Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. ágúst 2017 20:55 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fer ofan í saumana á ástandinu í Texas. Einar Sveinbjörnsson/Bandaríska veðurstofan Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita. Spurður að því hvort þetta sé með verstu fellibyljunum sem við þekkjum segir Einar að það fari eftir því hvaða mælikvarða við notum. Hann bendir á að fellibylurinn Katarína sem kom yfir New Orleans hafi valdið mun meira tjóni og þá var fellibylurinn auk þess flokkaður hæst sem fimmta stigs. Hann segir þó að það sem sé sérstakt við fellibylinn Harvey sé það að hann hafi verið fjórða stigs þegar hann gekk á land.Fellibylurinn sem kom á land yfir New Orleans var flokkaður sem fimmta stigs þegar hann var sem kröftugastur. Hann olli mikilli eyðileggingu.Vísir/afpEins og vél sem tæmir úr sér Að sögn Einars fylgir stórum fellibyljum oft mikil sjávarborðshækkun og sjór gengur á land „en maður hefur ekki heyrt að það beinlínis hafi verið að valda miklum vandræðum eins og var aðalmálið þegar Katarínufellibylurinn kom inn yfir New Orleans.“ Að sögn Einars er það þessi gríðarlega úrkoma sem fylgir fellbylnum „sem mælist í hundruðum millimetra, sérstaklega vegna þess að „kerfið“ strandar bara inni í landi og tæmir þar úr sér hægt og rólega.“ Einar segir að fellibyljir séu eins konar varma- eða gufuvélar sem rífi hreinlega upp rakann sem fyrir er. „Það verður mikil uppgufun úr heitum sjónum. Hann þarf að vera 27° í yfirborði til að viðhalda þessum vélum,“ segir Einar til útskýringar.Það er mikið vatnsveður í Houston, Texas.Vísir/afpÚrkoman verður mikil þangað til allur raki er uppurinn „Við það að rakinn nái svona hátt upp í háloftin, þar sem hann kólnar og þéttist í úrkomu, og síðan er uppgufunin að neðan frá sjónum, þá er þetta bara eins og vél sem beinir rakanum alltaf hærra og hærra upp síðan fellur þetta niður sem úrkoma,“ segir Einar og bætir við að oftast gangi fellibyljir yfir staði og valdi vondu veðri í sex til tólf klukkustundir en í tilfelli fellibylsins Harvey er svo mikill raki til staðar og því verður úrkoman eins mikil og raun ber vitni og verður þannig þar til allur raki er uppurinn. Láglent svæði Vandinn við ástandið í Texas eru landfræðilegar aðstæður, um er að ræða láglend ósa- og flæðilönd. „Það er svo láglent að það sjatnar svo lítið í þessu vatni. Það er svo lengi að renna til sjávar,“ segir Einar um vatnsveðrið af völdum Harveys.Fellibyljum vex ásmegin í KyrrahafinuEf við tökum mið af hlýnun jarðar, megum við eiga von á meira af þessu?„Það hefur verið mikil umræða um áhrif loftslagsbreytinga og hlýnun sjávar á bæði tíðni og styrk fellibylja. Það er mjög greinilegt hvað fellibyljum hefur vaxið ásmegin á Kyrrahafinu; fellibyljir sem koma inn yfir Filippseyjar, Kóreuskaga, Japan og Kína. Við höfum mörg dæmi um þetta en það bara ratar síður í fréttirnar til okkar – eða það er ekki sagt eins ítarlega frá því en það hafa verið mjög mannskæðir og illskeyttir fellibyljir þar undanfarin haust,“ segir Einar. Hann segir að það hafi ekki verið sýnt fram á það að tíðni Atlantshafsfellibylja hafi aukist en hann setur spurningarmerki við þá sem hafa verið í Kyrrahafinu.Svo mikill raki er til staðar og því verður úrkoman svona mikil.Vísir/afpEkki tíðni heldur styrkur Einar segir aftur á móti að það sé mjög líklegt að stærri fellibyljum komi til með að fjölga: „Það er bara vegna þessara auknu kyndiáhrifa að neðan og hækkandi sjávarhita. Ef réttar aðstæður skapast að öðru leyti verður þróunin eða dýpkunin í „kerfunum“ örari og þar með eru meiri líkur á að fellibyljirnir verði stærri en annars væri.“ Einar segir þetta varpa ljósi á loftslagsbreytingar. „Það eru þessar náttúruhamfarir, þessir ógnarkraftar fellibyljanna.“ Tengdar fréttir Öflugasti fellibylurinn í þrettán ár Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir tvö hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. 26. ágúst 2017 20:39 Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt, sá öflugasti í Bandaríkjunum í 12 ár. 26. ágúst 2017 08:19 Söguleg hamfaraflóð í Houston Fordæmalaus vatnselgur liggur nú yfir Houston og fleiri svæðum nærri ströndum Texas. Flóðin þar eiga enn að versna með áframhaldandi úrhelli. 27. ágúst 2017 14:23 Viðvörun um banvæn skyndiflóð gefin út í Texas Hitabeltisstormurinn Harvey er öflugasti stormurinn sem hefur gengið yfir Texas í hálfa öld. 27. ágúst 2017 07:21 Einn látinn af völdum fellibylsins Harvey Í Texas munu verða "gríðarleg og lífshættuleg flóð,“ eins og segir í viðvörun Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna, nú þegar fellibylurinn Harvey heldur áfram ferð sinni inn til landsins. Harvey skall á ströndinni sem 4. stigs fellibylur, hinn stærsti til að ná meginlandi Bandaríkjanna í 13 ár. Hann hefur nú verið lækkaður niður í hitabeltisstorm. 26. ágúst 2017 21:51 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita. Spurður að því hvort þetta sé með verstu fellibyljunum sem við þekkjum segir Einar að það fari eftir því hvaða mælikvarða við notum. Hann bendir á að fellibylurinn Katarína sem kom yfir New Orleans hafi valdið mun meira tjóni og þá var fellibylurinn auk þess flokkaður hæst sem fimmta stigs. Hann segir þó að það sem sé sérstakt við fellibylinn Harvey sé það að hann hafi verið fjórða stigs þegar hann gekk á land.Fellibylurinn sem kom á land yfir New Orleans var flokkaður sem fimmta stigs þegar hann var sem kröftugastur. Hann olli mikilli eyðileggingu.Vísir/afpEins og vél sem tæmir úr sér Að sögn Einars fylgir stórum fellibyljum oft mikil sjávarborðshækkun og sjór gengur á land „en maður hefur ekki heyrt að það beinlínis hafi verið að valda miklum vandræðum eins og var aðalmálið þegar Katarínufellibylurinn kom inn yfir New Orleans.“ Að sögn Einars er það þessi gríðarlega úrkoma sem fylgir fellbylnum „sem mælist í hundruðum millimetra, sérstaklega vegna þess að „kerfið“ strandar bara inni í landi og tæmir þar úr sér hægt og rólega.“ Einar segir að fellibyljir séu eins konar varma- eða gufuvélar sem rífi hreinlega upp rakann sem fyrir er. „Það verður mikil uppgufun úr heitum sjónum. Hann þarf að vera 27° í yfirborði til að viðhalda þessum vélum,“ segir Einar til útskýringar.Það er mikið vatnsveður í Houston, Texas.Vísir/afpÚrkoman verður mikil þangað til allur raki er uppurinn „Við það að rakinn nái svona hátt upp í háloftin, þar sem hann kólnar og þéttist í úrkomu, og síðan er uppgufunin að neðan frá sjónum, þá er þetta bara eins og vél sem beinir rakanum alltaf hærra og hærra upp síðan fellur þetta niður sem úrkoma,“ segir Einar og bætir við að oftast gangi fellibyljir yfir staði og valdi vondu veðri í sex til tólf klukkustundir en í tilfelli fellibylsins Harvey er svo mikill raki til staðar og því verður úrkoman eins mikil og raun ber vitni og verður þannig þar til allur raki er uppurinn. Láglent svæði Vandinn við ástandið í Texas eru landfræðilegar aðstæður, um er að ræða láglend ósa- og flæðilönd. „Það er svo láglent að það sjatnar svo lítið í þessu vatni. Það er svo lengi að renna til sjávar,“ segir Einar um vatnsveðrið af völdum Harveys.Fellibyljum vex ásmegin í KyrrahafinuEf við tökum mið af hlýnun jarðar, megum við eiga von á meira af þessu?„Það hefur verið mikil umræða um áhrif loftslagsbreytinga og hlýnun sjávar á bæði tíðni og styrk fellibylja. Það er mjög greinilegt hvað fellibyljum hefur vaxið ásmegin á Kyrrahafinu; fellibyljir sem koma inn yfir Filippseyjar, Kóreuskaga, Japan og Kína. Við höfum mörg dæmi um þetta en það bara ratar síður í fréttirnar til okkar – eða það er ekki sagt eins ítarlega frá því en það hafa verið mjög mannskæðir og illskeyttir fellibyljir þar undanfarin haust,“ segir Einar. Hann segir að það hafi ekki verið sýnt fram á það að tíðni Atlantshafsfellibylja hafi aukist en hann setur spurningarmerki við þá sem hafa verið í Kyrrahafinu.Svo mikill raki er til staðar og því verður úrkoman svona mikil.Vísir/afpEkki tíðni heldur styrkur Einar segir aftur á móti að það sé mjög líklegt að stærri fellibyljum komi til með að fjölga: „Það er bara vegna þessara auknu kyndiáhrifa að neðan og hækkandi sjávarhita. Ef réttar aðstæður skapast að öðru leyti verður þróunin eða dýpkunin í „kerfunum“ örari og þar með eru meiri líkur á að fellibyljirnir verði stærri en annars væri.“ Einar segir þetta varpa ljósi á loftslagsbreytingar. „Það eru þessar náttúruhamfarir, þessir ógnarkraftar fellibyljanna.“
Tengdar fréttir Öflugasti fellibylurinn í þrettán ár Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir tvö hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. 26. ágúst 2017 20:39 Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt, sá öflugasti í Bandaríkjunum í 12 ár. 26. ágúst 2017 08:19 Söguleg hamfaraflóð í Houston Fordæmalaus vatnselgur liggur nú yfir Houston og fleiri svæðum nærri ströndum Texas. Flóðin þar eiga enn að versna með áframhaldandi úrhelli. 27. ágúst 2017 14:23 Viðvörun um banvæn skyndiflóð gefin út í Texas Hitabeltisstormurinn Harvey er öflugasti stormurinn sem hefur gengið yfir Texas í hálfa öld. 27. ágúst 2017 07:21 Einn látinn af völdum fellibylsins Harvey Í Texas munu verða "gríðarleg og lífshættuleg flóð,“ eins og segir í viðvörun Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna, nú þegar fellibylurinn Harvey heldur áfram ferð sinni inn til landsins. Harvey skall á ströndinni sem 4. stigs fellibylur, hinn stærsti til að ná meginlandi Bandaríkjanna í 13 ár. Hann hefur nú verið lækkaður niður í hitabeltisstorm. 26. ágúst 2017 21:51 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Sjá meira
Öflugasti fellibylurinn í þrettán ár Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir tvö hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. 26. ágúst 2017 20:39
Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt, sá öflugasti í Bandaríkjunum í 12 ár. 26. ágúst 2017 08:19
Söguleg hamfaraflóð í Houston Fordæmalaus vatnselgur liggur nú yfir Houston og fleiri svæðum nærri ströndum Texas. Flóðin þar eiga enn að versna með áframhaldandi úrhelli. 27. ágúst 2017 14:23
Viðvörun um banvæn skyndiflóð gefin út í Texas Hitabeltisstormurinn Harvey er öflugasti stormurinn sem hefur gengið yfir Texas í hálfa öld. 27. ágúst 2017 07:21
Einn látinn af völdum fellibylsins Harvey Í Texas munu verða "gríðarleg og lífshættuleg flóð,“ eins og segir í viðvörun Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna, nú þegar fellibylurinn Harvey heldur áfram ferð sinni inn til landsins. Harvey skall á ströndinni sem 4. stigs fellibylur, hinn stærsti til að ná meginlandi Bandaríkjanna í 13 ár. Hann hefur nú verið lækkaður niður í hitabeltisstorm. 26. ágúst 2017 21:51
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels