Sjö vikna stúlka með kíghósta: Sóttvarnalæknir segir varanlega vörn ekki felast í bólusetningunni Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 20. júlí 2017 13:45 Litla stúlkan er komin á lyf og virðist líða betur. Myndin er birt með leyfi móðurinnar. Helena Helena Dögg Stefánsdóttir greindi frá því á Facebook síðu sinni í gær að dóttir hennar, 7 vikna, væri með kíghósta. Þar má meðal annars heyra upptöku af hósta dóttur hennar. Kíghósti er bakteríusýking sem smitast á milli manna með mikilli nánd og í gegnum úða eða öndun. Í samtali við Vísi segir Helena, að dóttur sinni líði betur. Hún sé komin á lyf sem drepur bakteríuna. Helena nefnir að það hafi hjálpað til að dóttir hennar hafi verið greind fremur snemma. Veikindin byrjuðu sem nefrennsli og síðar komu hóstaköstin. „Hún var bara búin að vera í viku þegar við fengum greiningum. Ég held að það sé frekar snemmt. Yfirleitt er fólk held ég að fara allt of seint. Ég bað lækninn að taka stroku og svo þegar ég fór að „gúggla“ og skoða vídeó þá var ég alveg sannfærð. Ég var eiginlega bara búin að greina hana,“segir Helena. Hún nefnir að bólusetning dugi aðeins í um það bil 10 ár og því séu fullorðnir algengir smitberar.Þórólfur segir átta tilfelli hafa verið greind það sem af er ári.Vísir/villi/StefánBað um rannsókn Helena segir að hún hafi þurft að ganga á eftir því að tekið yrði kíghóstastroka hjá dóttur hennar til að staðfesta það að ekki væru um venjulega kvefpest að ræða. Að hennar beiðni tók þriðji læknirinn stroku sem staðfesti grun Helenu. „Á þriðjudaginn í síðustu viku var hún byrjuð að hósta. Þá fór ég strax með hana til læknis og þá var ekkert að henni. Svo fékk hún fyrsta alvöru hóstakastið sitt, svona virkilega slæmt þar sem hún blánað,i á aðfaranótt föstudagsins í síðustu viku og þá fór ég bara upp á spítala með hana en fór aftur heim og þá var ekkert að henni. Það var ekki fyrr en á þriðjudaginn sem ég fór með hana til þriðja barnalæknisins sem við ákváðum að taka mynd af lungunum í henni og taka próf,“ segir Helena.Átta tilfelli Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að tilfelli kíghósta séu átta talsins það sem af er ári og þar af eru tvö börn undir eins árs. Hann nefnir að varanleg vörn felist ekki í bólusetningunni. Þórólfur segir þó tilfellum ekki hafa fjölgað; þetta sveiflist fram og til baka milli ára. Mest hafi verið árið 2012 þegar yfir þrjátíu manns greindust, fullorðnir og börn. Jafnframt segir hann þátttöku í almennum bólusetningum nokkuð góð. „Það er þannig að þeir sem eru bólusettir að vörnin endist þeim ekki nema í nokkur á. Þannig að þeir geta smitast,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Hann nefnir að fullorðnir fá því bakteríuna stundum í sér og fái lítil einkenni en smiti samt sem áður út frá sér.Sjá einnig: Nýfædd dóttir þingmanns greindist með kíghósta: „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín, skammist ykkar“Læknisfræðilegt mat Hann segir ekki algengt að ungabörn fái kíghósta. Hann nefnir að lítil börn vera viðkvæmari fyrir sjúkdómnum þar sem ónæmiskerfið þeirra sé enn að styrkjast. Aðspurður hvernig læknar séu að bregðast við því þegar ungabörn komi til þeirra mögulega með kíghósta og þá hvort þeir séu duglegir að taka próf segir Þórólfur ekki geta svarað því. „Ég get ekkert sagt um það. Þetta er læknisfræðilegt mat í hvert skipti og hvernig læknar meta það er einstaklingsbundið eftir læknum en vissulega, svona lítil börn sem fá svona einkenni, þá eiga læknar að láta sér það detta í hug að þetta gæti verið kíghósti,“ segir Þórólfur.Mismunandi rannsóknir Þórólfur segir að erfitt sé að segja til um hversu lengi bólusetningar virka. Það sé mismunandi eftir rannsóknum hvort að það séu sex, átta eða tíu ár. Síðasta bólusetning við kíghósta er í níunda bekk. Þórólfur nefnir að það sé hvatt til þess að bólusetja fyrir kíghósta líka , þegar fólk á undir höndum sér ferðalag og fer í bólusetningar líka. Einnig sé í umræðunni að bólusetja barnshafandi konur. Það hafi verið rannsakað sérstaklega og það hafi komið vel út. Hins vegar þurfi ávallt að vega það og meta fyrir hvert tilfelli fyrir sig.Hægt er að lesa færslu Helenu hér að neðan. Þar má einnig heyra upptöku af litlu stúlkunni hennar hósta. Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
Helena Dögg Stefánsdóttir greindi frá því á Facebook síðu sinni í gær að dóttir hennar, 7 vikna, væri með kíghósta. Þar má meðal annars heyra upptöku af hósta dóttur hennar. Kíghósti er bakteríusýking sem smitast á milli manna með mikilli nánd og í gegnum úða eða öndun. Í samtali við Vísi segir Helena, að dóttur sinni líði betur. Hún sé komin á lyf sem drepur bakteríuna. Helena nefnir að það hafi hjálpað til að dóttir hennar hafi verið greind fremur snemma. Veikindin byrjuðu sem nefrennsli og síðar komu hóstaköstin. „Hún var bara búin að vera í viku þegar við fengum greiningum. Ég held að það sé frekar snemmt. Yfirleitt er fólk held ég að fara allt of seint. Ég bað lækninn að taka stroku og svo þegar ég fór að „gúggla“ og skoða vídeó þá var ég alveg sannfærð. Ég var eiginlega bara búin að greina hana,“segir Helena. Hún nefnir að bólusetning dugi aðeins í um það bil 10 ár og því séu fullorðnir algengir smitberar.Þórólfur segir átta tilfelli hafa verið greind það sem af er ári.Vísir/villi/StefánBað um rannsókn Helena segir að hún hafi þurft að ganga á eftir því að tekið yrði kíghóstastroka hjá dóttur hennar til að staðfesta það að ekki væru um venjulega kvefpest að ræða. Að hennar beiðni tók þriðji læknirinn stroku sem staðfesti grun Helenu. „Á þriðjudaginn í síðustu viku var hún byrjuð að hósta. Þá fór ég strax með hana til læknis og þá var ekkert að henni. Svo fékk hún fyrsta alvöru hóstakastið sitt, svona virkilega slæmt þar sem hún blánað,i á aðfaranótt föstudagsins í síðustu viku og þá fór ég bara upp á spítala með hana en fór aftur heim og þá var ekkert að henni. Það var ekki fyrr en á þriðjudaginn sem ég fór með hana til þriðja barnalæknisins sem við ákváðum að taka mynd af lungunum í henni og taka próf,“ segir Helena.Átta tilfelli Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að tilfelli kíghósta séu átta talsins það sem af er ári og þar af eru tvö börn undir eins árs. Hann nefnir að varanleg vörn felist ekki í bólusetningunni. Þórólfur segir þó tilfellum ekki hafa fjölgað; þetta sveiflist fram og til baka milli ára. Mest hafi verið árið 2012 þegar yfir þrjátíu manns greindust, fullorðnir og börn. Jafnframt segir hann þátttöku í almennum bólusetningum nokkuð góð. „Það er þannig að þeir sem eru bólusettir að vörnin endist þeim ekki nema í nokkur á. Þannig að þeir geta smitast,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Hann nefnir að fullorðnir fá því bakteríuna stundum í sér og fái lítil einkenni en smiti samt sem áður út frá sér.Sjá einnig: Nýfædd dóttir þingmanns greindist með kíghósta: „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín, skammist ykkar“Læknisfræðilegt mat Hann segir ekki algengt að ungabörn fái kíghósta. Hann nefnir að lítil börn vera viðkvæmari fyrir sjúkdómnum þar sem ónæmiskerfið þeirra sé enn að styrkjast. Aðspurður hvernig læknar séu að bregðast við því þegar ungabörn komi til þeirra mögulega með kíghósta og þá hvort þeir séu duglegir að taka próf segir Þórólfur ekki geta svarað því. „Ég get ekkert sagt um það. Þetta er læknisfræðilegt mat í hvert skipti og hvernig læknar meta það er einstaklingsbundið eftir læknum en vissulega, svona lítil börn sem fá svona einkenni, þá eiga læknar að láta sér það detta í hug að þetta gæti verið kíghósti,“ segir Þórólfur.Mismunandi rannsóknir Þórólfur segir að erfitt sé að segja til um hversu lengi bólusetningar virka. Það sé mismunandi eftir rannsóknum hvort að það séu sex, átta eða tíu ár. Síðasta bólusetning við kíghósta er í níunda bekk. Þórólfur nefnir að það sé hvatt til þess að bólusetja fyrir kíghósta líka , þegar fólk á undir höndum sér ferðalag og fer í bólusetningar líka. Einnig sé í umræðunni að bólusetja barnshafandi konur. Það hafi verið rannsakað sérstaklega og það hafi komið vel út. Hins vegar þurfi ávallt að vega það og meta fyrir hvert tilfelli fyrir sig.Hægt er að lesa færslu Helenu hér að neðan. Þar má einnig heyra upptöku af litlu stúlkunni hennar hósta.
Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira