Ólýsanleg gleði og spennufall hjá nýkrýndri Ungfrú Ísland Guðný Hrönn skrifar 28. ágúst 2017 17:00 Hin tvítuga Ólafía Ósk er Ungfrú Ísland 2017. MYND/UNGFRÚ ÍSLAND Það var hin tvítuga Ólafía Ósk Finnsdóttir sem hreppti titilinn Ungfrú Ísland í fegurðarsamkeppninni sem fór fram í Hörpu á laugardaginn. Spurð út í hvernig tilfinningin hafi verið þegar hún heyrði nafn sitt kallað upp í fyrrakvöld þegar Ungfrú Ísland 2017 var krýnd segir Ólafía: „Gleði- og spennutilfinningin er ólýsanleg og ég er enn þá í spennufalli.“ „Ég var búin að ákveða að njóta kvöldsins og hafa gaman, en ég get nú ekki neitað því að ég fékk smá fiðring þegar ég var komin upp í Hörpu og keppnin að hefjast,“ segir Ólafía aðspurð hvort hún hafi verið stressuð yfir lokakvöldinu. Ólafía hefur alltaf verið aðdáandi Ungfrú Ísland-keppninnar að eigin sögn. „Ég hef alltaf fylgst með Ungfrú Ísland frá því að ég var lítil og alltaf litið upp til þeirra stelpna sem hafa tekið þátt. Það var nú ekki beint planið hjá mér að taka þátt í sumar en ég ákvað að slá til og njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt og kynnast fullt af frábærum og yndislegum stelpum.“ Ólafía segir það einmitt hafa verið það besta við að taka þátt í keppninni: að kynnast hinum 23 stelpunum sem kepptu um titilinn.„Það var skemmtilegast að kynnast stelpunum og gera allt sem við gerðum í sumar. Til dæmis fórum við í kajakferð og út að borða sem þjappaði hópnum saman.“En hvað var það erfiðasta? „Erfiðast var örugglega að labba svona hægt og halda jafnvægi á skónum í kjólaatriðinu en æfingin skapar meistarann,“ segir hún og hlær.Undirbúningur fyrir Miss World fram undan Ólafía er spennt fyrir að takast á við þau verkefni sem fylgja titlinum Ungfrú Ísland. „Ég fæ að fara út til Kína og taka þátt í Miss World og þar mun ég fá tækifæri til að kynnast stelpum frá öllum heimshornum. Ég stefni líka á að sinna góðgerðastörfum eins og mig hefur alltaf dreymt um.“ Þegar blaðamaður náði tali af Ólafíu var hún á leið í flug til Boston en næstu dagar fara í það að slaka á. „Núna erum við kærastinn minn að fara í smá sumarfrí og við verðum í Boston í eina nótt og förum svo til Orlando í Flórída í níu nætur. Það verður gott að komast í sólina og slaka á eftir törnina undanfarnar vikur. Ætli ég hafi ekki líka löggilda ástæðu núna til að kaupa mér ný föt,“ segir hún og skellir upp úr. Tengdar fréttir Ólafía Ósk Finnsdóttir er Ungfrú Ísland 2017 Ólafía Ósk starfar í farþegaþjónustu hjá Icelandair og langar til þess að stofna eigið fyrirtæki og sérhæfa sig í fatahönnun. Þá dreymir hana um að fara til Tanzaníu og vinna með börnum. 26. ágúst 2017 22:28 Vinsæl í Ungfrú Ísland: Brýtur niður staðalímyndir Stefanía Tara Þrastardóttir er sem stendur efst í netkosningu Ungfrú Ísland. 24. ágúst 2017 11:30 Stefanía Tara svarar Ásdísi Rán fullum hálsi Ísdrottningin Ásdís Rán var harðlega gagnrýnd í dag fyrir að gefa í skyn að Stefanía Tara hafi verið "uppfyllingarefni" í Ungfrú Ísland. 27. ágúst 2017 21:12 „Það mega allir hafa sínar skoðanir“ Birgitta Líf Björnsdóttir framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland tekur ekki afstöðu til athugasemda Ásdísar Ránar. 27. ágúst 2017 22:30 Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Það var hin tvítuga Ólafía Ósk Finnsdóttir sem hreppti titilinn Ungfrú Ísland í fegurðarsamkeppninni sem fór fram í Hörpu á laugardaginn. Spurð út í hvernig tilfinningin hafi verið þegar hún heyrði nafn sitt kallað upp í fyrrakvöld þegar Ungfrú Ísland 2017 var krýnd segir Ólafía: „Gleði- og spennutilfinningin er ólýsanleg og ég er enn þá í spennufalli.“ „Ég var búin að ákveða að njóta kvöldsins og hafa gaman, en ég get nú ekki neitað því að ég fékk smá fiðring þegar ég var komin upp í Hörpu og keppnin að hefjast,“ segir Ólafía aðspurð hvort hún hafi verið stressuð yfir lokakvöldinu. Ólafía hefur alltaf verið aðdáandi Ungfrú Ísland-keppninnar að eigin sögn. „Ég hef alltaf fylgst með Ungfrú Ísland frá því að ég var lítil og alltaf litið upp til þeirra stelpna sem hafa tekið þátt. Það var nú ekki beint planið hjá mér að taka þátt í sumar en ég ákvað að slá til og njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt og kynnast fullt af frábærum og yndislegum stelpum.“ Ólafía segir það einmitt hafa verið það besta við að taka þátt í keppninni: að kynnast hinum 23 stelpunum sem kepptu um titilinn.„Það var skemmtilegast að kynnast stelpunum og gera allt sem við gerðum í sumar. Til dæmis fórum við í kajakferð og út að borða sem þjappaði hópnum saman.“En hvað var það erfiðasta? „Erfiðast var örugglega að labba svona hægt og halda jafnvægi á skónum í kjólaatriðinu en æfingin skapar meistarann,“ segir hún og hlær.Undirbúningur fyrir Miss World fram undan Ólafía er spennt fyrir að takast á við þau verkefni sem fylgja titlinum Ungfrú Ísland. „Ég fæ að fara út til Kína og taka þátt í Miss World og þar mun ég fá tækifæri til að kynnast stelpum frá öllum heimshornum. Ég stefni líka á að sinna góðgerðastörfum eins og mig hefur alltaf dreymt um.“ Þegar blaðamaður náði tali af Ólafíu var hún á leið í flug til Boston en næstu dagar fara í það að slaka á. „Núna erum við kærastinn minn að fara í smá sumarfrí og við verðum í Boston í eina nótt og förum svo til Orlando í Flórída í níu nætur. Það verður gott að komast í sólina og slaka á eftir törnina undanfarnar vikur. Ætli ég hafi ekki líka löggilda ástæðu núna til að kaupa mér ný föt,“ segir hún og skellir upp úr.
Tengdar fréttir Ólafía Ósk Finnsdóttir er Ungfrú Ísland 2017 Ólafía Ósk starfar í farþegaþjónustu hjá Icelandair og langar til þess að stofna eigið fyrirtæki og sérhæfa sig í fatahönnun. Þá dreymir hana um að fara til Tanzaníu og vinna með börnum. 26. ágúst 2017 22:28 Vinsæl í Ungfrú Ísland: Brýtur niður staðalímyndir Stefanía Tara Þrastardóttir er sem stendur efst í netkosningu Ungfrú Ísland. 24. ágúst 2017 11:30 Stefanía Tara svarar Ásdísi Rán fullum hálsi Ísdrottningin Ásdís Rán var harðlega gagnrýnd í dag fyrir að gefa í skyn að Stefanía Tara hafi verið "uppfyllingarefni" í Ungfrú Ísland. 27. ágúst 2017 21:12 „Það mega allir hafa sínar skoðanir“ Birgitta Líf Björnsdóttir framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland tekur ekki afstöðu til athugasemda Ásdísar Ránar. 27. ágúst 2017 22:30 Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Ólafía Ósk Finnsdóttir er Ungfrú Ísland 2017 Ólafía Ósk starfar í farþegaþjónustu hjá Icelandair og langar til þess að stofna eigið fyrirtæki og sérhæfa sig í fatahönnun. Þá dreymir hana um að fara til Tanzaníu og vinna með börnum. 26. ágúst 2017 22:28
Vinsæl í Ungfrú Ísland: Brýtur niður staðalímyndir Stefanía Tara Þrastardóttir er sem stendur efst í netkosningu Ungfrú Ísland. 24. ágúst 2017 11:30
Stefanía Tara svarar Ásdísi Rán fullum hálsi Ísdrottningin Ásdís Rán var harðlega gagnrýnd í dag fyrir að gefa í skyn að Stefanía Tara hafi verið "uppfyllingarefni" í Ungfrú Ísland. 27. ágúst 2017 21:12
„Það mega allir hafa sínar skoðanir“ Birgitta Líf Björnsdóttir framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland tekur ekki afstöðu til athugasemda Ásdísar Ránar. 27. ágúst 2017 22:30