Þetta fá íslensku félögin vegna Evrópuleikjanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. ágúst 2017 12:00 Vísir/Andri Marinó Knattspyrnusamband Evrópu er búið að staðfesta að greiðslur til félaga vegna þátttöku í Evrópukeppnunum tveimur eru þær sömu í ár og á síðasta tímabili. Það þýðir að FH fær ekki minna en 160 milljónir í sinn hlut í ár eins og áður hefur verið greint frá. Sjá einnig: Margar milljónir í boði fyrir FH Öll félög fá greitt fyrir að taka þátt í fyrstu umferðum forkeppni Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA og fara greiðslurnar hækkandi eftir því sem liðin komast lengra í keppninni. Stökkið er hins vegar gríðarlegt þegar komið er annars vegar að umspilsumferð fyrir Meistaradeild Evrópu og svo riðlakeppnunum bæði Meistaradeildarinnar og Evrópudeildar UEFA. FH tapaði fyrir NK Maribor frá Slóveníu og komst þar með ekki í umspilsumferð Meistaradeildar Evrópu sem hefði tryggt félaginu ekki minna en 789 milljónir króna samkvæmt gengi dagsins í dag. FH-ingar fá þó annað tækifæri til að fá stórar upphæðir frá UEFA en með því að slá Braga úr leik fær liðið ekki minna en 460 milljónir króna í sinn hlut. Þá eiga eftir að bætast við tekjur af markaðshlutdeild sem öll félög í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fá sem og aukagreiðslur fyrir hvert unnið stig í keppninni. Tapi FH-ingar hins vegar fyrir Braga fá Hafnfirðingar 31,3 milljónir króna í sinn hlut eins og öll önnur lið sem falla úr leik í þessari umferð. Kemur það til viðbótar þeim 127 milljónum sem FH-ingar voru þegar búnir að tryggja sér með þátttöku sinni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu fyrr í sumar. Valur og KR komust áfram í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar og fá 56,2 milljónir króna í sinn hlut. Stjarnan, sem tapaði fyrir Shamrock Rovers í fyrstu umferðinni, fær 27,5 milljónir frá UEFA. Hér má sjá greiðslur UEFA vegna Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA. Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Við þurfum að þora að fylla teiginn Aðeins fimm dögum eftir að hafa tapað bikarúrslitaleiknum mætir FH Braga frá Portúgal í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þjálfari og fyrirliði FH segja að Íslandsmeistararnir verði að spila sterkan varnarleik og þora 17. ágúst 2017 06:00 Minnst 750 milljónir króna bíða FH-inga með sigri í kvöld Það er heilmikið í húfi fyrir FH sem mætir slóvensku meisturunum í NK Maribor í kvöld, bæði innan vallar sem utan. Sigur tryggir FH-ingum minnst tæplega 400 milljónir króna en tekjurnar gætu stóraukist með enn betri árangri. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu er búið að staðfesta að greiðslur til félaga vegna þátttöku í Evrópukeppnunum tveimur eru þær sömu í ár og á síðasta tímabili. Það þýðir að FH fær ekki minna en 160 milljónir í sinn hlut í ár eins og áður hefur verið greint frá. Sjá einnig: Margar milljónir í boði fyrir FH Öll félög fá greitt fyrir að taka þátt í fyrstu umferðum forkeppni Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA og fara greiðslurnar hækkandi eftir því sem liðin komast lengra í keppninni. Stökkið er hins vegar gríðarlegt þegar komið er annars vegar að umspilsumferð fyrir Meistaradeild Evrópu og svo riðlakeppnunum bæði Meistaradeildarinnar og Evrópudeildar UEFA. FH tapaði fyrir NK Maribor frá Slóveníu og komst þar með ekki í umspilsumferð Meistaradeildar Evrópu sem hefði tryggt félaginu ekki minna en 789 milljónir króna samkvæmt gengi dagsins í dag. FH-ingar fá þó annað tækifæri til að fá stórar upphæðir frá UEFA en með því að slá Braga úr leik fær liðið ekki minna en 460 milljónir króna í sinn hlut. Þá eiga eftir að bætast við tekjur af markaðshlutdeild sem öll félög í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fá sem og aukagreiðslur fyrir hvert unnið stig í keppninni. Tapi FH-ingar hins vegar fyrir Braga fá Hafnfirðingar 31,3 milljónir króna í sinn hlut eins og öll önnur lið sem falla úr leik í þessari umferð. Kemur það til viðbótar þeim 127 milljónum sem FH-ingar voru þegar búnir að tryggja sér með þátttöku sinni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu fyrr í sumar. Valur og KR komust áfram í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar og fá 56,2 milljónir króna í sinn hlut. Stjarnan, sem tapaði fyrir Shamrock Rovers í fyrstu umferðinni, fær 27,5 milljónir frá UEFA. Hér má sjá greiðslur UEFA vegna Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA.
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Við þurfum að þora að fylla teiginn Aðeins fimm dögum eftir að hafa tapað bikarúrslitaleiknum mætir FH Braga frá Portúgal í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þjálfari og fyrirliði FH segja að Íslandsmeistararnir verði að spila sterkan varnarleik og þora 17. ágúst 2017 06:00 Minnst 750 milljónir króna bíða FH-inga með sigri í kvöld Það er heilmikið í húfi fyrir FH sem mætir slóvensku meisturunum í NK Maribor í kvöld, bæði innan vallar sem utan. Sigur tryggir FH-ingum minnst tæplega 400 milljónir króna en tekjurnar gætu stóraukist með enn betri árangri. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Við þurfum að þora að fylla teiginn Aðeins fimm dögum eftir að hafa tapað bikarúrslitaleiknum mætir FH Braga frá Portúgal í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þjálfari og fyrirliði FH segja að Íslandsmeistararnir verði að spila sterkan varnarleik og þora 17. ágúst 2017 06:00
Minnst 750 milljónir króna bíða FH-inga með sigri í kvöld Það er heilmikið í húfi fyrir FH sem mætir slóvensku meisturunum í NK Maribor í kvöld, bæði innan vallar sem utan. Sigur tryggir FH-ingum minnst tæplega 400 milljónir króna en tekjurnar gætu stóraukist með enn betri árangri. 2. ágúst 2017 06:00