Erlent

Bandaríkin draga sig út úr Parísarsamkomulaginu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Donald Trump veifar til ljósmyndara á lóð Hvíta hússins í dag. Eða kannski er hann að kveðja Parísarsamkomulagið.
Donald Trump veifar til ljósmyndara á lóð Hvíta hússins í dag. Eða kannski er hann að kveðja Parísarsamkomulagið. Vísir/Getty
Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur afhent Sameinuðu þjóðunum skriflega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin vilji draga sig úr Parísarsamkomulaginu.Í tilkynningunni segir að bandarísk yfirvöld muni samt sem áður taka þátt í loftslagsviðræðum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna sætti harðri gagnrýni í júní þegar hann tilkynnti að Bandaríkin vildu segja sig úr samkomulaginu. Hann sagði samkomulagið „refsa“ bandaríkjunum og að það myndi kosta milljónir Bandaríkjamanna vinnuna.

Parísarsamkomulagið er samkomulag 195 ríkja um aðgerðir í lofslagsmálum. Það var undirritað árið 2015 og var það í fyrsta sinn sem svo stór hluti heimsbyggðarinnar sameinaðist í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Alls samþykktu 195 af 197 ríkjum Sameinuðu þjóðanna samkomulagið. Sýrland og Níkaragva stóðu ein utan þess.

Bandaríkin eru það ríki heims sem blæs út næstmestu magni gróðurhúsalofttegunda. Eru þau því einungis eftirbátur Kínverja. Samkvæmt samkomulaginu skuldbinda Bandaríkin sig til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent af því sem útblásturinn var árið 2005 fyrir árið 2025.


Tengdar fréttir

Parísarsamkomulagið er sagt í hættu

Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út




Fleiri fréttir

Sjá meira


×