Björt hæðist að fréttinni af kjólnum og tengir við feðraveldið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2017 11:49 Björt segist hafa keypt kjólinn en hann kostar vel á þriðja hundrað þúsund krónur. Vísir/Eyþór Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra gerir grín að frétt Fréttablaðsins í dag um fyrirsætustörf hennar í þingsal Alþingis fyrir vinkonu sína Sólveigu Káradóttur. Í siðareglum Alþingis segir að ráðherra eigi ekki að notfæra sér stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir nákomna aðila. Björt vill ekki svara spurningum fréttastofu um málið en staðfestir þó að hún hafi keypt kjólinn, hann hafi ekki verið gjöf. Hún eigi kvittun því til sönnunar.Vísar til feðraveldisins Ráðherra tekur þó til varna á Facebook og skrifaði færslu um málið þar í morgun. Hún tengir fyrirsetuna í þingsalnum við hugmyndir um feðraveldið. „Obbosí. Næst verð ég með bindi til þess að hvetja karlkyns samþingmenn mína til að bera það í þingsalnum. Nú ansi hrædd um að einhverjum muni líka það. Nei, við frekari umhugsun. Það gæti auðvitað endanlega farið með feðraveldið eins og það leggur sig,“ segir Björt á Facebook og grætur úr hlátri. Þannig hljóðaði upphafleg færsla Bjartrar á Facebook sem borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, lækaði meðal annarra. Hann hefur síðan fjarlægt lækið og Björt raunar uppfært færsluna með eftirfarandi viðbót. „En vissulega skil ég að fólki þykir Alþingi vera helgur staður og vill standa vörð um virðingu þess. Ég hef reyndar oft verið í íslenskri hönnun þar áður og um það hefur verið fjallað, ( til dæmis á samfélagsmiðlun). Það var alls ekki mín ætlan að brjóta gegn því. Mér þykir miður ef þessi ljósmynd skapi slík hughrif.“Engar reglur brotnar en óvenjulegt Björt er góð vinkona Sólveigu Káradóttur sem starfar sem listrænn stjórnandi hjá breska fyrirtækinu Galvan, þar sem kjóllinn er hannaður. Björt klæddi sig í kjólinn og var mynduð í þingsalnum. Hún útskýrði í viðtali við Fréttablaðið í gær að ljósmyndarinn hefði staðið fyrir utan þingsalinn, eins og reglur kvæðu á um. Því væru engar reglur brotnar. Björt vildi ekki ræða nánar um málið við blaðamann Fréttablaðsins í gær og sömuleiðis ekki við blaðamann Vísis í morgun. Helgi Bernóduson, skrifstofustjóri Alþingis, segir reglur Alþingis ekki hafa verið brotnar en að málið sé óvenjulegt. „Þetta kemur mér mjög á óvart, strangt til tekið er þetta ekki brot á reglunum en þetta er auðvitað dálítið óvenjulegt,“ segir Helgi í Fréttablaðinu í dag. Helgi er reyndar sá eini sem hefur tjáð sig um málið við fjölmiðla þegar þessi frétt er skrifuð. Má velta fyrir sér hvort skrif Bjartrar um feðraveldið tengist svörum Helga. Hún vildi þó ekki svara þeirri spurningu í samtali við fréttastofu.Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/StefánBjórkvöld Pírata auglýst í þingsal? Meðal þeirra sem gagnrýna Björt fyrir framtak sitt er Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, í þræði á Pírataspjallinu. „Er ekki eitthvað bjórkvöld ungra Pírata sem við getum auglýst með myndatöku í þingsalnum? Fyrst þetta er allt í einu ekki bannð. Ég mátti ekki stíga fæti inn í þingsal þegar ég var í myndatöku fyrir viðtal en núna er þetta bara orðið eitthvað módel runway fyrir auglýsingastofu.“Kjóllinn kostar á þriðja hundrað þúsund krónur og vakti athygli þegar Björt klæddist honum í brúðkaupi fyrr í sumar. Björt vill ekki tjá sig um málið við blaðamann en staðfestir þó að hún hafi keypt kjólinn. Hún eigi kvittun fyrir þeim kaupum. Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, sem var gestur í fyrrnefndu brúðkaupi ásamt Björt í sumar, tekur til varna fyrir ráðherra á Facebook. „Það gustar af Björt Ólafsdóttir (þf) og hún virðist strjúka ýmsum öfugt. Það bendir til þess að töluvert sé varið í hana sem stjórnmálamann. Og hún þarf að fá að læra inn á ný hlutverk einsog allir aðrir. Ekki nenni ég að horfa aftur og aftur upp á að þróttmikið hæfileikafólk sé sett á skotskífuna.“ Tengdar fréttir Óvenjulegt að ráðherra kynni kjól í sal Alþingis Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, braut ekki reglur með því að sitja fyrir á ljósmynd í þingsal Alþingis fyrir tískuvörumerkið Galvan London. Óvenjulegt að salurinn sé notaður í auglýsingaskyni, segir skrifstofustjóri Alþingis. 31. júlí 2017 07:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra gerir grín að frétt Fréttablaðsins í dag um fyrirsætustörf hennar í þingsal Alþingis fyrir vinkonu sína Sólveigu Káradóttur. Í siðareglum Alþingis segir að ráðherra eigi ekki að notfæra sér stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir nákomna aðila. Björt vill ekki svara spurningum fréttastofu um málið en staðfestir þó að hún hafi keypt kjólinn, hann hafi ekki verið gjöf. Hún eigi kvittun því til sönnunar.Vísar til feðraveldisins Ráðherra tekur þó til varna á Facebook og skrifaði færslu um málið þar í morgun. Hún tengir fyrirsetuna í þingsalnum við hugmyndir um feðraveldið. „Obbosí. Næst verð ég með bindi til þess að hvetja karlkyns samþingmenn mína til að bera það í þingsalnum. Nú ansi hrædd um að einhverjum muni líka það. Nei, við frekari umhugsun. Það gæti auðvitað endanlega farið með feðraveldið eins og það leggur sig,“ segir Björt á Facebook og grætur úr hlátri. Þannig hljóðaði upphafleg færsla Bjartrar á Facebook sem borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, lækaði meðal annarra. Hann hefur síðan fjarlægt lækið og Björt raunar uppfært færsluna með eftirfarandi viðbót. „En vissulega skil ég að fólki þykir Alþingi vera helgur staður og vill standa vörð um virðingu þess. Ég hef reyndar oft verið í íslenskri hönnun þar áður og um það hefur verið fjallað, ( til dæmis á samfélagsmiðlun). Það var alls ekki mín ætlan að brjóta gegn því. Mér þykir miður ef þessi ljósmynd skapi slík hughrif.“Engar reglur brotnar en óvenjulegt Björt er góð vinkona Sólveigu Káradóttur sem starfar sem listrænn stjórnandi hjá breska fyrirtækinu Galvan, þar sem kjóllinn er hannaður. Björt klæddi sig í kjólinn og var mynduð í þingsalnum. Hún útskýrði í viðtali við Fréttablaðið í gær að ljósmyndarinn hefði staðið fyrir utan þingsalinn, eins og reglur kvæðu á um. Því væru engar reglur brotnar. Björt vildi ekki ræða nánar um málið við blaðamann Fréttablaðsins í gær og sömuleiðis ekki við blaðamann Vísis í morgun. Helgi Bernóduson, skrifstofustjóri Alþingis, segir reglur Alþingis ekki hafa verið brotnar en að málið sé óvenjulegt. „Þetta kemur mér mjög á óvart, strangt til tekið er þetta ekki brot á reglunum en þetta er auðvitað dálítið óvenjulegt,“ segir Helgi í Fréttablaðinu í dag. Helgi er reyndar sá eini sem hefur tjáð sig um málið við fjölmiðla þegar þessi frétt er skrifuð. Má velta fyrir sér hvort skrif Bjartrar um feðraveldið tengist svörum Helga. Hún vildi þó ekki svara þeirri spurningu í samtali við fréttastofu.Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/StefánBjórkvöld Pírata auglýst í þingsal? Meðal þeirra sem gagnrýna Björt fyrir framtak sitt er Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, í þræði á Pírataspjallinu. „Er ekki eitthvað bjórkvöld ungra Pírata sem við getum auglýst með myndatöku í þingsalnum? Fyrst þetta er allt í einu ekki bannð. Ég mátti ekki stíga fæti inn í þingsal þegar ég var í myndatöku fyrir viðtal en núna er þetta bara orðið eitthvað módel runway fyrir auglýsingastofu.“Kjóllinn kostar á þriðja hundrað þúsund krónur og vakti athygli þegar Björt klæddist honum í brúðkaupi fyrr í sumar. Björt vill ekki tjá sig um málið við blaðamann en staðfestir þó að hún hafi keypt kjólinn. Hún eigi kvittun fyrir þeim kaupum. Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson, sem var gestur í fyrrnefndu brúðkaupi ásamt Björt í sumar, tekur til varna fyrir ráðherra á Facebook. „Það gustar af Björt Ólafsdóttir (þf) og hún virðist strjúka ýmsum öfugt. Það bendir til þess að töluvert sé varið í hana sem stjórnmálamann. Og hún þarf að fá að læra inn á ný hlutverk einsog allir aðrir. Ekki nenni ég að horfa aftur og aftur upp á að þróttmikið hæfileikafólk sé sett á skotskífuna.“
Tengdar fréttir Óvenjulegt að ráðherra kynni kjól í sal Alþingis Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, braut ekki reglur með því að sitja fyrir á ljósmynd í þingsal Alþingis fyrir tískuvörumerkið Galvan London. Óvenjulegt að salurinn sé notaður í auglýsingaskyni, segir skrifstofustjóri Alþingis. 31. júlí 2017 07:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Óvenjulegt að ráðherra kynni kjól í sal Alþingis Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, braut ekki reglur með því að sitja fyrir á ljósmynd í þingsal Alþingis fyrir tískuvörumerkið Galvan London. Óvenjulegt að salurinn sé notaður í auglýsingaskyni, segir skrifstofustjóri Alþingis. 31. júlí 2017 07:00