Stelpurnar okkar eru klárar í næsta leik Elías Orri Njarðarson skrifar 23. júlí 2017 20:19 Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, sem eru staddar á EM í Hollandi, mættu á æfingu í dag eftir svekkjandi tap gegn Sviss í gær. Þær ræddu við Kolbein Tuma Daðason að lokinni æfingu. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands á mótinu segir það vera mjög erfitt að hafa ekki komist upp úr riðlinum en Ísland tapaði fyrsta leik 1-0 gegn Frakklandi og öðrum leiknum 2-1 á móti Sviss. „Það hefur bara verið svolítið erfitt. Við settum okkur það markmið að komast upp úr riðlinum og það er ógeðslega erfitt að sætta sig við að við náðum ekki markmiðinu,“ sagði Sara Björk. Sif Atladóttir lagði sig alla fram í leiknum í gær og bjargaði liðinu tvisvar stórkostlega á síðustu mínútum leiksins en hún var einnig svekkt með tapið á móti Sviss en er farin að einbeita sér að vinna næsta leik á móti Austurríki á miðvikudag. „Andlega líðan er betri, við tókum góðan fund í morgun og við eigum einn leik eftir þannig að við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu. Við ætlum að fara í þann leik og vinna hann bara og þakka þannig bara fyrir okkur,“ sagði Sif. Hólmfríður Magnúsdóttir, einn reynslumesti leikmaður landsliðsins, var jákvæð með framhaldið og segir að leikmenn Íslands ætla ekki að gefa tommu eftir á miðvikudaginn. „Allir sem þekkja okkur vita það að við gefumst ekkert upp. Við munum skilja allt eftir inn á vellinum í næsta leik og fara héðan stoltar,“ sagði Hólmfríður. Sara Björk og Sif meiddust báðar í leiknum við Sviss, leikmenn beggja liða tóku vel á hvor öðrum, en þær eru báðar staðráðnar í að spila næsta leik. „Ég verð orðin góð á miðvikudaginn sko, ég þarf bara einn dag og svo verð ég góð,“ sagði fyrirliðinn. Sif er á sama máli en hún kveðst verða tilbúin til þess að drepa fyrir íslenska liðið. „Ekki spurning! Ég er alltaf til í stíð,“ sagði Sif brosandi að lokum. Viðtalið í heild sinni má svo sjá hér í spilaranum að ofan. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, sem eru staddar á EM í Hollandi, mættu á æfingu í dag eftir svekkjandi tap gegn Sviss í gær. Þær ræddu við Kolbein Tuma Daðason að lokinni æfingu. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands á mótinu segir það vera mjög erfitt að hafa ekki komist upp úr riðlinum en Ísland tapaði fyrsta leik 1-0 gegn Frakklandi og öðrum leiknum 2-1 á móti Sviss. „Það hefur bara verið svolítið erfitt. Við settum okkur það markmið að komast upp úr riðlinum og það er ógeðslega erfitt að sætta sig við að við náðum ekki markmiðinu,“ sagði Sara Björk. Sif Atladóttir lagði sig alla fram í leiknum í gær og bjargaði liðinu tvisvar stórkostlega á síðustu mínútum leiksins en hún var einnig svekkt með tapið á móti Sviss en er farin að einbeita sér að vinna næsta leik á móti Austurríki á miðvikudag. „Andlega líðan er betri, við tókum góðan fund í morgun og við eigum einn leik eftir þannig að við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu. Við ætlum að fara í þann leik og vinna hann bara og þakka þannig bara fyrir okkur,“ sagði Sif. Hólmfríður Magnúsdóttir, einn reynslumesti leikmaður landsliðsins, var jákvæð með framhaldið og segir að leikmenn Íslands ætla ekki að gefa tommu eftir á miðvikudaginn. „Allir sem þekkja okkur vita það að við gefumst ekkert upp. Við munum skilja allt eftir inn á vellinum í næsta leik og fara héðan stoltar,“ sagði Hólmfríður. Sara Björk og Sif meiddust báðar í leiknum við Sviss, leikmenn beggja liða tóku vel á hvor öðrum, en þær eru báðar staðráðnar í að spila næsta leik. „Ég verð orðin góð á miðvikudaginn sko, ég þarf bara einn dag og svo verð ég góð,“ sagði fyrirliðinn. Sif er á sama máli en hún kveðst verða tilbúin til þess að drepa fyrir íslenska liðið. „Ekki spurning! Ég er alltaf til í stíð,“ sagði Sif brosandi að lokum. Viðtalið í heild sinni má svo sjá hér í spilaranum að ofan.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira