Ólýsanleg gleði og spennufall hjá nýkrýndri Ungfrú Ísland Guðný Hrönn skrifar 28. ágúst 2017 17:00 Hin tvítuga Ólafía Ósk er Ungfrú Ísland 2017. MYND/UNGFRÚ ÍSLAND Það var hin tvítuga Ólafía Ósk Finnsdóttir sem hreppti titilinn Ungfrú Ísland í fegurðarsamkeppninni sem fór fram í Hörpu á laugardaginn. Spurð út í hvernig tilfinningin hafi verið þegar hún heyrði nafn sitt kallað upp í fyrrakvöld þegar Ungfrú Ísland 2017 var krýnd segir Ólafía: „Gleði- og spennutilfinningin er ólýsanleg og ég er enn þá í spennufalli.“ „Ég var búin að ákveða að njóta kvöldsins og hafa gaman, en ég get nú ekki neitað því að ég fékk smá fiðring þegar ég var komin upp í Hörpu og keppnin að hefjast,“ segir Ólafía aðspurð hvort hún hafi verið stressuð yfir lokakvöldinu. Ólafía hefur alltaf verið aðdáandi Ungfrú Ísland-keppninnar að eigin sögn. „Ég hef alltaf fylgst með Ungfrú Ísland frá því að ég var lítil og alltaf litið upp til þeirra stelpna sem hafa tekið þátt. Það var nú ekki beint planið hjá mér að taka þátt í sumar en ég ákvað að slá til og njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt og kynnast fullt af frábærum og yndislegum stelpum.“ Ólafía segir það einmitt hafa verið það besta við að taka þátt í keppninni: að kynnast hinum 23 stelpunum sem kepptu um titilinn.„Það var skemmtilegast að kynnast stelpunum og gera allt sem við gerðum í sumar. Til dæmis fórum við í kajakferð og út að borða sem þjappaði hópnum saman.“En hvað var það erfiðasta? „Erfiðast var örugglega að labba svona hægt og halda jafnvægi á skónum í kjólaatriðinu en æfingin skapar meistarann,“ segir hún og hlær.Undirbúningur fyrir Miss World fram undan Ólafía er spennt fyrir að takast á við þau verkefni sem fylgja titlinum Ungfrú Ísland. „Ég fæ að fara út til Kína og taka þátt í Miss World og þar mun ég fá tækifæri til að kynnast stelpum frá öllum heimshornum. Ég stefni líka á að sinna góðgerðastörfum eins og mig hefur alltaf dreymt um.“ Þegar blaðamaður náði tali af Ólafíu var hún á leið í flug til Boston en næstu dagar fara í það að slaka á. „Núna erum við kærastinn minn að fara í smá sumarfrí og við verðum í Boston í eina nótt og förum svo til Orlando í Flórída í níu nætur. Það verður gott að komast í sólina og slaka á eftir törnina undanfarnar vikur. Ætli ég hafi ekki líka löggilda ástæðu núna til að kaupa mér ný föt,“ segir hún og skellir upp úr. Tengdar fréttir Ólafía Ósk Finnsdóttir er Ungfrú Ísland 2017 Ólafía Ósk starfar í farþegaþjónustu hjá Icelandair og langar til þess að stofna eigið fyrirtæki og sérhæfa sig í fatahönnun. Þá dreymir hana um að fara til Tanzaníu og vinna með börnum. 26. ágúst 2017 22:28 Vinsæl í Ungfrú Ísland: Brýtur niður staðalímyndir Stefanía Tara Þrastardóttir er sem stendur efst í netkosningu Ungfrú Ísland. 24. ágúst 2017 11:30 Stefanía Tara svarar Ásdísi Rán fullum hálsi Ísdrottningin Ásdís Rán var harðlega gagnrýnd í dag fyrir að gefa í skyn að Stefanía Tara hafi verið "uppfyllingarefni" í Ungfrú Ísland. 27. ágúst 2017 21:12 „Það mega allir hafa sínar skoðanir“ Birgitta Líf Björnsdóttir framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland tekur ekki afstöðu til athugasemda Ásdísar Ránar. 27. ágúst 2017 22:30 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Sjá meira
Það var hin tvítuga Ólafía Ósk Finnsdóttir sem hreppti titilinn Ungfrú Ísland í fegurðarsamkeppninni sem fór fram í Hörpu á laugardaginn. Spurð út í hvernig tilfinningin hafi verið þegar hún heyrði nafn sitt kallað upp í fyrrakvöld þegar Ungfrú Ísland 2017 var krýnd segir Ólafía: „Gleði- og spennutilfinningin er ólýsanleg og ég er enn þá í spennufalli.“ „Ég var búin að ákveða að njóta kvöldsins og hafa gaman, en ég get nú ekki neitað því að ég fékk smá fiðring þegar ég var komin upp í Hörpu og keppnin að hefjast,“ segir Ólafía aðspurð hvort hún hafi verið stressuð yfir lokakvöldinu. Ólafía hefur alltaf verið aðdáandi Ungfrú Ísland-keppninnar að eigin sögn. „Ég hef alltaf fylgst með Ungfrú Ísland frá því að ég var lítil og alltaf litið upp til þeirra stelpna sem hafa tekið þátt. Það var nú ekki beint planið hjá mér að taka þátt í sumar en ég ákvað að slá til og njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt og kynnast fullt af frábærum og yndislegum stelpum.“ Ólafía segir það einmitt hafa verið það besta við að taka þátt í keppninni: að kynnast hinum 23 stelpunum sem kepptu um titilinn.„Það var skemmtilegast að kynnast stelpunum og gera allt sem við gerðum í sumar. Til dæmis fórum við í kajakferð og út að borða sem þjappaði hópnum saman.“En hvað var það erfiðasta? „Erfiðast var örugglega að labba svona hægt og halda jafnvægi á skónum í kjólaatriðinu en æfingin skapar meistarann,“ segir hún og hlær.Undirbúningur fyrir Miss World fram undan Ólafía er spennt fyrir að takast á við þau verkefni sem fylgja titlinum Ungfrú Ísland. „Ég fæ að fara út til Kína og taka þátt í Miss World og þar mun ég fá tækifæri til að kynnast stelpum frá öllum heimshornum. Ég stefni líka á að sinna góðgerðastörfum eins og mig hefur alltaf dreymt um.“ Þegar blaðamaður náði tali af Ólafíu var hún á leið í flug til Boston en næstu dagar fara í það að slaka á. „Núna erum við kærastinn minn að fara í smá sumarfrí og við verðum í Boston í eina nótt og förum svo til Orlando í Flórída í níu nætur. Það verður gott að komast í sólina og slaka á eftir törnina undanfarnar vikur. Ætli ég hafi ekki líka löggilda ástæðu núna til að kaupa mér ný föt,“ segir hún og skellir upp úr.
Tengdar fréttir Ólafía Ósk Finnsdóttir er Ungfrú Ísland 2017 Ólafía Ósk starfar í farþegaþjónustu hjá Icelandair og langar til þess að stofna eigið fyrirtæki og sérhæfa sig í fatahönnun. Þá dreymir hana um að fara til Tanzaníu og vinna með börnum. 26. ágúst 2017 22:28 Vinsæl í Ungfrú Ísland: Brýtur niður staðalímyndir Stefanía Tara Þrastardóttir er sem stendur efst í netkosningu Ungfrú Ísland. 24. ágúst 2017 11:30 Stefanía Tara svarar Ásdísi Rán fullum hálsi Ísdrottningin Ásdís Rán var harðlega gagnrýnd í dag fyrir að gefa í skyn að Stefanía Tara hafi verið "uppfyllingarefni" í Ungfrú Ísland. 27. ágúst 2017 21:12 „Það mega allir hafa sínar skoðanir“ Birgitta Líf Björnsdóttir framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland tekur ekki afstöðu til athugasemda Ásdísar Ránar. 27. ágúst 2017 22:30 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Sjá meira
Ólafía Ósk Finnsdóttir er Ungfrú Ísland 2017 Ólafía Ósk starfar í farþegaþjónustu hjá Icelandair og langar til þess að stofna eigið fyrirtæki og sérhæfa sig í fatahönnun. Þá dreymir hana um að fara til Tanzaníu og vinna með börnum. 26. ágúst 2017 22:28
Vinsæl í Ungfrú Ísland: Brýtur niður staðalímyndir Stefanía Tara Þrastardóttir er sem stendur efst í netkosningu Ungfrú Ísland. 24. ágúst 2017 11:30
Stefanía Tara svarar Ásdísi Rán fullum hálsi Ísdrottningin Ásdís Rán var harðlega gagnrýnd í dag fyrir að gefa í skyn að Stefanía Tara hafi verið "uppfyllingarefni" í Ungfrú Ísland. 27. ágúst 2017 21:12
„Það mega allir hafa sínar skoðanir“ Birgitta Líf Björnsdóttir framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland tekur ekki afstöðu til athugasemda Ásdísar Ránar. 27. ágúst 2017 22:30