Tuttugu Stjörnumörk í tveimur Evrópuleikum | Nýtt íslenskt met í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2017 15:57 Leikurinn í dag var eins og létt æfing fyrir Stjörnukonur. Vísir/Eyþór Stjörnukonur buðu upp á aðra markaveisluna í röð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Króatíu í dag þegar Garðabæjarliðið vann 11-0 sigur á ZFK Istanov frá Makedóníu. Þetta er stærsti sigur íslensk liðs í Evrópukeppni frá upphafi en gamla metið fyrir Evrópukeppnina í ár var 9-0 sigur Valskvenna á ísraelska liðinu Maccabi Holon árið 2008. Stjarnan jafnaði metið í fyrsta leiknum í riðlinum og bætti það síðan í kvöld. Þetta er líka í fyrsta sinn sem íslenskt lið skorar meira en tíu mörk í einum og sama Evrópuleiknum. Stjarnan vann 9-0 sigur á færeyska liðinu frá Klaksvík í fyrsta leik sínum í riðlinum og hefur þar með skoraði tuttugu mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum. Síðasti leikurinn á móti heimastúlkum í Osijek verður hreinn úrslitaleikur um sæti í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði tvö mörk í leiknum í dag auk þess að gefa 2 stoðsendingar og er þar með búin að skora fjögur mörk og gefa þrjár stoðsendingar í fyrstu tveimur Evrópuleikjum sínum á ferlinum. Hún lék með Selfossi þegar Stjarnan komst síðast í Evrópukeppni. Donna Key Henry skoraði þrennu á fyrstu átta mínútum seinni hálfleiksins en hún er þar með komin með fimm mörk samanlagt í þessum tveimur leikjum. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði þrennu í dag og er því með fjögur mörk samanlagt. Þessar þrjár hafa því allar skorað meira en tvö mörk að meðaltali í leik í þessum tveimur leikjum. Fyrsta mark Stjörnuliðsins í dag skoraði Lorina White en svo tóku þær Katrín, Guðmunda og Donna við. Ana Victoria Cate fékk tækifæri til að skora tíunda markið en lét verja frá sér vítaspyrnu á 86. mínútu. Það kom hinsvegar tveimur mínútum síðar en markaskorararinn var Viktoría Valdís Guðrúnardóttir. Ellefta og síðasta markið var síðan sjálfsmark eins leikmanns Istanov.Stjarnan - ZFK Istanov 11-0 (5-0) 1-0 Lorina White (18.) 2-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (31.) 3-0 Guðmunda Brynja Óladóttir (43.) 4-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (43.) 5-0 Guðmunda Brynja Óladóttir (45.+3) 6-0 Donna Key Henry (47.) 7-0 Donna Key Henry (51.) 8-0 Donna Key Henry (53.) 9-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (62.) 10-0 Viktoría Valdís Guðrúnardóttir (88.) 11-0 Sjálfsmark (90.+1) Fótbolti Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Stjörnukonur buðu upp á aðra markaveisluna í röð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Króatíu í dag þegar Garðabæjarliðið vann 11-0 sigur á ZFK Istanov frá Makedóníu. Þetta er stærsti sigur íslensk liðs í Evrópukeppni frá upphafi en gamla metið fyrir Evrópukeppnina í ár var 9-0 sigur Valskvenna á ísraelska liðinu Maccabi Holon árið 2008. Stjarnan jafnaði metið í fyrsta leiknum í riðlinum og bætti það síðan í kvöld. Þetta er líka í fyrsta sinn sem íslenskt lið skorar meira en tíu mörk í einum og sama Evrópuleiknum. Stjarnan vann 9-0 sigur á færeyska liðinu frá Klaksvík í fyrsta leik sínum í riðlinum og hefur þar með skoraði tuttugu mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum. Síðasti leikurinn á móti heimastúlkum í Osijek verður hreinn úrslitaleikur um sæti í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði tvö mörk í leiknum í dag auk þess að gefa 2 stoðsendingar og er þar með búin að skora fjögur mörk og gefa þrjár stoðsendingar í fyrstu tveimur Evrópuleikjum sínum á ferlinum. Hún lék með Selfossi þegar Stjarnan komst síðast í Evrópukeppni. Donna Key Henry skoraði þrennu á fyrstu átta mínútum seinni hálfleiksins en hún er þar með komin með fimm mörk samanlagt í þessum tveimur leikjum. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði þrennu í dag og er því með fjögur mörk samanlagt. Þessar þrjár hafa því allar skorað meira en tvö mörk að meðaltali í leik í þessum tveimur leikjum. Fyrsta mark Stjörnuliðsins í dag skoraði Lorina White en svo tóku þær Katrín, Guðmunda og Donna við. Ana Victoria Cate fékk tækifæri til að skora tíunda markið en lét verja frá sér vítaspyrnu á 86. mínútu. Það kom hinsvegar tveimur mínútum síðar en markaskorararinn var Viktoría Valdís Guðrúnardóttir. Ellefta og síðasta markið var síðan sjálfsmark eins leikmanns Istanov.Stjarnan - ZFK Istanov 11-0 (5-0) 1-0 Lorina White (18.) 2-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (31.) 3-0 Guðmunda Brynja Óladóttir (43.) 4-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (43.) 5-0 Guðmunda Brynja Óladóttir (45.+3) 6-0 Donna Key Henry (47.) 7-0 Donna Key Henry (51.) 8-0 Donna Key Henry (53.) 9-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (62.) 10-0 Viktoría Valdís Guðrúnardóttir (88.) 11-0 Sjálfsmark (90.+1)
Fótbolti Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira