Magakveisa herjar á starfsfólk grunnskóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2017 15:46 Hörðuvallaskóli í Hafnarfirði er annar tveggja skóla þar sem starfsmann hafa margir hverjir fengið óþægindi í maga og niðurgang undanfarnar vikur. ALARK Arkitektar Skólastarf í Háaleitisskóla - Hvassaleiti í Reykjavík og Hörðuvallaskóla verður ekki stöðvað vegna veikinda starfsmanna skólans. Ekki er talin hætta á að nemendur smitist. Matarsýking er talin líklegasta ástæðan á veikindum starfsfólksins sem hafa fundið fyrir óþægindum í maga og niðurgang. Veikindin komu upp skömmu eftir að tugir erlendra skáta veiktust í kjölfar nóróveirusýkingar sem kom upp á Úlfljótsvatni. Kviknaði strax grunur um að veikindi skátanna og kennarnna tengdust. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir hins vegarað faraldur magakveisu hafi komið upp meðal starfmanna skólanna tveggja á síðustu tveimur vikum. Stór hluti starfsmanna hafi veikst með magaóþægindum og niðurgangi sem varir í nokkra daga. Ekki hafi borið á ofangreindum veikindum meðal starfsmanna annarra skóla á höfuðborgarsvæðinu og þeir starfsmenn sem hafi veikst virðast ekki hafa smitað aðra í neinum mæli. „Rannsóknir á veikum einstaklingum hafa enn sem komið er ekki leitt í ljós sýkingarvald veikindanna og ekki er ljóst á þessari stundu hvernig einstaklingarnir smituðust en líklegt er að um matarsýkingu sé að ræða,“ segir í tilkynningu frá MAST. Á samráðsfundi sóttvarnalæknis með stjórnendum skólanna, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, umdæmis- og svæðislæknum sóttvarna á höfuðborgarsvæðinu og Matvælastofnun var ákveðið að senda fleiri sýni í rannsóknir frá veikum einstaklingum og matvælum en þegar hefur verið gert. „Veikum starfsmönnum verður ráðlagt að halda sig heima meðan niðurgangurinn gengur yfir og að auki í einn dag til viðbótar. Hvatt er til almenns hreinlætis og handþvottar og að farið sé eftir leiðbeiningum um meðferð matvæla.“ Ekki er talin hætta á að magakveisan breiðist út til nemenda og því ekki ástæða til að stöðva starfsemi skólanna á grunni sýkingarhættu. Áfram verður fylgst náið með framgangi veikinda í þessum tveimur skólum og hvort faraldrar komi upp í öðrum skólum segir í tilkynningunni. Skólasetning í Háaleitisskóla - Hvassaleiti sem fyrirhuguð var á þriðjudaginn fór ekki fram fyrr en í dag vegna fyrrnefndra veikinda. Skátar Grunnskólar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Meirihluti starfsfólks með magakveisu Skólasetningu í Háaleitisskóla hefur verið frestað þar sem meirihluti starfsfólks skólans er veikur af magapest. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir börnin fá að njóta vafans en niðurstöðu úr sýnatöku er að vænta í vikunni. 21. ágúst 2017 20:15 Skólasetningu frestað vegna veikinda starfsmanna Nemendur í Hvassaleiti mæta í skólann á fimmtudag en ekki þriðjudag. 21. ágúst 2017 15:12 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Skólastarf í Háaleitisskóla - Hvassaleiti í Reykjavík og Hörðuvallaskóla verður ekki stöðvað vegna veikinda starfsmanna skólans. Ekki er talin hætta á að nemendur smitist. Matarsýking er talin líklegasta ástæðan á veikindum starfsfólksins sem hafa fundið fyrir óþægindum í maga og niðurgang. Veikindin komu upp skömmu eftir að tugir erlendra skáta veiktust í kjölfar nóróveirusýkingar sem kom upp á Úlfljótsvatni. Kviknaði strax grunur um að veikindi skátanna og kennarnna tengdust. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir hins vegarað faraldur magakveisu hafi komið upp meðal starfmanna skólanna tveggja á síðustu tveimur vikum. Stór hluti starfsmanna hafi veikst með magaóþægindum og niðurgangi sem varir í nokkra daga. Ekki hafi borið á ofangreindum veikindum meðal starfsmanna annarra skóla á höfuðborgarsvæðinu og þeir starfsmenn sem hafi veikst virðast ekki hafa smitað aðra í neinum mæli. „Rannsóknir á veikum einstaklingum hafa enn sem komið er ekki leitt í ljós sýkingarvald veikindanna og ekki er ljóst á þessari stundu hvernig einstaklingarnir smituðust en líklegt er að um matarsýkingu sé að ræða,“ segir í tilkynningu frá MAST. Á samráðsfundi sóttvarnalæknis með stjórnendum skólanna, Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, umdæmis- og svæðislæknum sóttvarna á höfuðborgarsvæðinu og Matvælastofnun var ákveðið að senda fleiri sýni í rannsóknir frá veikum einstaklingum og matvælum en þegar hefur verið gert. „Veikum starfsmönnum verður ráðlagt að halda sig heima meðan niðurgangurinn gengur yfir og að auki í einn dag til viðbótar. Hvatt er til almenns hreinlætis og handþvottar og að farið sé eftir leiðbeiningum um meðferð matvæla.“ Ekki er talin hætta á að magakveisan breiðist út til nemenda og því ekki ástæða til að stöðva starfsemi skólanna á grunni sýkingarhættu. Áfram verður fylgst náið með framgangi veikinda í þessum tveimur skólum og hvort faraldrar komi upp í öðrum skólum segir í tilkynningunni. Skólasetning í Háaleitisskóla - Hvassaleiti sem fyrirhuguð var á þriðjudaginn fór ekki fram fyrr en í dag vegna fyrrnefndra veikinda.
Skátar Grunnskólar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Meirihluti starfsfólks með magakveisu Skólasetningu í Háaleitisskóla hefur verið frestað þar sem meirihluti starfsfólks skólans er veikur af magapest. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir börnin fá að njóta vafans en niðurstöðu úr sýnatöku er að vænta í vikunni. 21. ágúst 2017 20:15 Skólasetningu frestað vegna veikinda starfsmanna Nemendur í Hvassaleiti mæta í skólann á fimmtudag en ekki þriðjudag. 21. ágúst 2017 15:12 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Meirihluti starfsfólks með magakveisu Skólasetningu í Háaleitisskóla hefur verið frestað þar sem meirihluti starfsfólks skólans er veikur af magapest. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir börnin fá að njóta vafans en niðurstöðu úr sýnatöku er að vænta í vikunni. 21. ágúst 2017 20:15
Skólasetningu frestað vegna veikinda starfsmanna Nemendur í Hvassaleiti mæta í skólann á fimmtudag en ekki þriðjudag. 21. ágúst 2017 15:12