Fótbolti

Byrjunarliðið á móti Sviss: Katrín kemur inn fyrir Öglu Maríu

Elías Orri Njarðarson skrifar
Katrín kemur inn í byrjunarlið Íslands.
Katrín kemur inn í byrjunarlið Íslands. visir/vilhelm
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, gerir eina breytingu á byrjunarliði sínu gegn Sviss í öðrum leik Íslands á Evrópumótinu í Hollandi.

Katrín Ásbjörnsdóttir kemur inn í byrjunarliðið í stað Öglu Maríu Albertsdóttur. Katrín lék síðasta hálftímann í tapinu fyrir Frökkum á þriðjudaginn.

Ísland spilar leikkerfið 3-4-3 líkt og í síðustu leikjum.

Guðbjörg Gunnarsdóttir er á sínum stað í markinu og þær Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir mynda þriggja manna vörn.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir eru vængbakverðir og fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir á miðjunni.

Frammi eru svo þær Katrín Ásbjörnsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir.

Þetta er annar leikur Íslands á mótinu en Ísland tapaði fyrsta leiknum á móti Frökkum 1-0. Frakkar skoruðu mark sitt úr vítaspyrnu sem þótti afar umdeild.

Ísland er í C-riðli á mótinu með Frakklandi, Sviss og Austurríki.

Lið Sviss tapaði í fyrsta leik á móti Austurríki, einnig 1-0 og situr því í neðsta sæti fyrir leikinn ásamt Íslandi. Síðar í kvöld mætast Frakkar og Austurríki.

Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×