Kristján Guðmundsson: Ef maður er sannur meistari þá er maður kurteis Gabríel Sighvatsson skrifar 27. ágúst 2017 16:00 Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV. Vísir/Eyþór Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var ekki sáttur að leikslokum eftir 2-3 tap ÍBV gegn Val á Hásteinsvelli í dag. „Ég er fyrst og fremst svekktur með nálgunina okkar við leikinn, við fáum tvö mörk á okkur á fyrstu 20 mínútunum. Við erum langt frá þeim, förum ekki í kontakt við þá eða neitt og gáfum þeim bara í raun þessi mörk.“ „Ætla ekkert að taka frá þeim að þeir spiluðu mjög vel en við leyfðum þeim líka að spila vel,“ „Ég átta mig ekki á því af hverju við fáum á okkur þetta mark,“ sagði Kristján og var þar að vitna í þriðja mark Vals. „Við vinnum seinni hálfleik 2-1 en við eigum að vera miklu fastari fyrir heldur en að fá á okkur þetta mark, sem var svipað og í fyrri hálfleik,“ bætti hann við. ÍBV kom til baka en það reyndist ekki nóg. „Það var gott hjá liðinu að ná að skora og koma til baka með 2 mörk og með einhverri heppni hefðum við getað jafnað leikinn.“ „Varamennirnir skiptu máli, þeir voru að valda usla og það er gott að sjá það, við þurfum á því að halda að þeir geri góða hluti.“ Eyjamenn eru enn í fallsæti og geta misst liðin fyrir ofan sig þremur stigum framúr sér. „Útlitið er ekkert svartara en fyrir leikinn, við verðum bara að sjá hvernig fer í hinum leikjunum. Við erum áfram í þessari störukeppni og ætlum að vinna hana og það getur vel verið að það komi í ljós í seinustu umferð hver verður sigurvegarinn þar.“ Kristján lenti í harkalegu rifrildi við einhverja úr þjálfarateymi Vals, þegar stuðningsmannalag ÍBV fór að hljóma í tækjunum inni í búningsklefa Vals og var ljóst að hann var ekki par sáttur með þá. Þá skilst undirrituðum að þetta sé hefð hjá Valsliðinu að spila þetta lag eftir sigurleiki og hafi ekkert með leikinn í dag að gera. „Það getur vel verið að þeir spili Eyjalagið eftir hvern einasta leik en það átti ekki við núna og ef maður er sannur meistari þá er maður kurteis og þeir voru það ekki.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira
Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var ekki sáttur að leikslokum eftir 2-3 tap ÍBV gegn Val á Hásteinsvelli í dag. „Ég er fyrst og fremst svekktur með nálgunina okkar við leikinn, við fáum tvö mörk á okkur á fyrstu 20 mínútunum. Við erum langt frá þeim, förum ekki í kontakt við þá eða neitt og gáfum þeim bara í raun þessi mörk.“ „Ætla ekkert að taka frá þeim að þeir spiluðu mjög vel en við leyfðum þeim líka að spila vel,“ „Ég átta mig ekki á því af hverju við fáum á okkur þetta mark,“ sagði Kristján og var þar að vitna í þriðja mark Vals. „Við vinnum seinni hálfleik 2-1 en við eigum að vera miklu fastari fyrir heldur en að fá á okkur þetta mark, sem var svipað og í fyrri hálfleik,“ bætti hann við. ÍBV kom til baka en það reyndist ekki nóg. „Það var gott hjá liðinu að ná að skora og koma til baka með 2 mörk og með einhverri heppni hefðum við getað jafnað leikinn.“ „Varamennirnir skiptu máli, þeir voru að valda usla og það er gott að sjá það, við þurfum á því að halda að þeir geri góða hluti.“ Eyjamenn eru enn í fallsæti og geta misst liðin fyrir ofan sig þremur stigum framúr sér. „Útlitið er ekkert svartara en fyrir leikinn, við verðum bara að sjá hvernig fer í hinum leikjunum. Við erum áfram í þessari störukeppni og ætlum að vinna hana og það getur vel verið að það komi í ljós í seinustu umferð hver verður sigurvegarinn þar.“ Kristján lenti í harkalegu rifrildi við einhverja úr þjálfarateymi Vals, þegar stuðningsmannalag ÍBV fór að hljóma í tækjunum inni í búningsklefa Vals og var ljóst að hann var ekki par sáttur með þá. Þá skilst undirrituðum að þetta sé hefð hjá Valsliðinu að spila þetta lag eftir sigurleiki og hafi ekkert með leikinn í dag að gera. „Það getur vel verið að þeir spili Eyjalagið eftir hvern einasta leik en það átti ekki við núna og ef maður er sannur meistari þá er maður kurteis og þeir voru það ekki.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira