Þetta fá íslensku félögin vegna Evrópuleikjanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. ágúst 2017 12:00 Vísir/Andri Marinó Knattspyrnusamband Evrópu er búið að staðfesta að greiðslur til félaga vegna þátttöku í Evrópukeppnunum tveimur eru þær sömu í ár og á síðasta tímabili. Það þýðir að FH fær ekki minna en 160 milljónir í sinn hlut í ár eins og áður hefur verið greint frá. Sjá einnig: Margar milljónir í boði fyrir FH Öll félög fá greitt fyrir að taka þátt í fyrstu umferðum forkeppni Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA og fara greiðslurnar hækkandi eftir því sem liðin komast lengra í keppninni. Stökkið er hins vegar gríðarlegt þegar komið er annars vegar að umspilsumferð fyrir Meistaradeild Evrópu og svo riðlakeppnunum bæði Meistaradeildarinnar og Evrópudeildar UEFA. FH tapaði fyrir NK Maribor frá Slóveníu og komst þar með ekki í umspilsumferð Meistaradeildar Evrópu sem hefði tryggt félaginu ekki minna en 789 milljónir króna samkvæmt gengi dagsins í dag. FH-ingar fá þó annað tækifæri til að fá stórar upphæðir frá UEFA en með því að slá Braga úr leik fær liðið ekki minna en 460 milljónir króna í sinn hlut. Þá eiga eftir að bætast við tekjur af markaðshlutdeild sem öll félög í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fá sem og aukagreiðslur fyrir hvert unnið stig í keppninni. Tapi FH-ingar hins vegar fyrir Braga fá Hafnfirðingar 31,3 milljónir króna í sinn hlut eins og öll önnur lið sem falla úr leik í þessari umferð. Kemur það til viðbótar þeim 127 milljónum sem FH-ingar voru þegar búnir að tryggja sér með þátttöku sinni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu fyrr í sumar. Valur og KR komust áfram í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar og fá 56,2 milljónir króna í sinn hlut. Stjarnan, sem tapaði fyrir Shamrock Rovers í fyrstu umferðinni, fær 27,5 milljónir frá UEFA. Hér má sjá greiðslur UEFA vegna Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA. Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Við þurfum að þora að fylla teiginn Aðeins fimm dögum eftir að hafa tapað bikarúrslitaleiknum mætir FH Braga frá Portúgal í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þjálfari og fyrirliði FH segja að Íslandsmeistararnir verði að spila sterkan varnarleik og þora 17. ágúst 2017 06:00 Minnst 750 milljónir króna bíða FH-inga með sigri í kvöld Það er heilmikið í húfi fyrir FH sem mætir slóvensku meisturunum í NK Maribor í kvöld, bæði innan vallar sem utan. Sigur tryggir FH-ingum minnst tæplega 400 milljónir króna en tekjurnar gætu stóraukist með enn betri árangri. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu er búið að staðfesta að greiðslur til félaga vegna þátttöku í Evrópukeppnunum tveimur eru þær sömu í ár og á síðasta tímabili. Það þýðir að FH fær ekki minna en 160 milljónir í sinn hlut í ár eins og áður hefur verið greint frá. Sjá einnig: Margar milljónir í boði fyrir FH Öll félög fá greitt fyrir að taka þátt í fyrstu umferðum forkeppni Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA og fara greiðslurnar hækkandi eftir því sem liðin komast lengra í keppninni. Stökkið er hins vegar gríðarlegt þegar komið er annars vegar að umspilsumferð fyrir Meistaradeild Evrópu og svo riðlakeppnunum bæði Meistaradeildarinnar og Evrópudeildar UEFA. FH tapaði fyrir NK Maribor frá Slóveníu og komst þar með ekki í umspilsumferð Meistaradeildar Evrópu sem hefði tryggt félaginu ekki minna en 789 milljónir króna samkvæmt gengi dagsins í dag. FH-ingar fá þó annað tækifæri til að fá stórar upphæðir frá UEFA en með því að slá Braga úr leik fær liðið ekki minna en 460 milljónir króna í sinn hlut. Þá eiga eftir að bætast við tekjur af markaðshlutdeild sem öll félög í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fá sem og aukagreiðslur fyrir hvert unnið stig í keppninni. Tapi FH-ingar hins vegar fyrir Braga fá Hafnfirðingar 31,3 milljónir króna í sinn hlut eins og öll önnur lið sem falla úr leik í þessari umferð. Kemur það til viðbótar þeim 127 milljónum sem FH-ingar voru þegar búnir að tryggja sér með þátttöku sinni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu fyrr í sumar. Valur og KR komust áfram í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar og fá 56,2 milljónir króna í sinn hlut. Stjarnan, sem tapaði fyrir Shamrock Rovers í fyrstu umferðinni, fær 27,5 milljónir frá UEFA. Hér má sjá greiðslur UEFA vegna Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA.
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Við þurfum að þora að fylla teiginn Aðeins fimm dögum eftir að hafa tapað bikarúrslitaleiknum mætir FH Braga frá Portúgal í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þjálfari og fyrirliði FH segja að Íslandsmeistararnir verði að spila sterkan varnarleik og þora 17. ágúst 2017 06:00 Minnst 750 milljónir króna bíða FH-inga með sigri í kvöld Það er heilmikið í húfi fyrir FH sem mætir slóvensku meisturunum í NK Maribor í kvöld, bæði innan vallar sem utan. Sigur tryggir FH-ingum minnst tæplega 400 milljónir króna en tekjurnar gætu stóraukist með enn betri árangri. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sjá meira
Við þurfum að þora að fylla teiginn Aðeins fimm dögum eftir að hafa tapað bikarúrslitaleiknum mætir FH Braga frá Portúgal í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þjálfari og fyrirliði FH segja að Íslandsmeistararnir verði að spila sterkan varnarleik og þora 17. ágúst 2017 06:00
Minnst 750 milljónir króna bíða FH-inga með sigri í kvöld Það er heilmikið í húfi fyrir FH sem mætir slóvensku meisturunum í NK Maribor í kvöld, bæði innan vallar sem utan. Sigur tryggir FH-ingum minnst tæplega 400 milljónir króna en tekjurnar gætu stóraukist með enn betri árangri. 2. ágúst 2017 06:00