Stelpurnar okkar eru klárar í næsta leik Elías Orri Njarðarson skrifar 23. júlí 2017 20:19 Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, sem eru staddar á EM í Hollandi, mættu á æfingu í dag eftir svekkjandi tap gegn Sviss í gær. Þær ræddu við Kolbein Tuma Daðason að lokinni æfingu. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands á mótinu segir það vera mjög erfitt að hafa ekki komist upp úr riðlinum en Ísland tapaði fyrsta leik 1-0 gegn Frakklandi og öðrum leiknum 2-1 á móti Sviss. „Það hefur bara verið svolítið erfitt. Við settum okkur það markmið að komast upp úr riðlinum og það er ógeðslega erfitt að sætta sig við að við náðum ekki markmiðinu,“ sagði Sara Björk. Sif Atladóttir lagði sig alla fram í leiknum í gær og bjargaði liðinu tvisvar stórkostlega á síðustu mínútum leiksins en hún var einnig svekkt með tapið á móti Sviss en er farin að einbeita sér að vinna næsta leik á móti Austurríki á miðvikudag. „Andlega líðan er betri, við tókum góðan fund í morgun og við eigum einn leik eftir þannig að við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu. Við ætlum að fara í þann leik og vinna hann bara og þakka þannig bara fyrir okkur,“ sagði Sif. Hólmfríður Magnúsdóttir, einn reynslumesti leikmaður landsliðsins, var jákvæð með framhaldið og segir að leikmenn Íslands ætla ekki að gefa tommu eftir á miðvikudaginn. „Allir sem þekkja okkur vita það að við gefumst ekkert upp. Við munum skilja allt eftir inn á vellinum í næsta leik og fara héðan stoltar,“ sagði Hólmfríður. Sara Björk og Sif meiddust báðar í leiknum við Sviss, leikmenn beggja liða tóku vel á hvor öðrum, en þær eru báðar staðráðnar í að spila næsta leik. „Ég verð orðin góð á miðvikudaginn sko, ég þarf bara einn dag og svo verð ég góð,“ sagði fyrirliðinn. Sif er á sama máli en hún kveðst verða tilbúin til þess að drepa fyrir íslenska liðið. „Ekki spurning! Ég er alltaf til í stíð,“ sagði Sif brosandi að lokum. Viðtalið í heild sinni má svo sjá hér í spilaranum að ofan. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira
Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, sem eru staddar á EM í Hollandi, mættu á æfingu í dag eftir svekkjandi tap gegn Sviss í gær. Þær ræddu við Kolbein Tuma Daðason að lokinni æfingu. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands á mótinu segir það vera mjög erfitt að hafa ekki komist upp úr riðlinum en Ísland tapaði fyrsta leik 1-0 gegn Frakklandi og öðrum leiknum 2-1 á móti Sviss. „Það hefur bara verið svolítið erfitt. Við settum okkur það markmið að komast upp úr riðlinum og það er ógeðslega erfitt að sætta sig við að við náðum ekki markmiðinu,“ sagði Sara Björk. Sif Atladóttir lagði sig alla fram í leiknum í gær og bjargaði liðinu tvisvar stórkostlega á síðustu mínútum leiksins en hún var einnig svekkt með tapið á móti Sviss en er farin að einbeita sér að vinna næsta leik á móti Austurríki á miðvikudag. „Andlega líðan er betri, við tókum góðan fund í morgun og við eigum einn leik eftir þannig að við erum ekkert að fara að leggjast niður og grafa okkur í einhverja holu. Við ætlum að fara í þann leik og vinna hann bara og þakka þannig bara fyrir okkur,“ sagði Sif. Hólmfríður Magnúsdóttir, einn reynslumesti leikmaður landsliðsins, var jákvæð með framhaldið og segir að leikmenn Íslands ætla ekki að gefa tommu eftir á miðvikudaginn. „Allir sem þekkja okkur vita það að við gefumst ekkert upp. Við munum skilja allt eftir inn á vellinum í næsta leik og fara héðan stoltar,“ sagði Hólmfríður. Sara Björk og Sif meiddust báðar í leiknum við Sviss, leikmenn beggja liða tóku vel á hvor öðrum, en þær eru báðar staðráðnar í að spila næsta leik. „Ég verð orðin góð á miðvikudaginn sko, ég þarf bara einn dag og svo verð ég góð,“ sagði fyrirliðinn. Sif er á sama máli en hún kveðst verða tilbúin til þess að drepa fyrir íslenska liðið. „Ekki spurning! Ég er alltaf til í stíð,“ sagði Sif brosandi að lokum. Viðtalið í heild sinni má svo sjá hér í spilaranum að ofan.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira