Eiginkonan send heim strax eftir heilablóðfall Sigurður Mikael Jónsson skrifar 10. ágúst 2017 06:00 Jón Birgir Ragnarsson, eiginmaður Helgu Dóru, er allt annað en sáttur og furðar sig á mistökunum sem gerð voru. vísir/ernir Fjölskylda konu, sem læknar greindu með þvagfærasýkingu og sendu heim af bráðamóttöku Landspítalans í lok júlí með sýklalyf, íhuga að kæra mistök og yfirsjón lækna til landlæknis. Konan reyndist vera með blóðtappa í höfði. Rúmum sólarhring eftir að hin 62 ára gamla Helga Dóra Reinaldsdóttir var send heim féll hún á baðherbergisgólfið á heimili sínu með þeim afleiðingum að hún handleggsbrotnaði illa. Eiginmaður Helgu, Jón Birgir Ragnarsson, segir að læknar hafi ætlað sér að útskrifa hana aftur eftir að hafa gert að brotinu en hann stóð fast á því að eitthvað meira væri að. Við nánari athugun lækna kom í ljós að hún var með tvo blóðtappa. Jón Birgir segir að svona nokkuð eigi ekki að geta komið fyrir, að manneskja sem komi veik og lömuð í annarri hlið líkamans sé bara send heim. Hann segir að starfsmenn hafi viðurkennt að mistök hafi verið gerð. Fjölskyldan er allt annað en sátt og íhugar að kæra málið til Landlæknis. Jón Birgir segir að eiginkona hans liggi enn á spítala, hún sé farin að geta hreyft sig en tíminn einn muni leiða í ljós hver bati hennar verður. Ljóst sé í hans huga að afleiðingar veikindanna hafi verið meiri og alvarlegri vegna mistakanna.Fjölskyldan ósátt við yfirsjón læknanna „Þetta á náttúrulega ekki að koma fyrir að konu sem er með heilablóðfall sé hent út,“ segir Jón Birgir sem fór með eiginkonu sinni, Helgu Dóru, í sjúkrabíl á Landspítalann að kvöldi laugardagsins 29. júlí síðastliðins. Jón Birgir segir Helgu hafa verið mjög veika og önnur hlið líkamans hafi verið lömuð. Á bráðamóttökunni voru gerðar rannsóknir á henni sem leiddi lækna að þeirri niðurstöðu að hún væri með svæsna þvagfærasýkingu sem borist hefði út í blóð. Var hún að sögn Jóns leyst út með sýklalyfjum og send heim til að jafna sig. „Þetta átti að lagast á tveimur til þremur dögum. En það var allt annað að gerast. Maður lamast ekki svona í hálfum líkamanum við þvagfærasýkingu,“ segir Jón Birgir. Enda fór svo að Helga Dóra var enn verulega veik á mánudagsmorguninn eftir helgina.Brotnaði á fimm stöðum „Hún trúði því að hún væri orðin hraustari og reyndi að fara ein á klósettið. Þar hrundi hún í gólfið með þeim afleiðingum að hún brotnaði á fimm stöðum á handleggnum. Tvö úlnliðsbrot og þrjú brot í olnboga. Þannig að ég hringdi aftur á sjúkrabíl.“ Jón Birgir segir að staðið hafi til að senda eiginkonu hans aftur heim eftir að gert hafði verið að brotinu en hann staðið fast á því að eitthvað annað og meira væri að. „Þeir fóru að rannsaka þetta eftir að hafa gert að brotinu og þá kom þetta í ljós. Hún var með þessa blóðtappa þegar ég kom með hana fyrst. Fólk lamast ekkert svona öðruvísi. Þetta hefði bjargast betur hefðu þeir unnið strax á töppunum.“ Jón Birgir segir að spítalinn viðurkenni að mistök hafi verið gerð og að aldrei hafi átt að senda eiginkonu hans heim í fyrra skiptið.Spítalinn tjáir sig ekki Aðspurður um ástand Helgu í dag segir Jón Birgir að hún liggi enn inni á sjúkrahúsi þar sem verið sé að vinna í þessum blóðtöppum. Hún sé eitthvað farin að geta hreyft sig en tíminn einn muni leiða í ljós hver bati hennar verði. Hann segir fjölskylduna skiljanlega verulega ósátta við yfirsjón læknanna og skoði nú með aðstoð lögfræðings að kæra mistökin til Landlæknis. „Spítalinn verður að taka á svona mistökum. Þetta er aðvörun fyrir spítalann um að svona nokkuð komi ekki fyrir aftur.“ Fréttablaðið leitaði viðbragða Landspítalans en fékk þau svör að spítalinn tjái sig ekki um mál einstakra sjúklinga. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Fjölskylda konu, sem læknar greindu með þvagfærasýkingu og sendu heim af bráðamóttöku Landspítalans í lok júlí með sýklalyf, íhuga að kæra mistök og yfirsjón lækna til landlæknis. Konan reyndist vera með blóðtappa í höfði. Rúmum sólarhring eftir að hin 62 ára gamla Helga Dóra Reinaldsdóttir var send heim féll hún á baðherbergisgólfið á heimili sínu með þeim afleiðingum að hún handleggsbrotnaði illa. Eiginmaður Helgu, Jón Birgir Ragnarsson, segir að læknar hafi ætlað sér að útskrifa hana aftur eftir að hafa gert að brotinu en hann stóð fast á því að eitthvað meira væri að. Við nánari athugun lækna kom í ljós að hún var með tvo blóðtappa. Jón Birgir segir að svona nokkuð eigi ekki að geta komið fyrir, að manneskja sem komi veik og lömuð í annarri hlið líkamans sé bara send heim. Hann segir að starfsmenn hafi viðurkennt að mistök hafi verið gerð. Fjölskyldan er allt annað en sátt og íhugar að kæra málið til Landlæknis. Jón Birgir segir að eiginkona hans liggi enn á spítala, hún sé farin að geta hreyft sig en tíminn einn muni leiða í ljós hver bati hennar verður. Ljóst sé í hans huga að afleiðingar veikindanna hafi verið meiri og alvarlegri vegna mistakanna.Fjölskyldan ósátt við yfirsjón læknanna „Þetta á náttúrulega ekki að koma fyrir að konu sem er með heilablóðfall sé hent út,“ segir Jón Birgir sem fór með eiginkonu sinni, Helgu Dóru, í sjúkrabíl á Landspítalann að kvöldi laugardagsins 29. júlí síðastliðins. Jón Birgir segir Helgu hafa verið mjög veika og önnur hlið líkamans hafi verið lömuð. Á bráðamóttökunni voru gerðar rannsóknir á henni sem leiddi lækna að þeirri niðurstöðu að hún væri með svæsna þvagfærasýkingu sem borist hefði út í blóð. Var hún að sögn Jóns leyst út með sýklalyfjum og send heim til að jafna sig. „Þetta átti að lagast á tveimur til þremur dögum. En það var allt annað að gerast. Maður lamast ekki svona í hálfum líkamanum við þvagfærasýkingu,“ segir Jón Birgir. Enda fór svo að Helga Dóra var enn verulega veik á mánudagsmorguninn eftir helgina.Brotnaði á fimm stöðum „Hún trúði því að hún væri orðin hraustari og reyndi að fara ein á klósettið. Þar hrundi hún í gólfið með þeim afleiðingum að hún brotnaði á fimm stöðum á handleggnum. Tvö úlnliðsbrot og þrjú brot í olnboga. Þannig að ég hringdi aftur á sjúkrabíl.“ Jón Birgir segir að staðið hafi til að senda eiginkonu hans aftur heim eftir að gert hafði verið að brotinu en hann staðið fast á því að eitthvað annað og meira væri að. „Þeir fóru að rannsaka þetta eftir að hafa gert að brotinu og þá kom þetta í ljós. Hún var með þessa blóðtappa þegar ég kom með hana fyrst. Fólk lamast ekkert svona öðruvísi. Þetta hefði bjargast betur hefðu þeir unnið strax á töppunum.“ Jón Birgir segir að spítalinn viðurkenni að mistök hafi verið gerð og að aldrei hafi átt að senda eiginkonu hans heim í fyrra skiptið.Spítalinn tjáir sig ekki Aðspurður um ástand Helgu í dag segir Jón Birgir að hún liggi enn inni á sjúkrahúsi þar sem verið sé að vinna í þessum blóðtöppum. Hún sé eitthvað farin að geta hreyft sig en tíminn einn muni leiða í ljós hver bati hennar verði. Hann segir fjölskylduna skiljanlega verulega ósátta við yfirsjón læknanna og skoði nú með aðstoð lögfræðings að kæra mistökin til Landlæknis. „Spítalinn verður að taka á svona mistökum. Þetta er aðvörun fyrir spítalann um að svona nokkuð komi ekki fyrir aftur.“ Fréttablaðið leitaði viðbragða Landspítalans en fékk þau svör að spítalinn tjái sig ekki um mál einstakra sjúklinga.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira