Ákærð fyrir að hafa hvatt kærastann til sjálfsmorðs: „Þú verður að gera þetta, Conrad“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2017 11:45 Michelle Carter í réttarsal í gær. Fyrir tæpum þremur árum fannst hinn 18 ára gamli Conrad Roy III látinn í bíl sínum á bílastæði við Kmart í Fairhaven í Massachusettes. Hann framdi sjálfsmorð en dánarorsökin var kolsýrlingseitrun. Réttarhöld fara nú fram yfir þáverandi kærustu Conrad, Michelle Carter, en hún var 17 ára á þeim tíma sem Conrad svipti sig lífi. Er Michelle ákærð fyrir að hafa hvatt Conrad til sjálfsmorðs en hún sendi honum fjölda smáskilaboða með slíkum hvatningum. Conrad fyrirfór sér þann 13. júlí 2014. Ákæruvaldið segir að dagana áður hafi Michelle sent honum skilaboð þar sem hún hvatti hann til að stytta sér aldur. „Þú verður að gera þetta, Conrad,“ skrifaði Michelle að morgni 12. júlí 2014 og bætti við: „Þú ert tilbúinn og undirbúinn. Allt sem þú þarft að gera er að kveikja á bílnum og þú verður frjáls og hamingjusamur. Ekki fresta þessu lengur, ekki bíða lengur.“Fór út úr bílnum og talaði við Michelle í símann í 40 mínútur Í einum skilaboðum nokkrum dögum áður en Conrad framdi sjálfsvíg ýjaði Michelle að því að það væri betra fyrir hann að vera dáinn. „Þú verður loksins hamingjusamur í himnaríki. Ekki meiri sársauki. Það er allt í lagi að vera hræddur og það er eðlilegt. Ég meina, þú ert að fara að deyja.“ Samkvæmt gögnum málsins keyrði Conrad á bílastæðið við Kmart sem var í um 60 kílómetra fjarlægð frá heimili hans. Á einum tímapunkti fór hann út úr bílnum og talaði við Michelle í símann í um 40 mínútur. Hann sagði henni meðal annars að hann væri farinn að efast um að það væri rétt ákvörðun að svipta sig lífi en hún sagði honum að fara aftur upp í bílinn. Í málinu liggja fyrir tugir skilaboða frá Michelle til Conrad þar sem hún, að því er virðist, hvetur hann til þess að fremja sjálfsmorð. Ákæruvaldið segir að hún hafi verið að leika „sjúkan leik“ auk þess sem hún er sökuð um að hafa sóst eftir samúð og athygli sem syrgjandi kærasta Conrad en hún safnaði meðal annars 2.300 dollurum til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum í minningu hans.Ekki morð heldur sjálfsmorð að sögn verjanda Það sem liggur hjá ákæruvaldinu að sanna er hvort að smáskilaboð Michelle hafi í raun leitt til þess að Conrad svipti sig lífi. Vörn Michelle byggir á því að sjálfsvígshugsanir hafi sótt að Conrad áður en hann og Michelle byrjuðu saman og að ákvörðunin um að svipta sig lífi hafi alfarið verið hans. „Það var hugmynd Conrad að svipta sig lifi, ekki Michelle. Þetta var sjálfsmorð, sorglegt sjálfsmorð, en ekki morð,“ sagði verjandi Michelle fyrir dómi í gær. Móðir Conrad hefur hins vegar sagt fyrir dómi að sonur hafi verið „smá þunglyndur“ en ekkert hafi bent til þess að hann myndi stytta sér aldur. Stuttu eftir að Conrad framdi svo sjálfsvíg ræddi Michelle við vinkonu sína í gegnum smáskilaboð og sagði henni að hún hefði talað við hann í símann skömmu áður en hann svipti sig lífi. „Ég hjálpaði honum með þetta og sagði honum að þetta væri í lagi... Ég hefði auðveldlega getað stoppað hann eða hringt í lögregluna en ég gerði það ekki.“ Fylgst er náið með málinu í Massachusettes-ríki þar sem það verður að öllum líkindum fordæmisgefandi en það er ekki talið vera glæpur í ríkinu að aðstoða einhvern við að fremja sjálfsmorð.Byggt á umfjöllun Washington Post og CNN. Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Fyrir tæpum þremur árum fannst hinn 18 ára gamli Conrad Roy III látinn í bíl sínum á bílastæði við Kmart í Fairhaven í Massachusettes. Hann framdi sjálfsmorð en dánarorsökin var kolsýrlingseitrun. Réttarhöld fara nú fram yfir þáverandi kærustu Conrad, Michelle Carter, en hún var 17 ára á þeim tíma sem Conrad svipti sig lífi. Er Michelle ákærð fyrir að hafa hvatt Conrad til sjálfsmorðs en hún sendi honum fjölda smáskilaboða með slíkum hvatningum. Conrad fyrirfór sér þann 13. júlí 2014. Ákæruvaldið segir að dagana áður hafi Michelle sent honum skilaboð þar sem hún hvatti hann til að stytta sér aldur. „Þú verður að gera þetta, Conrad,“ skrifaði Michelle að morgni 12. júlí 2014 og bætti við: „Þú ert tilbúinn og undirbúinn. Allt sem þú þarft að gera er að kveikja á bílnum og þú verður frjáls og hamingjusamur. Ekki fresta þessu lengur, ekki bíða lengur.“Fór út úr bílnum og talaði við Michelle í símann í 40 mínútur Í einum skilaboðum nokkrum dögum áður en Conrad framdi sjálfsvíg ýjaði Michelle að því að það væri betra fyrir hann að vera dáinn. „Þú verður loksins hamingjusamur í himnaríki. Ekki meiri sársauki. Það er allt í lagi að vera hræddur og það er eðlilegt. Ég meina, þú ert að fara að deyja.“ Samkvæmt gögnum málsins keyrði Conrad á bílastæðið við Kmart sem var í um 60 kílómetra fjarlægð frá heimili hans. Á einum tímapunkti fór hann út úr bílnum og talaði við Michelle í símann í um 40 mínútur. Hann sagði henni meðal annars að hann væri farinn að efast um að það væri rétt ákvörðun að svipta sig lífi en hún sagði honum að fara aftur upp í bílinn. Í málinu liggja fyrir tugir skilaboða frá Michelle til Conrad þar sem hún, að því er virðist, hvetur hann til þess að fremja sjálfsmorð. Ákæruvaldið segir að hún hafi verið að leika „sjúkan leik“ auk þess sem hún er sökuð um að hafa sóst eftir samúð og athygli sem syrgjandi kærasta Conrad en hún safnaði meðal annars 2.300 dollurum til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum í minningu hans.Ekki morð heldur sjálfsmorð að sögn verjanda Það sem liggur hjá ákæruvaldinu að sanna er hvort að smáskilaboð Michelle hafi í raun leitt til þess að Conrad svipti sig lífi. Vörn Michelle byggir á því að sjálfsvígshugsanir hafi sótt að Conrad áður en hann og Michelle byrjuðu saman og að ákvörðunin um að svipta sig lífi hafi alfarið verið hans. „Það var hugmynd Conrad að svipta sig lifi, ekki Michelle. Þetta var sjálfsmorð, sorglegt sjálfsmorð, en ekki morð,“ sagði verjandi Michelle fyrir dómi í gær. Móðir Conrad hefur hins vegar sagt fyrir dómi að sonur hafi verið „smá þunglyndur“ en ekkert hafi bent til þess að hann myndi stytta sér aldur. Stuttu eftir að Conrad framdi svo sjálfsvíg ræddi Michelle við vinkonu sína í gegnum smáskilaboð og sagði henni að hún hefði talað við hann í símann skömmu áður en hann svipti sig lífi. „Ég hjálpaði honum með þetta og sagði honum að þetta væri í lagi... Ég hefði auðveldlega getað stoppað hann eða hringt í lögregluna en ég gerði það ekki.“ Fylgst er náið með málinu í Massachusettes-ríki þar sem það verður að öllum líkindum fordæmisgefandi en það er ekki talið vera glæpur í ríkinu að aðstoða einhvern við að fremja sjálfsmorð.Byggt á umfjöllun Washington Post og CNN.
Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent