Ólýsanleg gleði og spennufall hjá nýkrýndri Ungfrú Ísland Guðný Hrönn skrifar 28. ágúst 2017 17:00 Hin tvítuga Ólafía Ósk er Ungfrú Ísland 2017. MYND/UNGFRÚ ÍSLAND Það var hin tvítuga Ólafía Ósk Finnsdóttir sem hreppti titilinn Ungfrú Ísland í fegurðarsamkeppninni sem fór fram í Hörpu á laugardaginn. Spurð út í hvernig tilfinningin hafi verið þegar hún heyrði nafn sitt kallað upp í fyrrakvöld þegar Ungfrú Ísland 2017 var krýnd segir Ólafía: „Gleði- og spennutilfinningin er ólýsanleg og ég er enn þá í spennufalli.“ „Ég var búin að ákveða að njóta kvöldsins og hafa gaman, en ég get nú ekki neitað því að ég fékk smá fiðring þegar ég var komin upp í Hörpu og keppnin að hefjast,“ segir Ólafía aðspurð hvort hún hafi verið stressuð yfir lokakvöldinu. Ólafía hefur alltaf verið aðdáandi Ungfrú Ísland-keppninnar að eigin sögn. „Ég hef alltaf fylgst með Ungfrú Ísland frá því að ég var lítil og alltaf litið upp til þeirra stelpna sem hafa tekið þátt. Það var nú ekki beint planið hjá mér að taka þátt í sumar en ég ákvað að slá til og njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt og kynnast fullt af frábærum og yndislegum stelpum.“ Ólafía segir það einmitt hafa verið það besta við að taka þátt í keppninni: að kynnast hinum 23 stelpunum sem kepptu um titilinn.„Það var skemmtilegast að kynnast stelpunum og gera allt sem við gerðum í sumar. Til dæmis fórum við í kajakferð og út að borða sem þjappaði hópnum saman.“En hvað var það erfiðasta? „Erfiðast var örugglega að labba svona hægt og halda jafnvægi á skónum í kjólaatriðinu en æfingin skapar meistarann,“ segir hún og hlær.Undirbúningur fyrir Miss World fram undan Ólafía er spennt fyrir að takast á við þau verkefni sem fylgja titlinum Ungfrú Ísland. „Ég fæ að fara út til Kína og taka þátt í Miss World og þar mun ég fá tækifæri til að kynnast stelpum frá öllum heimshornum. Ég stefni líka á að sinna góðgerðastörfum eins og mig hefur alltaf dreymt um.“ Þegar blaðamaður náði tali af Ólafíu var hún á leið í flug til Boston en næstu dagar fara í það að slaka á. „Núna erum við kærastinn minn að fara í smá sumarfrí og við verðum í Boston í eina nótt og förum svo til Orlando í Flórída í níu nætur. Það verður gott að komast í sólina og slaka á eftir törnina undanfarnar vikur. Ætli ég hafi ekki líka löggilda ástæðu núna til að kaupa mér ný föt,“ segir hún og skellir upp úr. Tengdar fréttir Ólafía Ósk Finnsdóttir er Ungfrú Ísland 2017 Ólafía Ósk starfar í farþegaþjónustu hjá Icelandair og langar til þess að stofna eigið fyrirtæki og sérhæfa sig í fatahönnun. Þá dreymir hana um að fara til Tanzaníu og vinna með börnum. 26. ágúst 2017 22:28 Vinsæl í Ungfrú Ísland: Brýtur niður staðalímyndir Stefanía Tara Þrastardóttir er sem stendur efst í netkosningu Ungfrú Ísland. 24. ágúst 2017 11:30 Stefanía Tara svarar Ásdísi Rán fullum hálsi Ísdrottningin Ásdís Rán var harðlega gagnrýnd í dag fyrir að gefa í skyn að Stefanía Tara hafi verið "uppfyllingarefni" í Ungfrú Ísland. 27. ágúst 2017 21:12 „Það mega allir hafa sínar skoðanir“ Birgitta Líf Björnsdóttir framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland tekur ekki afstöðu til athugasemda Ásdísar Ránar. 27. ágúst 2017 22:30 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Sjá meira
Það var hin tvítuga Ólafía Ósk Finnsdóttir sem hreppti titilinn Ungfrú Ísland í fegurðarsamkeppninni sem fór fram í Hörpu á laugardaginn. Spurð út í hvernig tilfinningin hafi verið þegar hún heyrði nafn sitt kallað upp í fyrrakvöld þegar Ungfrú Ísland 2017 var krýnd segir Ólafía: „Gleði- og spennutilfinningin er ólýsanleg og ég er enn þá í spennufalli.“ „Ég var búin að ákveða að njóta kvöldsins og hafa gaman, en ég get nú ekki neitað því að ég fékk smá fiðring þegar ég var komin upp í Hörpu og keppnin að hefjast,“ segir Ólafía aðspurð hvort hún hafi verið stressuð yfir lokakvöldinu. Ólafía hefur alltaf verið aðdáandi Ungfrú Ísland-keppninnar að eigin sögn. „Ég hef alltaf fylgst með Ungfrú Ísland frá því að ég var lítil og alltaf litið upp til þeirra stelpna sem hafa tekið þátt. Það var nú ekki beint planið hjá mér að taka þátt í sumar en ég ákvað að slá til og njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt og kynnast fullt af frábærum og yndislegum stelpum.“ Ólafía segir það einmitt hafa verið það besta við að taka þátt í keppninni: að kynnast hinum 23 stelpunum sem kepptu um titilinn.„Það var skemmtilegast að kynnast stelpunum og gera allt sem við gerðum í sumar. Til dæmis fórum við í kajakferð og út að borða sem þjappaði hópnum saman.“En hvað var það erfiðasta? „Erfiðast var örugglega að labba svona hægt og halda jafnvægi á skónum í kjólaatriðinu en æfingin skapar meistarann,“ segir hún og hlær.Undirbúningur fyrir Miss World fram undan Ólafía er spennt fyrir að takast á við þau verkefni sem fylgja titlinum Ungfrú Ísland. „Ég fæ að fara út til Kína og taka þátt í Miss World og þar mun ég fá tækifæri til að kynnast stelpum frá öllum heimshornum. Ég stefni líka á að sinna góðgerðastörfum eins og mig hefur alltaf dreymt um.“ Þegar blaðamaður náði tali af Ólafíu var hún á leið í flug til Boston en næstu dagar fara í það að slaka á. „Núna erum við kærastinn minn að fara í smá sumarfrí og við verðum í Boston í eina nótt og förum svo til Orlando í Flórída í níu nætur. Það verður gott að komast í sólina og slaka á eftir törnina undanfarnar vikur. Ætli ég hafi ekki líka löggilda ástæðu núna til að kaupa mér ný föt,“ segir hún og skellir upp úr.
Tengdar fréttir Ólafía Ósk Finnsdóttir er Ungfrú Ísland 2017 Ólafía Ósk starfar í farþegaþjónustu hjá Icelandair og langar til þess að stofna eigið fyrirtæki og sérhæfa sig í fatahönnun. Þá dreymir hana um að fara til Tanzaníu og vinna með börnum. 26. ágúst 2017 22:28 Vinsæl í Ungfrú Ísland: Brýtur niður staðalímyndir Stefanía Tara Þrastardóttir er sem stendur efst í netkosningu Ungfrú Ísland. 24. ágúst 2017 11:30 Stefanía Tara svarar Ásdísi Rán fullum hálsi Ísdrottningin Ásdís Rán var harðlega gagnrýnd í dag fyrir að gefa í skyn að Stefanía Tara hafi verið "uppfyllingarefni" í Ungfrú Ísland. 27. ágúst 2017 21:12 „Það mega allir hafa sínar skoðanir“ Birgitta Líf Björnsdóttir framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland tekur ekki afstöðu til athugasemda Ásdísar Ránar. 27. ágúst 2017 22:30 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Sjá meira
Ólafía Ósk Finnsdóttir er Ungfrú Ísland 2017 Ólafía Ósk starfar í farþegaþjónustu hjá Icelandair og langar til þess að stofna eigið fyrirtæki og sérhæfa sig í fatahönnun. Þá dreymir hana um að fara til Tanzaníu og vinna með börnum. 26. ágúst 2017 22:28
Vinsæl í Ungfrú Ísland: Brýtur niður staðalímyndir Stefanía Tara Þrastardóttir er sem stendur efst í netkosningu Ungfrú Ísland. 24. ágúst 2017 11:30
Stefanía Tara svarar Ásdísi Rán fullum hálsi Ísdrottningin Ásdís Rán var harðlega gagnrýnd í dag fyrir að gefa í skyn að Stefanía Tara hafi verið "uppfyllingarefni" í Ungfrú Ísland. 27. ágúst 2017 21:12
„Það mega allir hafa sínar skoðanir“ Birgitta Líf Björnsdóttir framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland tekur ekki afstöðu til athugasemda Ásdísar Ránar. 27. ágúst 2017 22:30