Ákærð fyrir að hafa hvatt kærastann til sjálfsmorðs: „Þú verður að gera þetta, Conrad“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2017 11:45 Michelle Carter í réttarsal í gær. Fyrir tæpum þremur árum fannst hinn 18 ára gamli Conrad Roy III látinn í bíl sínum á bílastæði við Kmart í Fairhaven í Massachusettes. Hann framdi sjálfsmorð en dánarorsökin var kolsýrlingseitrun. Réttarhöld fara nú fram yfir þáverandi kærustu Conrad, Michelle Carter, en hún var 17 ára á þeim tíma sem Conrad svipti sig lífi. Er Michelle ákærð fyrir að hafa hvatt Conrad til sjálfsmorðs en hún sendi honum fjölda smáskilaboða með slíkum hvatningum. Conrad fyrirfór sér þann 13. júlí 2014. Ákæruvaldið segir að dagana áður hafi Michelle sent honum skilaboð þar sem hún hvatti hann til að stytta sér aldur. „Þú verður að gera þetta, Conrad,“ skrifaði Michelle að morgni 12. júlí 2014 og bætti við: „Þú ert tilbúinn og undirbúinn. Allt sem þú þarft að gera er að kveikja á bílnum og þú verður frjáls og hamingjusamur. Ekki fresta þessu lengur, ekki bíða lengur.“Fór út úr bílnum og talaði við Michelle í símann í 40 mínútur Í einum skilaboðum nokkrum dögum áður en Conrad framdi sjálfsvíg ýjaði Michelle að því að það væri betra fyrir hann að vera dáinn. „Þú verður loksins hamingjusamur í himnaríki. Ekki meiri sársauki. Það er allt í lagi að vera hræddur og það er eðlilegt. Ég meina, þú ert að fara að deyja.“ Samkvæmt gögnum málsins keyrði Conrad á bílastæðið við Kmart sem var í um 60 kílómetra fjarlægð frá heimili hans. Á einum tímapunkti fór hann út úr bílnum og talaði við Michelle í símann í um 40 mínútur. Hann sagði henni meðal annars að hann væri farinn að efast um að það væri rétt ákvörðun að svipta sig lífi en hún sagði honum að fara aftur upp í bílinn. Í málinu liggja fyrir tugir skilaboða frá Michelle til Conrad þar sem hún, að því er virðist, hvetur hann til þess að fremja sjálfsmorð. Ákæruvaldið segir að hún hafi verið að leika „sjúkan leik“ auk þess sem hún er sökuð um að hafa sóst eftir samúð og athygli sem syrgjandi kærasta Conrad en hún safnaði meðal annars 2.300 dollurum til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum í minningu hans.Ekki morð heldur sjálfsmorð að sögn verjanda Það sem liggur hjá ákæruvaldinu að sanna er hvort að smáskilaboð Michelle hafi í raun leitt til þess að Conrad svipti sig lífi. Vörn Michelle byggir á því að sjálfsvígshugsanir hafi sótt að Conrad áður en hann og Michelle byrjuðu saman og að ákvörðunin um að svipta sig lífi hafi alfarið verið hans. „Það var hugmynd Conrad að svipta sig lifi, ekki Michelle. Þetta var sjálfsmorð, sorglegt sjálfsmorð, en ekki morð,“ sagði verjandi Michelle fyrir dómi í gær. Móðir Conrad hefur hins vegar sagt fyrir dómi að sonur hafi verið „smá þunglyndur“ en ekkert hafi bent til þess að hann myndi stytta sér aldur. Stuttu eftir að Conrad framdi svo sjálfsvíg ræddi Michelle við vinkonu sína í gegnum smáskilaboð og sagði henni að hún hefði talað við hann í símann skömmu áður en hann svipti sig lífi. „Ég hjálpaði honum með þetta og sagði honum að þetta væri í lagi... Ég hefði auðveldlega getað stoppað hann eða hringt í lögregluna en ég gerði það ekki.“ Fylgst er náið með málinu í Massachusettes-ríki þar sem það verður að öllum líkindum fordæmisgefandi en það er ekki talið vera glæpur í ríkinu að aðstoða einhvern við að fremja sjálfsmorð.Byggt á umfjöllun Washington Post og CNN. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Fyrir tæpum þremur árum fannst hinn 18 ára gamli Conrad Roy III látinn í bíl sínum á bílastæði við Kmart í Fairhaven í Massachusettes. Hann framdi sjálfsmorð en dánarorsökin var kolsýrlingseitrun. Réttarhöld fara nú fram yfir þáverandi kærustu Conrad, Michelle Carter, en hún var 17 ára á þeim tíma sem Conrad svipti sig lífi. Er Michelle ákærð fyrir að hafa hvatt Conrad til sjálfsmorðs en hún sendi honum fjölda smáskilaboða með slíkum hvatningum. Conrad fyrirfór sér þann 13. júlí 2014. Ákæruvaldið segir að dagana áður hafi Michelle sent honum skilaboð þar sem hún hvatti hann til að stytta sér aldur. „Þú verður að gera þetta, Conrad,“ skrifaði Michelle að morgni 12. júlí 2014 og bætti við: „Þú ert tilbúinn og undirbúinn. Allt sem þú þarft að gera er að kveikja á bílnum og þú verður frjáls og hamingjusamur. Ekki fresta þessu lengur, ekki bíða lengur.“Fór út úr bílnum og talaði við Michelle í símann í 40 mínútur Í einum skilaboðum nokkrum dögum áður en Conrad framdi sjálfsvíg ýjaði Michelle að því að það væri betra fyrir hann að vera dáinn. „Þú verður loksins hamingjusamur í himnaríki. Ekki meiri sársauki. Það er allt í lagi að vera hræddur og það er eðlilegt. Ég meina, þú ert að fara að deyja.“ Samkvæmt gögnum málsins keyrði Conrad á bílastæðið við Kmart sem var í um 60 kílómetra fjarlægð frá heimili hans. Á einum tímapunkti fór hann út úr bílnum og talaði við Michelle í símann í um 40 mínútur. Hann sagði henni meðal annars að hann væri farinn að efast um að það væri rétt ákvörðun að svipta sig lífi en hún sagði honum að fara aftur upp í bílinn. Í málinu liggja fyrir tugir skilaboða frá Michelle til Conrad þar sem hún, að því er virðist, hvetur hann til þess að fremja sjálfsmorð. Ákæruvaldið segir að hún hafi verið að leika „sjúkan leik“ auk þess sem hún er sökuð um að hafa sóst eftir samúð og athygli sem syrgjandi kærasta Conrad en hún safnaði meðal annars 2.300 dollurum til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum í minningu hans.Ekki morð heldur sjálfsmorð að sögn verjanda Það sem liggur hjá ákæruvaldinu að sanna er hvort að smáskilaboð Michelle hafi í raun leitt til þess að Conrad svipti sig lífi. Vörn Michelle byggir á því að sjálfsvígshugsanir hafi sótt að Conrad áður en hann og Michelle byrjuðu saman og að ákvörðunin um að svipta sig lífi hafi alfarið verið hans. „Það var hugmynd Conrad að svipta sig lifi, ekki Michelle. Þetta var sjálfsmorð, sorglegt sjálfsmorð, en ekki morð,“ sagði verjandi Michelle fyrir dómi í gær. Móðir Conrad hefur hins vegar sagt fyrir dómi að sonur hafi verið „smá þunglyndur“ en ekkert hafi bent til þess að hann myndi stytta sér aldur. Stuttu eftir að Conrad framdi svo sjálfsvíg ræddi Michelle við vinkonu sína í gegnum smáskilaboð og sagði henni að hún hefði talað við hann í símann skömmu áður en hann svipti sig lífi. „Ég hjálpaði honum með þetta og sagði honum að þetta væri í lagi... Ég hefði auðveldlega getað stoppað hann eða hringt í lögregluna en ég gerði það ekki.“ Fylgst er náið með málinu í Massachusettes-ríki þar sem það verður að öllum líkindum fordæmisgefandi en það er ekki talið vera glæpur í ríkinu að aðstoða einhvern við að fremja sjálfsmorð.Byggt á umfjöllun Washington Post og CNN.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira