Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júlí 2017 18:30 Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia. Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson. Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóra flugvallasviðs Isavia. Sú ákvörðun British Airways að hefja beint flug til Keflavíkur frá London City-flugvellinum gæti stytt ferðatíma farþega úr miðborg Lundúna um eina til tvær klukkustundir þar sem fljótlegra er að komast út á flugvöllinn og innritunartími þar er helmingi styttri en á öðrum völlum borgarinnar. Þotur af gerðinni Embraer verða notaðar í fluginu milli London City-vallarins og Keflavíkur en þær taka 76 til 98 farþega.Mynd/British Airways.En þá vaknar sú spurning hvort ekki mætti nota Reykjavíkurflugvöll með sama hætti og ná þannig ennþá meiri styttingu ferðatíma milli höfuðborga Bretlands og Íslands. Þetta er raunar það sem Isavia vill að verði leyft, að sögn framkvæmdastjóra flugvallasviðs, sem segir Isavia í viðræðum um að breyta reglum Reykjavíkurflugvallar. „Við erum að ræða við yfirvöld og reyna að athuga hvort það sé ekki hægt að fá þessu banni, - eða þessum reglum breytt, - að því leyti að þær verði þá opnari þannig að það sé hægt að stunda meira flug hér út. Þannig að við erum að beita okkur í því, já, að fá að minnsta kosti umræðu í gang um málið,“ segir Jón Karl. Áætlunarflug til Færeyja er frá Reykjavíkurflugvelli með þessari Airbus A319-þotu.Mynd/Egill Aðalsteinsson.Millilandaflug hefur raunar ætíð verið stundað frá Reykjavíkurflugvelli en áætlunarflug er þó aðeins leyft með undanþágum til Grænlands og Færeyja. Jón Karl bendir á að meðan Keflavíkurflugvöllur sé orðinn þéttsetinn sé völlurinn í Reykjavík vannýttur. „Reykjavíkurflugvöllur er einn af þeim völlum sem væri hægt að nota hugsanlega til að létta álagið, eða dreifa aðeins betur álaginu, eins og það er í dag. Því að það er í sjálfu sér óþarfi að láta fullkominn flugvöll standa hérna án þess að hann sé nýttur eins og hægt er.“ Jón Karl telur að andstaða gegn þotuflugi frá Reykjavík geti skýrst af því að menn óttist aukinn hávaða. „Menn halda að það sé ónæði af þessu. En það er raunverulega ekki alveg rétt því að þessar nýju flugvélar, sem um er að ræða, eins og þessar Embraer-þotur, sem British Airways er að nota, eru mjög hljóðlátar, - og raunar hljóðlátari heldur en þær vélar sem eru að fljúga inn á völlinn í dag.“ Þessi Bombardier CS-300-þota lenti á Reykjavíkurflugvelli í fyrrahaust.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Flugstöðin er ekki upp á marga fiska en flugbrautirnar duga flestum nýjum gerðum farþegaþotna af smærri gerðinni. „Þetta eru 100-130 sæta flugvélar og þær þurfa þetta á bilinu 1.200-1.400 metra brautir, sem er svipað og brautirnar hér í Reykjavík eru.“ Tveir þriðju hlutar landsmanna búa í innan við fimmtán kílómetra radíus frá Reykjavíkurflugvelli og, að mati Jóns Karls, fengist verulegt hagræði með styttingu ferðatíma. „Þetta myndi stytta ferðatíma verulega. Þú þyrftir að mæta mun seinna á völlinn. Þú gætir hugsanlega verið með innritun klukkutíma fyrir brottför hér í Reykjavík, sem þarf tvo tíma á stærri flugvöllum. Þannig að þetta myndi geta verið verulegt hagræði fyrir farþega,“ segir Jón Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Stytta ferðatímann milli London og Keflavíkur Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að hefja beint flug til Íslands í haust frá London City-flugvellinum sem styttir ferðatímann frá miðborg Lundúna. 19. júlí 2017 20:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóra flugvallasviðs Isavia. Sú ákvörðun British Airways að hefja beint flug til Keflavíkur frá London City-flugvellinum gæti stytt ferðatíma farþega úr miðborg Lundúna um eina til tvær klukkustundir þar sem fljótlegra er að komast út á flugvöllinn og innritunartími þar er helmingi styttri en á öðrum völlum borgarinnar. Þotur af gerðinni Embraer verða notaðar í fluginu milli London City-vallarins og Keflavíkur en þær taka 76 til 98 farþega.Mynd/British Airways.En þá vaknar sú spurning hvort ekki mætti nota Reykjavíkurflugvöll með sama hætti og ná þannig ennþá meiri styttingu ferðatíma milli höfuðborga Bretlands og Íslands. Þetta er raunar það sem Isavia vill að verði leyft, að sögn framkvæmdastjóra flugvallasviðs, sem segir Isavia í viðræðum um að breyta reglum Reykjavíkurflugvallar. „Við erum að ræða við yfirvöld og reyna að athuga hvort það sé ekki hægt að fá þessu banni, - eða þessum reglum breytt, - að því leyti að þær verði þá opnari þannig að það sé hægt að stunda meira flug hér út. Þannig að við erum að beita okkur í því, já, að fá að minnsta kosti umræðu í gang um málið,“ segir Jón Karl. Áætlunarflug til Færeyja er frá Reykjavíkurflugvelli með þessari Airbus A319-þotu.Mynd/Egill Aðalsteinsson.Millilandaflug hefur raunar ætíð verið stundað frá Reykjavíkurflugvelli en áætlunarflug er þó aðeins leyft með undanþágum til Grænlands og Færeyja. Jón Karl bendir á að meðan Keflavíkurflugvöllur sé orðinn þéttsetinn sé völlurinn í Reykjavík vannýttur. „Reykjavíkurflugvöllur er einn af þeim völlum sem væri hægt að nota hugsanlega til að létta álagið, eða dreifa aðeins betur álaginu, eins og það er í dag. Því að það er í sjálfu sér óþarfi að láta fullkominn flugvöll standa hérna án þess að hann sé nýttur eins og hægt er.“ Jón Karl telur að andstaða gegn þotuflugi frá Reykjavík geti skýrst af því að menn óttist aukinn hávaða. „Menn halda að það sé ónæði af þessu. En það er raunverulega ekki alveg rétt því að þessar nýju flugvélar, sem um er að ræða, eins og þessar Embraer-þotur, sem British Airways er að nota, eru mjög hljóðlátar, - og raunar hljóðlátari heldur en þær vélar sem eru að fljúga inn á völlinn í dag.“ Þessi Bombardier CS-300-þota lenti á Reykjavíkurflugvelli í fyrrahaust.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Flugstöðin er ekki upp á marga fiska en flugbrautirnar duga flestum nýjum gerðum farþegaþotna af smærri gerðinni. „Þetta eru 100-130 sæta flugvélar og þær þurfa þetta á bilinu 1.200-1.400 metra brautir, sem er svipað og brautirnar hér í Reykjavík eru.“ Tveir þriðju hlutar landsmanna búa í innan við fimmtán kílómetra radíus frá Reykjavíkurflugvelli og, að mati Jóns Karls, fengist verulegt hagræði með styttingu ferðatíma. „Þetta myndi stytta ferðatíma verulega. Þú þyrftir að mæta mun seinna á völlinn. Þú gætir hugsanlega verið með innritun klukkutíma fyrir brottför hér í Reykjavík, sem þarf tvo tíma á stærri flugvöllum. Þannig að þetta myndi geta verið verulegt hagræði fyrir farþega,“ segir Jón Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Stytta ferðatímann milli London og Keflavíkur Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að hefja beint flug til Íslands í haust frá London City-flugvellinum sem styttir ferðatímann frá miðborg Lundúna. 19. júlí 2017 20:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43
Stytta ferðatímann milli London og Keflavíkur Breska flugfélagið British Airways hefur ákveðið að hefja beint flug til Íslands í haust frá London City-flugvellinum sem styttir ferðatímann frá miðborg Lundúna. 19. júlí 2017 20:30