Erlent

Fangelsisdómur fyrir að hvetja kærastann til sjálfsvígs

Kjartan Kjartansson skrifar
Michelle Carter var aðeins 17 ára þegar kærasti hennar svipti sig lífi að áeggjan hennar.
Michelle Carter var aðeins 17 ára þegar kærasti hennar svipti sig lífi að áeggjan hennar. Vísir/EPA
Ung bandarísk kona sem var sakfelld fyrir manndráp af gáleysi með því að hvetja kærasta sinn til að svipta sig lífi var dæmd í fimmtán mánaða fangelsi í dag. Málið hefur vakið heimsathygli.

Michelle Carter er tvítug en kærasti hennar, Conrad Roy, framdi sjálfsvíg sumarið 2014. Hún var sakfelld fyrir að hafa hvatt Roy til verksins með símtölum og smáskilaboðum.

Hún hlaut alls tveggja og hálfs árs dóm en hluti hans er skilorðsbundinn til fimm ára. Mest átti Carter yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisvist, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Lögmenn hennar héldu því fram að bæði hún og Roy hefðu þjáðst af geðrænum vandamálum. Dómari í Massachusetts sagði þó telja að hvorki þroski hennar, aldur né sálræn veikindi hefðu haft nein veruleg áhrif á gjörðir hennar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×