Eiginkonan send heim strax eftir heilablóðfall Sigurður Mikael Jónsson skrifar 10. ágúst 2017 06:00 Jón Birgir Ragnarsson, eiginmaður Helgu Dóru, er allt annað en sáttur og furðar sig á mistökunum sem gerð voru. vísir/ernir Fjölskylda konu, sem læknar greindu með þvagfærasýkingu og sendu heim af bráðamóttöku Landspítalans í lok júlí með sýklalyf, íhuga að kæra mistök og yfirsjón lækna til landlæknis. Konan reyndist vera með blóðtappa í höfði. Rúmum sólarhring eftir að hin 62 ára gamla Helga Dóra Reinaldsdóttir var send heim féll hún á baðherbergisgólfið á heimili sínu með þeim afleiðingum að hún handleggsbrotnaði illa. Eiginmaður Helgu, Jón Birgir Ragnarsson, segir að læknar hafi ætlað sér að útskrifa hana aftur eftir að hafa gert að brotinu en hann stóð fast á því að eitthvað meira væri að. Við nánari athugun lækna kom í ljós að hún var með tvo blóðtappa. Jón Birgir segir að svona nokkuð eigi ekki að geta komið fyrir, að manneskja sem komi veik og lömuð í annarri hlið líkamans sé bara send heim. Hann segir að starfsmenn hafi viðurkennt að mistök hafi verið gerð. Fjölskyldan er allt annað en sátt og íhugar að kæra málið til Landlæknis. Jón Birgir segir að eiginkona hans liggi enn á spítala, hún sé farin að geta hreyft sig en tíminn einn muni leiða í ljós hver bati hennar verður. Ljóst sé í hans huga að afleiðingar veikindanna hafi verið meiri og alvarlegri vegna mistakanna.Fjölskyldan ósátt við yfirsjón læknanna „Þetta á náttúrulega ekki að koma fyrir að konu sem er með heilablóðfall sé hent út,“ segir Jón Birgir sem fór með eiginkonu sinni, Helgu Dóru, í sjúkrabíl á Landspítalann að kvöldi laugardagsins 29. júlí síðastliðins. Jón Birgir segir Helgu hafa verið mjög veika og önnur hlið líkamans hafi verið lömuð. Á bráðamóttökunni voru gerðar rannsóknir á henni sem leiddi lækna að þeirri niðurstöðu að hún væri með svæsna þvagfærasýkingu sem borist hefði út í blóð. Var hún að sögn Jóns leyst út með sýklalyfjum og send heim til að jafna sig. „Þetta átti að lagast á tveimur til þremur dögum. En það var allt annað að gerast. Maður lamast ekki svona í hálfum líkamanum við þvagfærasýkingu,“ segir Jón Birgir. Enda fór svo að Helga Dóra var enn verulega veik á mánudagsmorguninn eftir helgina.Brotnaði á fimm stöðum „Hún trúði því að hún væri orðin hraustari og reyndi að fara ein á klósettið. Þar hrundi hún í gólfið með þeim afleiðingum að hún brotnaði á fimm stöðum á handleggnum. Tvö úlnliðsbrot og þrjú brot í olnboga. Þannig að ég hringdi aftur á sjúkrabíl.“ Jón Birgir segir að staðið hafi til að senda eiginkonu hans aftur heim eftir að gert hafði verið að brotinu en hann staðið fast á því að eitthvað annað og meira væri að. „Þeir fóru að rannsaka þetta eftir að hafa gert að brotinu og þá kom þetta í ljós. Hún var með þessa blóðtappa þegar ég kom með hana fyrst. Fólk lamast ekkert svona öðruvísi. Þetta hefði bjargast betur hefðu þeir unnið strax á töppunum.“ Jón Birgir segir að spítalinn viðurkenni að mistök hafi verið gerð og að aldrei hafi átt að senda eiginkonu hans heim í fyrra skiptið.Spítalinn tjáir sig ekki Aðspurður um ástand Helgu í dag segir Jón Birgir að hún liggi enn inni á sjúkrahúsi þar sem verið sé að vinna í þessum blóðtöppum. Hún sé eitthvað farin að geta hreyft sig en tíminn einn muni leiða í ljós hver bati hennar verði. Hann segir fjölskylduna skiljanlega verulega ósátta við yfirsjón læknanna og skoði nú með aðstoð lögfræðings að kæra mistökin til Landlæknis. „Spítalinn verður að taka á svona mistökum. Þetta er aðvörun fyrir spítalann um að svona nokkuð komi ekki fyrir aftur.“ Fréttablaðið leitaði viðbragða Landspítalans en fékk þau svör að spítalinn tjái sig ekki um mál einstakra sjúklinga. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Fjölskylda konu, sem læknar greindu með þvagfærasýkingu og sendu heim af bráðamóttöku Landspítalans í lok júlí með sýklalyf, íhuga að kæra mistök og yfirsjón lækna til landlæknis. Konan reyndist vera með blóðtappa í höfði. Rúmum sólarhring eftir að hin 62 ára gamla Helga Dóra Reinaldsdóttir var send heim féll hún á baðherbergisgólfið á heimili sínu með þeim afleiðingum að hún handleggsbrotnaði illa. Eiginmaður Helgu, Jón Birgir Ragnarsson, segir að læknar hafi ætlað sér að útskrifa hana aftur eftir að hafa gert að brotinu en hann stóð fast á því að eitthvað meira væri að. Við nánari athugun lækna kom í ljós að hún var með tvo blóðtappa. Jón Birgir segir að svona nokkuð eigi ekki að geta komið fyrir, að manneskja sem komi veik og lömuð í annarri hlið líkamans sé bara send heim. Hann segir að starfsmenn hafi viðurkennt að mistök hafi verið gerð. Fjölskyldan er allt annað en sátt og íhugar að kæra málið til Landlæknis. Jón Birgir segir að eiginkona hans liggi enn á spítala, hún sé farin að geta hreyft sig en tíminn einn muni leiða í ljós hver bati hennar verður. Ljóst sé í hans huga að afleiðingar veikindanna hafi verið meiri og alvarlegri vegna mistakanna.Fjölskyldan ósátt við yfirsjón læknanna „Þetta á náttúrulega ekki að koma fyrir að konu sem er með heilablóðfall sé hent út,“ segir Jón Birgir sem fór með eiginkonu sinni, Helgu Dóru, í sjúkrabíl á Landspítalann að kvöldi laugardagsins 29. júlí síðastliðins. Jón Birgir segir Helgu hafa verið mjög veika og önnur hlið líkamans hafi verið lömuð. Á bráðamóttökunni voru gerðar rannsóknir á henni sem leiddi lækna að þeirri niðurstöðu að hún væri með svæsna þvagfærasýkingu sem borist hefði út í blóð. Var hún að sögn Jóns leyst út með sýklalyfjum og send heim til að jafna sig. „Þetta átti að lagast á tveimur til þremur dögum. En það var allt annað að gerast. Maður lamast ekki svona í hálfum líkamanum við þvagfærasýkingu,“ segir Jón Birgir. Enda fór svo að Helga Dóra var enn verulega veik á mánudagsmorguninn eftir helgina.Brotnaði á fimm stöðum „Hún trúði því að hún væri orðin hraustari og reyndi að fara ein á klósettið. Þar hrundi hún í gólfið með þeim afleiðingum að hún brotnaði á fimm stöðum á handleggnum. Tvö úlnliðsbrot og þrjú brot í olnboga. Þannig að ég hringdi aftur á sjúkrabíl.“ Jón Birgir segir að staðið hafi til að senda eiginkonu hans aftur heim eftir að gert hafði verið að brotinu en hann staðið fast á því að eitthvað annað og meira væri að. „Þeir fóru að rannsaka þetta eftir að hafa gert að brotinu og þá kom þetta í ljós. Hún var með þessa blóðtappa þegar ég kom með hana fyrst. Fólk lamast ekkert svona öðruvísi. Þetta hefði bjargast betur hefðu þeir unnið strax á töppunum.“ Jón Birgir segir að spítalinn viðurkenni að mistök hafi verið gerð og að aldrei hafi átt að senda eiginkonu hans heim í fyrra skiptið.Spítalinn tjáir sig ekki Aðspurður um ástand Helgu í dag segir Jón Birgir að hún liggi enn inni á sjúkrahúsi þar sem verið sé að vinna í þessum blóðtöppum. Hún sé eitthvað farin að geta hreyft sig en tíminn einn muni leiða í ljós hver bati hennar verði. Hann segir fjölskylduna skiljanlega verulega ósátta við yfirsjón læknanna og skoði nú með aðstoð lögfræðings að kæra mistökin til Landlæknis. „Spítalinn verður að taka á svona mistökum. Þetta er aðvörun fyrir spítalann um að svona nokkuð komi ekki fyrir aftur.“ Fréttablaðið leitaði viðbragða Landspítalans en fékk þau svör að spítalinn tjái sig ekki um mál einstakra sjúklinga.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira