Byrjað að rukka fyrir bílastæði við Seljalandsfoss Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. júlí 2017 12:16 Ísólfur Gylfi Pálmason er sveitarstjóri Rangárþings eystra. Vísir/Vilhelm Bílastæðagjald hefur verið tekið upp við Seljalandsfoss og verður fjármagnið nýtt til uppbyggingar innviða við fossinn. Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir fulla þörf á úrbótum enda dregur fossinn að sér mikinn fjölda ferðamanna. Sveitarstjórn Rangárþings eystra og Landeigendafélag Seljalandsfoss standa sameiginlega að gjaldtökunni. Gjald fyrir hvern bíl er 700 krónur og þrjú þúsund krónur fyrir rútur á hvern sólarhring. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Seljalandsfoss ár hvert en talið er að þeir hafi verið í kringum fimm hundruð þúsund talsins í fyrra.Full þörf á úrbótum Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, segir að í ljósi þessa mikla fjölda sé full þörf á úrbótum við fossinn. Sveitarfélagið sjálft hafi verið um þrjátíu milljónum króna í starfsemina en segist ekki geta svarað til um hvað sé gert ráð fyrir að miklir fjármunir komi inn með gjaldtökunni. „Við ætlum að nýta þá peninga sem koma inn til uppbyggingar við Seljalandsfoss þannig að aðstaða verði þar betri og að sveitarfélagið sé ekki að verja peningum úr sveitarsjóði til þessarar starfsemi.“ Hann segir að til að mynda að salernisaðstaðan anni ekki öllum þessum fjölda. „Það koma mjög mikið af ferðamönnum og er til þess að gera léleg salernisaðstaða og þess háttar sem við höfum þó verið að bæta núna í ár. En við höfum fyrst og fremst talað um að nýta það fjármagn sem kemur inn til að geta eflt starfsemina á þessu svæði.“Verður gjaldtakan tímabundin? „Það hefur í sjálfu sér ekkert verið ákveðið um það en peningarnir sem inn koma verður fyrst og fremst varið til þess að laga aðstöðuna við Seljalandsfoss,“ segir Ísólfur Gylfi. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Endurskoða tillögu um þjónustumiðstöð við Seljalandsfoss Meðal þess sem verið er að endurskoða er staðsetning og stærð þjónustumiðstöðvarinnar. 28. júní 2017 20:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Bílastæðagjald hefur verið tekið upp við Seljalandsfoss og verður fjármagnið nýtt til uppbyggingar innviða við fossinn. Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir fulla þörf á úrbótum enda dregur fossinn að sér mikinn fjölda ferðamanna. Sveitarstjórn Rangárþings eystra og Landeigendafélag Seljalandsfoss standa sameiginlega að gjaldtökunni. Gjald fyrir hvern bíl er 700 krónur og þrjú þúsund krónur fyrir rútur á hvern sólarhring. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Seljalandsfoss ár hvert en talið er að þeir hafi verið í kringum fimm hundruð þúsund talsins í fyrra.Full þörf á úrbótum Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, segir að í ljósi þessa mikla fjölda sé full þörf á úrbótum við fossinn. Sveitarfélagið sjálft hafi verið um þrjátíu milljónum króna í starfsemina en segist ekki geta svarað til um hvað sé gert ráð fyrir að miklir fjármunir komi inn með gjaldtökunni. „Við ætlum að nýta þá peninga sem koma inn til uppbyggingar við Seljalandsfoss þannig að aðstaða verði þar betri og að sveitarfélagið sé ekki að verja peningum úr sveitarsjóði til þessarar starfsemi.“ Hann segir að til að mynda að salernisaðstaðan anni ekki öllum þessum fjölda. „Það koma mjög mikið af ferðamönnum og er til þess að gera léleg salernisaðstaða og þess háttar sem við höfum þó verið að bæta núna í ár. En við höfum fyrst og fremst talað um að nýta það fjármagn sem kemur inn til að geta eflt starfsemina á þessu svæði.“Verður gjaldtakan tímabundin? „Það hefur í sjálfu sér ekkert verið ákveðið um það en peningarnir sem inn koma verður fyrst og fremst varið til þess að laga aðstöðuna við Seljalandsfoss,“ segir Ísólfur Gylfi.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Endurskoða tillögu um þjónustumiðstöð við Seljalandsfoss Meðal þess sem verið er að endurskoða er staðsetning og stærð þjónustumiðstöðvarinnar. 28. júní 2017 20:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Endurskoða tillögu um þjónustumiðstöð við Seljalandsfoss Meðal þess sem verið er að endurskoða er staðsetning og stærð þjónustumiðstöðvarinnar. 28. júní 2017 20:00