Eiginkonan send heim strax eftir heilablóðfall Sigurður Mikael Jónsson skrifar 10. ágúst 2017 06:00 Jón Birgir Ragnarsson, eiginmaður Helgu Dóru, er allt annað en sáttur og furðar sig á mistökunum sem gerð voru. vísir/ernir Fjölskylda konu, sem læknar greindu með þvagfærasýkingu og sendu heim af bráðamóttöku Landspítalans í lok júlí með sýklalyf, íhuga að kæra mistök og yfirsjón lækna til landlæknis. Konan reyndist vera með blóðtappa í höfði. Rúmum sólarhring eftir að hin 62 ára gamla Helga Dóra Reinaldsdóttir var send heim féll hún á baðherbergisgólfið á heimili sínu með þeim afleiðingum að hún handleggsbrotnaði illa. Eiginmaður Helgu, Jón Birgir Ragnarsson, segir að læknar hafi ætlað sér að útskrifa hana aftur eftir að hafa gert að brotinu en hann stóð fast á því að eitthvað meira væri að. Við nánari athugun lækna kom í ljós að hún var með tvo blóðtappa. Jón Birgir segir að svona nokkuð eigi ekki að geta komið fyrir, að manneskja sem komi veik og lömuð í annarri hlið líkamans sé bara send heim. Hann segir að starfsmenn hafi viðurkennt að mistök hafi verið gerð. Fjölskyldan er allt annað en sátt og íhugar að kæra málið til Landlæknis. Jón Birgir segir að eiginkona hans liggi enn á spítala, hún sé farin að geta hreyft sig en tíminn einn muni leiða í ljós hver bati hennar verður. Ljóst sé í hans huga að afleiðingar veikindanna hafi verið meiri og alvarlegri vegna mistakanna.Fjölskyldan ósátt við yfirsjón læknanna „Þetta á náttúrulega ekki að koma fyrir að konu sem er með heilablóðfall sé hent út,“ segir Jón Birgir sem fór með eiginkonu sinni, Helgu Dóru, í sjúkrabíl á Landspítalann að kvöldi laugardagsins 29. júlí síðastliðins. Jón Birgir segir Helgu hafa verið mjög veika og önnur hlið líkamans hafi verið lömuð. Á bráðamóttökunni voru gerðar rannsóknir á henni sem leiddi lækna að þeirri niðurstöðu að hún væri með svæsna þvagfærasýkingu sem borist hefði út í blóð. Var hún að sögn Jóns leyst út með sýklalyfjum og send heim til að jafna sig. „Þetta átti að lagast á tveimur til þremur dögum. En það var allt annað að gerast. Maður lamast ekki svona í hálfum líkamanum við þvagfærasýkingu,“ segir Jón Birgir. Enda fór svo að Helga Dóra var enn verulega veik á mánudagsmorguninn eftir helgina.Brotnaði á fimm stöðum „Hún trúði því að hún væri orðin hraustari og reyndi að fara ein á klósettið. Þar hrundi hún í gólfið með þeim afleiðingum að hún brotnaði á fimm stöðum á handleggnum. Tvö úlnliðsbrot og þrjú brot í olnboga. Þannig að ég hringdi aftur á sjúkrabíl.“ Jón Birgir segir að staðið hafi til að senda eiginkonu hans aftur heim eftir að gert hafði verið að brotinu en hann staðið fast á því að eitthvað annað og meira væri að. „Þeir fóru að rannsaka þetta eftir að hafa gert að brotinu og þá kom þetta í ljós. Hún var með þessa blóðtappa þegar ég kom með hana fyrst. Fólk lamast ekkert svona öðruvísi. Þetta hefði bjargast betur hefðu þeir unnið strax á töppunum.“ Jón Birgir segir að spítalinn viðurkenni að mistök hafi verið gerð og að aldrei hafi átt að senda eiginkonu hans heim í fyrra skiptið.Spítalinn tjáir sig ekki Aðspurður um ástand Helgu í dag segir Jón Birgir að hún liggi enn inni á sjúkrahúsi þar sem verið sé að vinna í þessum blóðtöppum. Hún sé eitthvað farin að geta hreyft sig en tíminn einn muni leiða í ljós hver bati hennar verði. Hann segir fjölskylduna skiljanlega verulega ósátta við yfirsjón læknanna og skoði nú með aðstoð lögfræðings að kæra mistökin til Landlæknis. „Spítalinn verður að taka á svona mistökum. Þetta er aðvörun fyrir spítalann um að svona nokkuð komi ekki fyrir aftur.“ Fréttablaðið leitaði viðbragða Landspítalans en fékk þau svör að spítalinn tjái sig ekki um mál einstakra sjúklinga. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Sjá meira
Fjölskylda konu, sem læknar greindu með þvagfærasýkingu og sendu heim af bráðamóttöku Landspítalans í lok júlí með sýklalyf, íhuga að kæra mistök og yfirsjón lækna til landlæknis. Konan reyndist vera með blóðtappa í höfði. Rúmum sólarhring eftir að hin 62 ára gamla Helga Dóra Reinaldsdóttir var send heim féll hún á baðherbergisgólfið á heimili sínu með þeim afleiðingum að hún handleggsbrotnaði illa. Eiginmaður Helgu, Jón Birgir Ragnarsson, segir að læknar hafi ætlað sér að útskrifa hana aftur eftir að hafa gert að brotinu en hann stóð fast á því að eitthvað meira væri að. Við nánari athugun lækna kom í ljós að hún var með tvo blóðtappa. Jón Birgir segir að svona nokkuð eigi ekki að geta komið fyrir, að manneskja sem komi veik og lömuð í annarri hlið líkamans sé bara send heim. Hann segir að starfsmenn hafi viðurkennt að mistök hafi verið gerð. Fjölskyldan er allt annað en sátt og íhugar að kæra málið til Landlæknis. Jón Birgir segir að eiginkona hans liggi enn á spítala, hún sé farin að geta hreyft sig en tíminn einn muni leiða í ljós hver bati hennar verður. Ljóst sé í hans huga að afleiðingar veikindanna hafi verið meiri og alvarlegri vegna mistakanna.Fjölskyldan ósátt við yfirsjón læknanna „Þetta á náttúrulega ekki að koma fyrir að konu sem er með heilablóðfall sé hent út,“ segir Jón Birgir sem fór með eiginkonu sinni, Helgu Dóru, í sjúkrabíl á Landspítalann að kvöldi laugardagsins 29. júlí síðastliðins. Jón Birgir segir Helgu hafa verið mjög veika og önnur hlið líkamans hafi verið lömuð. Á bráðamóttökunni voru gerðar rannsóknir á henni sem leiddi lækna að þeirri niðurstöðu að hún væri með svæsna þvagfærasýkingu sem borist hefði út í blóð. Var hún að sögn Jóns leyst út með sýklalyfjum og send heim til að jafna sig. „Þetta átti að lagast á tveimur til þremur dögum. En það var allt annað að gerast. Maður lamast ekki svona í hálfum líkamanum við þvagfærasýkingu,“ segir Jón Birgir. Enda fór svo að Helga Dóra var enn verulega veik á mánudagsmorguninn eftir helgina.Brotnaði á fimm stöðum „Hún trúði því að hún væri orðin hraustari og reyndi að fara ein á klósettið. Þar hrundi hún í gólfið með þeim afleiðingum að hún brotnaði á fimm stöðum á handleggnum. Tvö úlnliðsbrot og þrjú brot í olnboga. Þannig að ég hringdi aftur á sjúkrabíl.“ Jón Birgir segir að staðið hafi til að senda eiginkonu hans aftur heim eftir að gert hafði verið að brotinu en hann staðið fast á því að eitthvað annað og meira væri að. „Þeir fóru að rannsaka þetta eftir að hafa gert að brotinu og þá kom þetta í ljós. Hún var með þessa blóðtappa þegar ég kom með hana fyrst. Fólk lamast ekkert svona öðruvísi. Þetta hefði bjargast betur hefðu þeir unnið strax á töppunum.“ Jón Birgir segir að spítalinn viðurkenni að mistök hafi verið gerð og að aldrei hafi átt að senda eiginkonu hans heim í fyrra skiptið.Spítalinn tjáir sig ekki Aðspurður um ástand Helgu í dag segir Jón Birgir að hún liggi enn inni á sjúkrahúsi þar sem verið sé að vinna í þessum blóðtöppum. Hún sé eitthvað farin að geta hreyft sig en tíminn einn muni leiða í ljós hver bati hennar verði. Hann segir fjölskylduna skiljanlega verulega ósátta við yfirsjón læknanna og skoði nú með aðstoð lögfræðings að kæra mistökin til Landlæknis. „Spítalinn verður að taka á svona mistökum. Þetta er aðvörun fyrir spítalann um að svona nokkuð komi ekki fyrir aftur.“ Fréttablaðið leitaði viðbragða Landspítalans en fékk þau svör að spítalinn tjái sig ekki um mál einstakra sjúklinga.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Sjá meira