Lífið

Stefanía Tara svarar Ásdísi Rán fullum hálsi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Orðaval Ásdísar Ránar vakti hörð viðbrögð
Orðaval Ásdísar Ránar vakti hörð viðbrögð
„Þú hefur greinilega ekki kynnt þér alveg nógu vel reglur keppninnar,“ segir Stefanía Tara Þrastardóttir í athugasemd á Facebook-færslu hjá ísdrottningunni Ásdísi Rán. Stefanía Tara keppti í gær í Ungfrú Ísland og var hún valin Vinsælasta stúlkan í keppninni í lok kvöldsins. Ásdís Rán deildi mynd af Stefaníu Töru á Snapchat og skrifaði þar „Er búið að breyta stöðlunum í Miss World eða er hún bara uppfyllingarefni til að sýnast fyrir ISL femínistann...?“

Í kjölfar fréttar á vef DV var Ásdís Rán harðlega gagnrýnd fyrir að fitusmána Stefaníu Töru á opnum Snapchat aðgangi. Ásdís Rán reyndi að útskýra málið á Facebook fyrr í dag og talar þar aftur um Stefaníu Töru sem uppfyllingarefni:

„Ég vil taka það fram að ég er hér algjörlega ekki að setja út á keppandann sjálfan heldur spyr ég hér einfaldrar spurningar um keppnina og svarið er að það er ekki búið að breyta reglunum í erlendu keppninni sem þessar stúlkur keppast um að taka þátt í. Þarna er ég einfaldlega að benda á að þessar stúlkur eigi ekki jafnan rétt í keppninni þar sem einhverjir keppendur uppfylla ekki staðla fyrir keppnina úti og geta þar með ekki í raun unnið Miss Iceland, ef það á að leyfa stærri stelpum að taka þátt eiga þær þá ekki að hafa jafn mikla möguleika og hinar? Eða eru þær bara uppfyllingarefni? fegurðin í öllum sínum formum kemur málinu ekkert við. Þarna finnst mér verið að fara illa með greyið stelpurnar...“

Stefanía Tara skrifaði kaldhæðna athugasemd við færsluna á Facebook síðu Ásdísar Ránar og hefur fengið mikið hrós fyrir að svara þessum skrifum.

„Sæl Ásdís.



Mér þykir rosalega vænt um að þú hafir tekið sérstaklega eftir því hversu mikið þyngri eða stærri á einhvern hátt ég er, miðað við aðra keppendur.



Þú hefur greinilega ekki kynnt þér alveg nógu vel reglur keppninnar, hvorki hérlendis, né erlendis. Því allar þær stúlkur sem keppa á Íslandi, hafa jafnan möguleika á því að fara fyrir hönd Íslands, út í Miss World, og hefði ég alveg getað verið sú stúlka.



Ég kem ekki nálægt neinum femínískum reglum, né er ég UPPFYLLINGAREFNI (takk fyrir þetta fallega og ótrúlega tillitsama orð) í þessari keppni. ÉG sótti um, ÉG komst inn, Ég réð hvað ÉG gerði.



Annars er þetta ágætur vettvangur fyrir þig til að fá athygli þar sem ég stóð mig alveg ógeðslega vel, því neikvæð athygli er jú betri en engin.“

Ásdís Rán hefur ekki svarað athugasemd Stefaníu Töru þegar þessi frétt er skrifuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×