bar í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði gert það. Bæði Thomas og Nikolaj Olsen, sem einnig er skipverji á Polar Nanoq, báru fyrir dómi í morgun að Inuk hafi verið með þeim hluta föstudagskvöldsins 13. janúar.Fylgst er með öllu því sem fram fer í dómssal í beinni textalýsingu í vaktinni á Vísi.Úlpan þvegin og þurr Inuk, sem gaf skýrslu í gegnum síma, fór með Thomasi á föstudeginum að leigja bíl. Þeir hefðu farið á æfingu og síðan farið í skipið. Um kvöldið hefðu þeir Thomas svo skutlað Nikolaj niður í bæ og svo farið aftur að skipinu sem var við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. Kolbrún Benediktsdóttir, sækjandi, spurði hvort það hefði staðið til að þeir færu aftur niður í bæ. Inuk sagði að Thomas hefði talað um að hann ætlaði að fara niður í bæ. Aðspurður sagði Inuk að hann hefði skilið úlpuna sína eftir í bílnum sem Thomas hefði tekið á leigu. Þegar Thomas hafi látið hann fá úlpuna var búið að þvo hana og þurrka hana.Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, verjandi Thomasar, fara yfir málin í dómssal í dag.Vísir/EyþórKonan hefði ælt á úlpuna „Hann sagði að konan hefði ælt á úlpuna og þess vegna hafði hann tekið hana og þurrkað hana,“ sagði Inuk. Kolbrún sækjandi spurði hann þá um hvaða konu væri að ræða. „Ég man ekki nákvæmlega hvort það var ein eða tvær konur en allavega sagði hann að það hefði verið ælt á hana,“ sagði Inuk. „Sagði Thomas þér að það hefði verið kona í bílnum sem hefði ælt á úlpuna?“ „Já, hann sagði mér að það var kona í bílnum sem hefði ælt á úlpuna,“ svaraði Inuk. Inuk sagði að Thomas hefði ekki sagt mikið meira um konuna en svaraði því játandi þegar hann var spurður að því hvort að Thomas hefði sagt að hann hefði kysst konuna. Thomas hefði hins vegar ekki sagt honum hvar það hefði gerst. Aðspurður sagði Inuk að Thomas hefði líklegast sagt honum þetta á laugardeginum, það er 14. janúar.Man vel eftir skilum á úlpunni Thomas sagði fyrir dómi í morgun að hann hefði þrifið ælu í bílnum og fyrir dómi í dag sagði Inuk að þegar hann fór með Thomasi að skila bílnum á laugardeginum þá hefði hann sagt honum að það hefði verið æla í bílnum. „Þegar ég kom inn í bílinn fann ég að það var blettur og ég get ekki útskýrt hvernig lykt en það var já, smá lykt.“ Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, spurði Inuk hvort það gæti verið að úlpunni hans hefði verið skilað þannig að hún var hengd upp fyrir utan káetuna hans. „Nei, ég man vel eftir því að hann gaf mér úlpuna sjálfur,“ sagði Inuk.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Læknisskoðun á Thomasi eftir handtökuna: Var með klórför á bringunni og höndunum Fingrafar Thomasar fannst á ökuskírteini Birnu en aðspurður kvaðst Thomas aldrei hafa séð það. 21. ágúst 2017 12:20 Gjörbreyttur framburður Thomasar: Segir Nikolaj hafa keyrt burt með stúlkuna sem kom inn í bílinn Þeir notuðu kærustuna mína og sögðust ætla að sýna kærustunni minni myndirnar til að sýna hvers konar skrímsli ég er, segir Thomas Møller Olsen sem sakaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 21. ágúst 2017 11:11 Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15 Nikolaj Olsen fyrir dómi: „Ef ég hefði keyrt bílinn svona fullur hefði ég sennilega lent í slysi“ Nikolaj Olsen, skipverjinn af Polar Nanoq sem var með Thomasi Møller Olsen nóttina sem Birna Brjánsdóttir hvarf, mundi lítið um málsatvik þegar hann bar vitni fyrir dómi í dag. 21. ágúst 2017 13:37 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Læknisskoðun á Thomasi eftir handtökuna: Var með klórför á bringunni og höndunum Fingrafar Thomasar fannst á ökuskírteini Birnu en aðspurður kvaðst Thomas aldrei hafa séð það. 21. ágúst 2017 12:20
Gjörbreyttur framburður Thomasar: Segir Nikolaj hafa keyrt burt með stúlkuna sem kom inn í bílinn Þeir notuðu kærustuna mína og sögðust ætla að sýna kærustunni minni myndirnar til að sýna hvers konar skrímsli ég er, segir Thomas Møller Olsen sem sakaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 21. ágúst 2017 11:11
Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15
Nikolaj Olsen fyrir dómi: „Ef ég hefði keyrt bílinn svona fullur hefði ég sennilega lent í slysi“ Nikolaj Olsen, skipverjinn af Polar Nanoq sem var með Thomasi Møller Olsen nóttina sem Birna Brjánsdóttir hvarf, mundi lítið um málsatvik þegar hann bar vitni fyrir dómi í dag. 21. ágúst 2017 13:37