Við þurfum að þora að fylla teiginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Halldór Orri Björnsson á æfingu FH í vikunni. Vísir/Ernir Íslandsmeistara FH bíður afar erfitt verkefni þegar þeir mæta Braga frá Portúgal í Kaplakrika í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17.45. Seinni leikurinn fer fram í Braga eftir viku. „Þetta eru góðir og flinkir fótboltamenn sem eru góðir að halda boltanum innan liðsins, í stutta spilinu og einn á móti einum. Þetta er hörkugott lið og við þurfum að vera klárir,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við Fréttablaðið. En eiga FH-ingar möguleika í þetta sterka Braga-lið? „Möguleikarnir eru ágætir en við þurfum að spila tvo mjög heilsteypta og góða leiki. Við þurfum að fá úrslit á morgun,“ sagði þjálfarinn.Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.Vísir/ErnirBraga hefur verið fastagestur í Evrópukeppnum undanfarin ár. Liðið hefur tvisvar sinnum komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og komst alla leið í úrslit Evrópudeildarinnar 2011. Þar tapaði Braga fyrir öðru portúgölsku liði, Porto, sem var á þeim tíma undir stjórn André Villas-Boas. Braga endaði í 5. sæti portúgölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og er með þrjú stig eftir tvær umferðir á þessu tímabili. Braga kom beint inn í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið sló AIK frá Svíþjóð úr leik, samanlagt 3-2. FH-ingar slógu Víking frá Götu úr leik í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en tapaði fyrir Maribor frá Slóveníu, samanlagt 0-2, í 3. umferðinni. FH-ingar spiluðu ágætan varnarleik í báðum leikjunum gegn Maribor en sóknarleikurinn var afar bitlaus. Raunar hefur FH aðeins skorað þrjú mörk í fjórum Evrópuleikjum í sumar. Heimir segir að FH verði að hafa kjark til að halda boltanum innan liðsins í Evrópuleikjum, jafnvel þótt andstæðingurinn sé sterkur.Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH.Vísir/Ernir„Ef við tökum Maribor þá sáum við að möguleikarnir eru til staðar. Í seinni hálfleiknum í Krikanum vorum við aðeins of fljótir í löngu boltana. Við hefðum mátt halda boltanum betur innan liðsins og búa til betri færi. Það voru möguleikar á því,“ sagði Heimir. Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, tekur í sama streng. „Við þurfum að halda áfram að spila jafn sterkan varnarleik og við gerðum í báðum leikjunum gegn Maribor þar sem skipulagið okkar hélt vel og þeir sköpuðu ekki mikið af færum. Hins vegar getum við lært að við þurfum að vera kaldari á boltanum,“ sagði Davíð. „Við þurfum að þora að fylla teiginn betur og klára sóknirnar okkar til að gefa okkur möguleika. Við þurfum að fá mark í öðrum hvorum þessara leikja til þess að eiga möguleika á að komast áfram,“ sagði Davíð sem myndi sætta sig við markalaust jafntefli í leiknum á morgun. „Klárlega. Á móti liði eins og Braga væru það fyrirfram mjög góð úrslit, að fá ekki á sig útivallarmark og setja pressuna aðeins á þá. En vonandi getum við boðið áhorfendum upp á eitt mark frá okkur og haldið hreinu,“ sagði Davíð sposkur á svip. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Íslandsmeistara FH bíður afar erfitt verkefni þegar þeir mæta Braga frá Portúgal í Kaplakrika í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17.45. Seinni leikurinn fer fram í Braga eftir viku. „Þetta eru góðir og flinkir fótboltamenn sem eru góðir að halda boltanum innan liðsins, í stutta spilinu og einn á móti einum. Þetta er hörkugott lið og við þurfum að vera klárir,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við Fréttablaðið. En eiga FH-ingar möguleika í þetta sterka Braga-lið? „Möguleikarnir eru ágætir en við þurfum að spila tvo mjög heilsteypta og góða leiki. Við þurfum að fá úrslit á morgun,“ sagði þjálfarinn.Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.Vísir/ErnirBraga hefur verið fastagestur í Evrópukeppnum undanfarin ár. Liðið hefur tvisvar sinnum komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og komst alla leið í úrslit Evrópudeildarinnar 2011. Þar tapaði Braga fyrir öðru portúgölsku liði, Porto, sem var á þeim tíma undir stjórn André Villas-Boas. Braga endaði í 5. sæti portúgölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og er með þrjú stig eftir tvær umferðir á þessu tímabili. Braga kom beint inn í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið sló AIK frá Svíþjóð úr leik, samanlagt 3-2. FH-ingar slógu Víking frá Götu úr leik í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en tapaði fyrir Maribor frá Slóveníu, samanlagt 0-2, í 3. umferðinni. FH-ingar spiluðu ágætan varnarleik í báðum leikjunum gegn Maribor en sóknarleikurinn var afar bitlaus. Raunar hefur FH aðeins skorað þrjú mörk í fjórum Evrópuleikjum í sumar. Heimir segir að FH verði að hafa kjark til að halda boltanum innan liðsins í Evrópuleikjum, jafnvel þótt andstæðingurinn sé sterkur.Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH.Vísir/Ernir„Ef við tökum Maribor þá sáum við að möguleikarnir eru til staðar. Í seinni hálfleiknum í Krikanum vorum við aðeins of fljótir í löngu boltana. Við hefðum mátt halda boltanum betur innan liðsins og búa til betri færi. Það voru möguleikar á því,“ sagði Heimir. Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, tekur í sama streng. „Við þurfum að halda áfram að spila jafn sterkan varnarleik og við gerðum í báðum leikjunum gegn Maribor þar sem skipulagið okkar hélt vel og þeir sköpuðu ekki mikið af færum. Hins vegar getum við lært að við þurfum að vera kaldari á boltanum,“ sagði Davíð. „Við þurfum að þora að fylla teiginn betur og klára sóknirnar okkar til að gefa okkur möguleika. Við þurfum að fá mark í öðrum hvorum þessara leikja til þess að eiga möguleika á að komast áfram,“ sagði Davíð sem myndi sætta sig við markalaust jafntefli í leiknum á morgun. „Klárlega. Á móti liði eins og Braga væru það fyrirfram mjög góð úrslit, að fá ekki á sig útivallarmark og setja pressuna aðeins á þá. En vonandi getum við boðið áhorfendum upp á eitt mark frá okkur og haldið hreinu,“ sagði Davíð sposkur á svip.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira